fbpx

MMR gerir reglulega viðhorfskannanir meðal almennings og stjórnenda í landinu. Kannanirnar fjalla um mjög fjölbreytt málefni svo sem lífskjör, stjórnmálaskoðanir, stöðu heimsmála, framtíðarhorfur og hversdagslega hluti eins og veðurfars og mataræðis.

Hér að neðan er að finna hlekki á niðurstöður nokkurra kannana sem MMR gerir reglulega.

MMR framkvæmir samfelldar mælingar á notkun almennings á helstu netfjölmiðlum landsins.

Mælingarnar byggja á rafrænum teljaragögnum Modernus annars vegar og gögnum um netnotkun sem safnað er í spurningakönnun MMR meðal almennings hins vegar. Við úrvinnslu gagnanna er þessum tvennum upplýsingaveitum spyrt saman þannig að úr verður mæling á heimsóknarfjölda á hvert vefsetur mælt í síðuflettingum sem og fjölda einstaklinga. Niðurstöður eru greinanlegar eftir ólíkum notendahópum (skilgreindum t.d. út frá lýðfræði, fjölskyldugerð, almennri fjölmiðlanotkun, áhugamálum, skoðunum og/eða almennri nethegðun). Vert er að taka fram að aðrir netmiðlar en neðangreindir eru ekki mældir í könnuninni en nálgast má heimsóknartölur þessa og aðra vefi á heimasíðu Modernus.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir helstu niðurstöður könnunarinnar.

 

Dekkun og tíðni á meðal viku í febrúar 2015

1503 MainSites RCH OTS v2*Dekkun: Uppsafnað hlutfall einstaklinga sem heimsótti vefsvæði á völdu tímabili
*Tíðni: Meðal heimsóknartíðni á hvern einstakling sem heimsótti vefsvæði á völdu tímabili

 

Dekkun eftir dögum í febrúar 2015 meðal einstaklinga 12 ára og eldri

1503 DailyRCH AllAge

 

Dekkun eftir dagspörtum á meðal vikudegi í febrúar 2015 meðal einstaklinga 12 ára og eldri

1503 120minutes RCH AllAge 2

 

Þróun yfir tíma - dekkun og tíðni á meðal viku meðal einstaklinga 12 ára og eldri

 

1503 WeeklyRCH AllAge

 

1503 WeeklyOTS AllAge

 

Þróun yfir tíma - dekkun og tíðni á meðal viku meðal einstaklinga 12 ára til 50 ára

1503 WeeklyRCH 12-50yo

 

1503 WeeklyOTS 12-50yo

 

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.

Öllum vefmiðlum og birtingaþjónustufyrirtækjum stendur til boða aðgangur að mælingum MMR á notkun almennings á netfjölmiðlum.

Kostnaður við mælingu á vefmiðlum í Netsjá er eftirfarandi er eftirfarandi (án virðisaukaskatts og miðað við vísitölu neysluverðs í október 2012*):

Fyrir birtingaþjónustufyrirtæki**:
Birtingafyrirtæki greiða upphafskostnað að viðbættum rekstrarkostnaði.

 • Upphafskostnaður (eingreiðsla): 59.176 kr.
 • Gagnakostnaður (á mánuði): 17.828 kr.
 • Aðstöðugjald (á mánuði fyrir hvern birtingaráðgjafa): 4.651 kr.

Fyrir vefmiðla:
Vefmiðlar greiða upphafskostnað að viðbættum rekstrarkostnaði sem ákvarðast af fjölda heimsókna á viðkomandi vefsetur eða af ákveðnu lágmarksgjaldi (hvort heldur er hærra). Frá rekstrarkostnaði við mælingar á vefmiðlum dragast 20% sem greiðast af birtingaþjónustufyrirtækjum.

 • Upphafskostnaður (eingreiðsla): 375.000 kr.
 • Vefmiðlar greiða 0,17 kr fyrir hverja heimsóknareiningu á viðkomandi vef. Fjöldi heimsóknareininga reiknaður sem: Meðaltal stakra notenda á viku sinnum 0.5 + meðalfjöldi flettinga á viku sinnum 0.5 (hvort tveggja ákvarðað samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus). Fjöldi heimsóknareininga eru reiknaðar árfjórðungslega út frá heildartölum fyrir síðustu 3 mánuði.

Lágmarks rekstrarkostnaður við mælingu vefmiðils er eftirfarandi:

 • Mæling á aðalsíðu (eingöngu): 100.000 kr. á mánuði
 • Mæling á allt að fimm undirsíðum (valkvætt): 112.500 kr. á mánuði

Vefmiðlar leggja jafnframt sjálfir til aðgang að samræmdri teljaramælingu Modernus skv. gjaldskrá Modernus.

