Vinnustaðagreining er mikilvægt greiningartæki til að kanna hug starfsfólks til vinnustaðarins. Niðurstöðurnar gera stjórnendum kleift að beina úrbótum þar sem mestur árangur hlýst af.  Könnunin er jafnframt kjörinn vettvangur fyrir starfsmenn til þess að gefa nafnlaust álit sitt á starfsháttum og stjórnendum. Í vinnustaðagreiningum MMR er lögð mikil áhersla á virkni starfsmanna. Virkni segir til um þá ákefð og stollt sem starfsmenn finna fyrir í starfi sínu - hve ákafir þeir eru um starf sitt og hve stoltir þeir eru að segja öðrum frá hvar þeir vinna, trúa þeir á stefnu eða tilgang fyrirtækisins og finna þeir fyrir því að starfskraftur þeirra og hæfileikar séu vel nýttir.

Helstu kostir vinnustaðagreiningar MMR eru eftirfarandi:

 • Niðurstöður hjálpa fyrirtækinu að rækta hæfileika starfsmanna
 • Greina mismun á ánægju starfsmanna
 • Tækifæri fyrir starfsmenn til að tjá sig nafnlaust
 • Finna rætur vandamála innan fyrirtækisins
 • Tenging við rekstrarlega mælikvarða fyrirtækisins
 • Samanburður við önnur fyrirtæki á sömu mælikvörðum

Ísland í vinnunni er samheiti fyrir lausnir MMR á sviði vinnustaðagreininga og skiptist í tvennt:

 1. Könnun meðal starfsmanna fyrirtækis þíns (vinnustaðargreiningu).
 2. Gagnagrunnur með samanburðarupplýsingum fyrir vinnustaðagreiningar. 

Afhverju vinnustaðagreining?

Vinnustaðagreining MMR byggir á samræmdum spurningalista sem felur í sér nákvæma kortlagningu á því hvaða þættir í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum hafa áhrif á ánægju og hollustu starfsmanna við fyrirtækið.

Greining á upplýsingunum felur í sér útlistun á því hvaða atriði það eru í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum sem hafa áhrif á „virkni" starfsfólks. Virkni er mæld út frá trú fólks á starf sitt og sameiginlega framtíð sína með fyrirtækinu.

Gagnagrunnurinn „Ísland í vinnunni"

Gagnagrunnurinn „Ísland í vinnunni" geymir upplýsingar um viðhorf starfsmanna fyrirtækja og stofnana til innra og ytra starfsumhverfis síns. Gagnagrunnurinn er uppfærður jafnt og þétt yfir árið og byggir á heildstæðri könnun MMR meðal starfandi Íslendinga óháð stétt og starfsgrein.

Upplýsingarnar nýtast með margvíslegum hætti en eru fyrst og fremst ætlaðar til stuðnings og samanburðar við vinnustaðagreiningar í fyrirtækjum og stofnunum. Þar á meðal:

 • með því að draga ályktanir af mismunandi niðurstöðum fyrir ólíkar starfsgreinar og/eða starfsstéttir ,
 • með því að skoða tölfræðileg tengsl milli viðhorfs til starfsumhverfis annars vegar og starfsánægju og hollustu við vinnustað hins vegar,
 • með því að bera niðurstöður vinnustaðagreininga sem MMR vinnur fyrir einstök fyrirtæki saman við niðurstöður starfsfólks fyrirtækja í sömu starfsgrein

Gagnagrunnur Íslands í vinnunni telur ríflega 60 breytur sem skilgreina og hafa áhrif á árangur og líðan fólks í starfi. Skipta má upplýsingunum í 11 lykil þemu sem eru:

 • Starfsáhugi og starfsánægja
 • Skuldbinding og hollusta gagnvart vinnuveitanda
 • Aðbúnaður og starfsumhverfi á vinnustað
 • Frumkvæði starfsfólks
 • Samsömun starfsfólks við vinnustaðinn
 • Upplýsingagjöf fyrirtækis til starfsmanna
 • Jafnvægi vinnu og einkalífs
 • Stjórnun og stjórnunarhættir
 • Tilveran á vinnustað
 • Álag í starfi
 • Ímynd vinnustaðarins út á við

Greining á upplýsingunum felur í sér kortlagningu á því hvaða atriði það eru í starfsumhverfinu og á vinnustaðnum sem hafa áhrif á „virkni" allra Íslendinga í vinnunni. Virkni er mæld út frá trú fólks á starf sitt og sameiginlega framtíð sína með fyrirtækinu.

MMR Island i vinnunni quadrant

Hver er sérstaða Íslands í vinnunni?

 • Gagnagrunnurinn geymir upplýsingar um Íslendinga í vinnunni óháð starfsgrein (ekki stök fyrirtæki eingöngu)
 • Spurningarnar eru fullkomlega samræmdar milli starfsgreina (óháð fyrirtækjum)
 • Allar greiningarbreytur eru samræmdar sem auðveldar samanburðargreiningar

 

Aðrar starfsmannarannsóknir MMR

Launakannanir MMR:

Launagreining MMR felur í sér ítarlega úttekt á launum starfsfólks stofnana og fyrirtækja með það að markmiði að auðvelta ákvarðanatöku um almenn atriði í launastefnu sem og sértæk atriði svo sem kyndbundinn launamun. Greiningin byggir á rauntölum sem viðkomandi fyrirtæki og stofnanir láta MMR í té um laun starfsfólks.  Í greiningunni er lögð á hersla á að skoða:

 • Heildar- og dagvinnulaun starfsfólks eftir kyni, starfsheiti, starfshlutfalli, aldri og starfsaldri
 • Hvort munur sé á launum karla og kvenna hjá bænum
 • Kanna hvort tölfræðilegur marktækur munur sé á launum karla og kvenna, þegar tekið hefur verið tillit annarra áhrifaþátta (svo sem starfs, starfshlutfalls, fjölda yfirvinnustunda, starfsaldurs og aldurs starfsfólks)
Stjórnendamat MMR:

Stjórnendamat er jafnan unnið með sama hætti og vinnustaðagreiningar og unnið samhliða vinnustaðagreiningum. Tilgangur stjórnendamatsins er að fá endurgjöf á störf stjórnenda í fyrirtækinu enda benda flestar rannsóknir til að góð stjórnun sé megin áhrifavaldur á virkni starfsmanna.

Kannanir á öryggismenningu:

MMR gerir kannanir á öryggismenningu meðal starfsmanna fyrirtækja. Markmið greininganna er kanna hvernig starfsfólk metur öryggishætti á vinnustaðnum og þannig draga fram þær aðgerðir sem geta orðið til þess að draga úr hættu á vinnustaðnum. Kannanir á öryggismenningu eiga sérstaklega við í fyrirtækjum og stofnunum þar sem störf fela í sér aukna hættu á líkamstjóni sé öryggisleiðbeiningum ekki fylgt (svo sem í matvælaiðnaði, orkuvinnslu og mannvirkjagerð).