Hagkvæm svör við lykilspurningum!

Spurningavagn MMR er áreiðanleg aðferð við að gera rannsóknir meðal almennings en fyrir brot þess kostnaðar sem það myndi annars kosta að gera sértæka könnun. MMR leggur mikla áherslu á vandaða aðferðafræði við framkvæmd kannana, allt frá uppsetningu á spurningalista til afhendingar niðurstaðna. Spurningavagn MMR er að jafnaði framkvæmdur aðra hverja viku. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar MMR í síma 578 5600 eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Spurningavagninn er kjörið farartæki fyrir styttri kannanir og ekki síst þegar stuttur tími er til stefnu.

Viðskiptavinir okkar eru til dæmis:

 • Markaðsdeildir fyrirtækja
 • Opinberar stofnanir, ríki og sveitarfélög.
 • Almannatengslaskrifstofur
 • Góðgerðasamtök
 • Fjölmiðlar

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kannanir í spurningavagni fjalla til dæmis um:

 • Viðhorf fólks til ólíkra vörumerkja
 • Viðbrögð við auglýsingaherferðum
 • Áhuga neytenda á vöru og þjónustu
 • Stjórnmálaviðhorf
 • Stuðning og viðhorf til opinberra stefnumála og lagasetningar
 • Þátttöku í íþróttum og möguleika varðandi kostun á íþróttum
 • Fjölmiðlanotkun
 • Skýringar á kauphegðun
 • Mælingar á verðandi straumum og stefnum

Framkvæmd í stuttu máli*

Hver könnun samanstendur af +/- 900 svörum. Svarendur eru 18 ára og eldri, jafndreift eftir kyni, aldri og búsetu (og hafa aðgang að Internetinu*).
Við greiningu á svörum fylgja með krosskeyrslur eftir stöðluðum lýðfræðibreytum (kyn, aldur, búseta, starf, menntun og heimilistekjur). Mögulegt er að óska eftir öðrum bakgrunnsupplýsingum.
Skýrslugerð er hagað í samræmi við óskir viðskiptavina. Innifalið í grunnverði eru krosskeyrslur í töflum, brotnar eftir stöðluðum bakgrunnsbreytum ásamt einfaldri grafískri framsetningu. Niðurstöðum er skilað á rafrænu formi (PDF).

Óheimilt er að birta niðurstöður kannana opinberlega nema með skriflegu leyfi MMR. Ef niðurstöður eru birtar skal nafn þess sem greiðir fyrir viðkomandi könnun tekið fram ásamt því sem niðurstöður viðkomandi spurningar skulu gerðar opinberar í heild sinni, þar með talið þær forsendur sem svarendum eru gefnar áður en spurninginni er svarað. MMR áskilur sér jafnframt rétt til að gera ofangreindar upplýsingar opinberar við birtingu niðurstaðna af hálfu kaupanda. *Nánar um framkvæmd hér

Aðrir spurningavagnar

Stjórnendavagn MMR
Stjórnendakönnun MMR er framkvæmd ársfjórðungslega meðal ríflega 1000 stjórnenda íslenskra fyrirtækja sem valin hafa verið með tilviljunarúrtaki úr fyrirtækjaskrá.

Eftirfarandi greiningarbreytur fylgja með án aukakostnaðar: Greiningarbreytur fyrirtækja: Velta, fjöldi starfsmanna, fjöldi starfsmanna á skrifstofu, landssvæði, starfsgrein og starfssvið. Greiningarbreytur einstaklinga: Kyn, starf, aldur og tekjur.

Spurningavagnar á Erlendum mörkuðum
MMR býður spurningavagnaþjónustu í flestum löndum Evrópu, Norður Ameríku og víðar. Þannig geta viðskiptavinir okkar fengið niðurstöður fyrir tiltekin lönd, landssvæði eða heimshluta með skjótum og áreiðanlegum hætti.