Kostnaður* er innheimtur ársfjórðungslega í upphafi hvers gagnaöflunartímabils.

Að teknu tilliti til úrtaksstærðar verkefnisins og dekkunar viðkomandi vefmiðils getur tekið allt að 12 mánuði að að safna nægu gagnamagni í viðtalskönnun fyrir nýja vefi áður en þeir birtast í niðurstöðum með öðrum vefmiðlum. Mögulegt er að flýta gagnaskilum fyrir nýjar vefsíður með því að auka gagnamagn gegn aukagjaldi.

*Kostnaður uppfærist til hækkunar til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs frá í október 2012 (grunnvísitala = 400,7). Allar upphæðir eru án virðisaukaskatts.

**Kostnaður birtingaþjónustufyrirtækja tekur breytingum til hækkunar við fjölgun mældra netmiðla sem nemur 20% af kostnaði við mælingu hvers nýs netmiðils.

Framkvæmd verkefnisins er háð skilmálum Samkeppniseftirlitsins sem má lesa hér

MMR framkvæmir reglulegar mælingar á notkun almennings á helstu netfjölmiðlum landsins. Mælingarnar byggja á rafrænum teljaragögnum Modernus annars vegar og gögnum um netnotkun sem safnað er í spurningakönnun MMR meðal almennings hins vegar. Við úrvinnslu gagnanna er þessum tvennum upplýsingaveitum spyrt saman þannig að úr verði gagnagrunnur sem sýnir raunverulegan heimsóknarfjölda á hvert vefsetur mælt í síðuflettingum sem og fjölda einstaklinga. Niðurstöður eru greinanlegar eftir ólíkum notendahópum (skilgreindum t.d. út frá lýðfræði, fjölskyldugerð, almennri fjölmiðlanotkun, áhugamálum, skoðunum og/eða almennri nethegðun). Vert er að taka fram að aðrir netmiðlar en neðangreindir eru ekki mældir í könnuninni en nálgast má heimsóknartölur þessa og aðra vefi á http://www.veflistinn.is.

Verkefnið er samstarfsverkefni milli MMR, Árvakurs hf, 365 miðla ehf, Vefpressunnar ehf. DV ehf. Já upplýsingaveitna hf. Fótbolta ehf, ABS-fjölmiðlahúss ehf, Auglýsingamiðlunar ehf, Birtingahússins ehf, H:N markaðssamskipta ehf, MediaCom Íslandi ehf og Ratsjár media ehf.

Þátttaka er heimil öllum vefmiðlum og birtingaþjónustufyrirtækjum (sjá upplýsingar um þátttöku hér).

Smelltu á hnappana hér að neðan til að skoða nýjustu niðurstöður úr netmiðlakönnun MMR:

 

 

Vinnustaðagreining er mikilvægt greiningartæki til að kanna hug starfsfólks til vinnustaðarins. Niðurstöðurnar gera stjórnendum kleift að beina úrbótum þar sem mestur árangur hlýst af.  Könnunin er jafnframt kjörinn vettvangur fyrir starfsmenn til þess að gefa nafnlaust álit sitt á starfsháttum og stjórnendum. Í vinnustaðagreiningum MMR er lögð mikil áhersla á virkni starfsmanna. Virkni segir til um þá ákefð og stollt sem starfsmenn finna fyrir í starfi sínu - hve ákafir þeir eru um starf sitt og hve stoltir þeir eru að segja öðrum frá hvar þeir vinna, trúa þeir á stefnu eða tilgang fyrirtækisins og finna þeir fyrir því að starfskraftur þeirra og hæfileikar séu vel nýttir.

Helstu kostir vinnustaðagreiningar MMR eru eftirfarandi:

 • Niðurstöður hjálpa fyrirtækinu að rækta hæfileika starfsmanna
 • Greina mismun á ánægju starfsmanna
 • Tækifæri fyrir starfsmenn til að tjá sig nafnlaust
 • Finna rætur vandamála innan fyrirtækisins
 • Tenging við rekstrarlega mælikvarða fyrirtækisins
 • Samanburður við önnur fyrirtæki á sömu mælikvörðum

Ísland í vinnunni er samheiti fyrir lausnir MMR á sviði vinnustaðagreininga og skiptist í tvennt:

 1. Könnun meðal starfsmanna fyrirtækis þíns (vinnustaðargreiningu).
 2. Gagnagrunnur með samanburðarupplýsingum fyrir vinnustaðagreiningar. 

Afhverju vinnustaðagreining?

Vinnustaðagreining MMR byggir á samræmdum spurningalista sem felur í sér nákvæma kortlagningu á því hvaða þættir í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum hafa áhrif á ánægju og hollustu starfsmanna við fyrirtækið.

