Gildin okkar, frumkvæði, trúnaður og fagmennska endurspeglast í stefnu MMR - sem er að vera fyrsta val viðskiptavina okkar með því að:

  • Leggja okkur fram um að skilja og taka tillit til rekstrarmarkmiða viðskiptavina okkar
  • Hafa frumkvæði að því að sækja okkur þekkingu og nýta hana til þjónusta sérhvert verkefni eins og best verður á kosið
  • Byggja varanlegt samband við viðskiptavini í gegnum fagleg vinnubrögð og trúverðugleika
  • Starfa eftir siðareglum ESOMAR - alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja
  • Umfram allt, að virða trúnað við þátttakendur í könnunum, viðskiptavini og samfélagið sem við búum í