Greining á upplýsingunum felur í sér útlistun á því hvaða atriði það eru í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum sem hafa áhrif á „virkni" starfsfólks. Virkni er mæld út frá trú fólks á starf sitt og sameiginlega framtíð sína með fyrirtækinu.

Gagnagrunnurinn „Ísland í vinnunni"

Gagnagrunnurinn „Ísland í vinnunni" geymir upplýsingar um viðhorf starfsmanna fyrirtækja og stofnana til innra og ytra starfsumhverfis síns. Gagnagrunnurinn er uppfærður jafnt og þétt yfir árið og byggir á heildstæðri könnun MMR meðal starfandi Íslendinga óháð stétt og starfsgrein.

Upplýsingarnar nýtast með margvíslegum hætti en eru fyrst og fremst ætlaðar til stuðnings og samanburðar við vinnustaðagreiningar í fyrirtækjum og stofnunum. Þar á meðal:

 • með því að draga ályktanir af mismunandi niðurstöðum fyrir ólíkar starfsgreinar og/eða starfsstéttir ,
 • með því að skoða tölfræðileg tengsl milli viðhorfs til starfsumhverfis annars vegar og starfsánægju og hollustu við vinnustað hins vegar,
 • með því að bera niðurstöður vinnustaðagreininga sem MMR vinnur fyrir einstök fyrirtæki saman við niðurstöður starfsfólks fyrirtækja í sömu starfsgrein

Gagnagrunnur Íslands í vinnunni telur ríflega 60 breytur sem skilgreina og hafa áhrif á árangur og líðan fólks í starfi. Skipta má upplýsingunum í 11 lykil þemu sem eru:

 • Starfsáhugi og starfsánægja
 • Skuldbinding og hollusta gagnvart vinnuveitanda
 • Aðbúnaður og starfsumhverfi á vinnustað
 • Frumkvæði starfsfólks
 • Samsömun starfsfólks við vinnustaðinn
 • Upplýsingagjöf fyrirtækis til starfsmanna
 • Jafnvægi vinnu og einkalífs
 • Stjórnun og stjórnunarhættir
 • Tilveran á vinnustað
 • Álag í starfi
 • Ímynd vinnustaðarins út á við

Greining á upplýsingunum felur í sér kortlagningu á því hvaða atriði það eru í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum sem hafa áhrif á „virkni" allra Íslendinga í vinnunni. Virkni er mæld út frá trú fólks á starf sitt og sameiginlega framtíð sína með fyrirtækinu.

MMR Island i vinnunni quadrant

Hver er sérstaða Íslands í vinnunni?

 • Gagnagrunnurinn geymir upplýsingar um Íslendinga í vinnunni óháð starfsgrein (ekki stök fyrirtæki eingöngu)
 • Spurningarnar eru fullkomlega samræmdar milli starfsgreina (óháð fyrirtækjum)
 • Allar greiningarbreytur eru samræmdar sem auðveldar samanburðargreiningar

 

Aðrar starfsmannarannsóknir MMR

Launakannanir MMR:

Launagreining MMR felur í sér ítarlega úttekt á launum starfsfólks stofnana og fyrirtækja með það að markmiði að auðvelta ákvarðanatöku um almenn atriði í launastefnu sem og sértæk atriði svo sem kyndbundinn launamun. Greiningin byggir á rauntölum sem viðkomandi fyrirtæki og stofnanir láta MMR í té um laun starfsfólks.  Í greiningunni er lögð á hersla á að skoða:

 • Heildar- og dagvinnulaun starfsfólks eftir kyni, starfsheiti, starfshlutfalli, aldri og starfsaldri
 • Hvort munur sé á launum karla og kvenna hjá bænum
 • Kanna hvort tölfræðilegur marktækur munur sé á launum karla og kvenna, þegar tekið hefur verið tillit annarra áhrifaþátta (svo sem starfs, starfshlutfalls, fjölda yfirvinnustunda, starfsaldurs og aldurs starfsfólks)
Stjórnendamat MMR:

Stjórnendamat er jafnan unnið með sama hætti og vinnustaðagreiningar og unnið samhliða vinnustaðagreiningum. Tilgangur stjórnendamatsins er að fá endurgjöf á störf stjórnenda í fyrirtækinu enda benda flestar rannsóknir til að góð stjórnun sé megin áhrifavaldur á virkni starfsmanna.

Kannanir á öryggismenningu:

MMR gerir kannanir á öryggismenningu meðal starfsmanna fyrirtækja. Markmið greininganna er kanna hvernig starfsfólk metur öryggishætti á vinnustaðnum og þannig draga fram þær aðgerðir sem geta orðið til þess að draga úr hættu á vinnustaðnum. Kannanir á öryggismenningu eiga sérstaklega við í fyrirtækjum og stofnunum þar sem störf fela í sér aukna hættu á líkamstjóni sé öryggisleiðbeiningum ekki fylgt (svo sem í matvælaiðnaði, orkuvinnslu og mannvirkjagerð).

MMR gerir reglulega viðhorfskannanir meðal almennings og stjórnenda í landinu. Kannanirnar fjalla um mjög fjölbreytt málefni svo sem lífskjör, stjórnmálaskoðanir, stöðu heimsmála, framtíðarhorfur og hversdagslega hluti eins og veðurfars og mataræðis.
Gögnin eru notuð af almenningi, fjölmiðlum, stefnumótendum og fyrirtækjum til að átta sig á þeim straumum og stefnum sem eru á döfinni hverju sinni. 

Meðal reglulegra viðhorfskannana MMR má nefna:

Fylgiskannanir:
MMR mælir reglulega stuðning við stjórnmálaflokka á Íslandi. Þá birtir MMR reglulega fylgisspár í aðdraganda sveitarstjórnakosninga, forsetakosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna.

Störf forsetans:

MMR hefur frá árinu 2011 gert reglulegar mælingar á ánægju almennings með störf forseta Íslands.

Innganga í Evrópusambandið:

Við mælum afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið amk. mánaðarlega allt árið um kring.

Traustkannanir:
MMR mælir reglulega traust almennings til helstu stjórnmálaleiðtoga og stofnana landsins.

Skoðaðu niðurstöður úr reglulegum viðhorfskönnunum MMR með því að nota hlekkina hér að neðan:

Djúpviðtalið byggir á einstaklingssamtölum sem fara fram samkvæmt umræðuramma eða í frjálsu flæði. Aðferðin hentar t.d. sérlega vel þegar umræðuefnið er af viðkvæmum toga, ef erfitt er að ná tilteknum hópi viðmælenda saman eða ef rannsóknarefnið krefst þess að greining eigi sér stað milli viðtala.

Rýnihópar eru frábær leið til að kortleggja nýjar aðstæður. Nálgun MMR á rýnihópinn byggir á þekkingu, sköpunarkrafti og hugvitssemi rannsóknarfólks í bland við áherslu á þróun og trausta aðferðafræði.

Af hverju rýnihópar?

Rýnihópar eru öflugt verkfæri til að greina og skýra þá merkingu sem neytendur
leggja í umhverfi sitt. Með rýnihópum má nálgast svör við aðkallandi spurningum
eins og hvaða breytingar eru að eiga sér stað í neytendahegðun eða hvaða nýju
þarfir eru að verða til.

Algengar spurningar sem svarað er í rýnihópum eru til dæmis:
• skilningur á orðaforða eða orðfæri viðskiptavina
• hvaðan er ímynd fyrirtækja og vörumerkja komin
• mati á viðbrögðum við nýjum auglýsinga- og/eða markaðsherferðum
• kortlagning á ástæðum fyrir kauphegðun
• greining á fyrirsjáanlegum og orðnum breytingum á hegðun og tísku

Hvernig eru niðurstöður rýnihópa unnar?
Niðurstöðum rýnihópanna er skilað í skýrslu þar sem leitast er við að setja niðurstöðurnar upp á myndrænan og aðgengilegan hátt. Þeim rannsóknarspurningum sem lágu til grundvallar rannsókninni er svarað og studdar með tilvitnun í orð þátttakenda. Einnig er gerð grein fyrir nýjum hugmyndum og nýrri sýn sem getur gagnast fyrirtækinu og þannig aukið gildi niðurstaðnanna.

 

Ítarefni um rýnihópa:

MMRFocus.pdf

EM: Eigindlegt + megindlegt

Megindlegar rannsóknaraðferðir eins og rýnihópar gegna fyrst og fremst því
hlutverki að kortleggja og skilja. Þannig nýtast þær vel til að kortleggja hvaða
skoðanir eru til en þær gefa ekki til kynna hvaða skoðanir eru algengastar.
Til að mæla það þarf að flétta niðurstöður eigindlegra rannsókna saman við
megindlegar aðferðir – svo sem spurningakannanir.
EM er heildstæð lausn MMR við samþættingu eigindlegara og meginlegra rannsóknaraðferða.
EM felur í sér samræmda gagnaöflun sem á endanum skilar sér í skilvirkari rannsókn og lægri kostnaði.

Eiginleikar og ávinningur

Með því að skipuleggja samþættingu rannsóknaraðferða strax í upphafi er lagður grundvöllur að markvissari rannsókn. Helsti ávinninurinn felst í því að gagnaöflun sem fer fram við skipulagningu umræðurannsóknar (s.s. rýnihóps) endur-nýtist þegar kemur að framhaldskönnun og að endanlegur spurningalisti er undirbúinn og forprófaður strax í umræðurannsókninni. Þannig minnkar tvíverknaður, framkvæmdatími styttist og kostnaður lækkar.

 

EmFLow