20210411 Alitsgjafar hlidartexti1000px

Álitsgjafar MMR er hópur fólks sem hefur samþykkt að fá sendar kannanir í tölvupósti sem þeir svara á Internetinu. Álitsgjöfum er einnig boðið að taka þátt í ýmiskonar öðrum rannsóknarverkefnum (s.s. umræðuhópum eða einstaklingsviðtölum) þar sem leitast er við að öðlast dýpri skilning á viðhorfum fólks til markaðs- og samfélagsmála. Með því að gerast Álitsgjafi MMR hefur fólk því bein áhrif á hvernig vörur og þjónusta þróast í framtíðinni.

Hér að neðan finnur þú svör við algengum spurningum sem við fáum frá Álitsgjöfum MMR vegna þátttöku þeirra í könnunum.
Við bendum líka á persónuverndarstefnu MMR sem finna má hér.

Spurningar og svör

Hvað felur það að vera Álitsgjafi í sér?
Sem Álitsgjafi færð þú af og til sendan tölvupóst eða SMS skeyti með boði um þátttöku í könnun um samfélags- og/eða markaðsmál. Tíðni kannana fer eftir þáttum svo sem aldri og kyni en yfirleitt ekki oftar en tvisvar í mánuði (og oftast færri). Viðhorf Álitsgjafa hafa bein áhrif á vöruframboð og þjónustu fyrirtækja og stofnana. Athugaðu að MMR reynir aldrei að selja neitt en Álitsgjafar eiga möguleika á happdrættisvinningi í hverjum mánuði sem þeir taka þátt.

Hverjir geta tekið þátt?
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá með tilliti til lýðfræðilegar samsetningar þjóðarinnar á hverjum tíma. Álitsgjafar eru því ekki sjálfvaldir heldur höfum við sérstaklega samband við fólk og bjóðum því þátttöku.

Hvernig haldið þið trúnaði við Álitsgjafa?
MMR starfar samkvæmt ströngum siðareglum ESOMAR (alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja). MMR lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Allar niðurstöður kannana eru settar fram með þeim hætti að tiltekin svör verða aldrei rakin til einstakra svarenda. Komi persónugreinanlegar upplýsingar fram við gagnaöflun eru þær jafnframt skildar frá gögnum að könnun lokinni.

Hvað geri ég ef ég fæ nýtt tölvupóstfang eða símanúmer?/Hvernig get ég haft samband við ykkur?
Ef þú vilt breyta upplýsingunum þínum eða fá svar við fyrirspurn þá er best að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Það er langt síðan ég fékk síðast senda könnun?
Eruð þið hætt að senda mér kannanir?
Þar sem ólíkar kannanir eiga erindi til ólíkra hópa þá er misjafnt hve oft kannanir eru sendar þátttakendum. Þú ættir þó að fá könnun senda á að minnsta kosti tveggja mánaða fresti. Ef það er ekki að gerast þá gæti verið að við séum með rangt póstfang og værum við þakklát ef þú gætir sent okkur póstfangið þitt aftur (sjá leiðbeiningar um sendingu á póstfangi hér að ofan). Að lokum gæti líka verið að þú hafir verið afskráð(ur) sjálfkrafa ef þú hefur ekki svarað boði um þátttöku í könnun í langan tíma.

Hvernig get ég hætt sem Álitsgjafi?
Í öllum skilaboðum sem þú færð frá okkur koma fram upplýsingar um hvernig þú getur haft samband við okkur til að afskrá þig eða koma öðrum upplýsingum á framfæri. Til að hætta sem Álitsgjafi getur þú sent póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hvernig vinninga er boðið upp á fyrir þátttöku í könnunum?
Í hvert sinn sem þú tekur þátt í könnun fer þáttakendanúmerið þitt í pott þar sem dregið er um allt að 50.000 kr. gjafakort einu sinni í mánuði. Vinningshafar fá sendan tölvupóst með tilkynningu um að þeir hafi unnið og vinningaskrá með þátttökunúmerum er jafnframt birt reglulega á vefsíðu MMR.

Af hverju er boðið upp á vinninga?
Megin ástæðan er sú að við viljum bjóða svarendum þakklætisvott en þó án þess að hafa óeðlileg áhrif á svörun fólks (með því að beinlínis greiða fyrir þátttöku). Með því að taka þátt í markaðs- og samfélagsrannsóknum eru svarendur aftur á móti að stuðla að bættu vöru- og þjónustuframboði og þannig má segja að allir hlutaðeigandi hagnist á endanum.

Af hverju birtið þið ekki nöfn vinningshafa á heimasíðunni?
Öllum þátttakendum í könnunum er heitið algerri nafnleynd um þátttöku sína. Það gildir jafnt um svör við einstökum spurningum sem og þátttöku í könnunum yfirleitt.

Hve oft fæ ég sendar kannanir og hve löng er hver könnun?
Fjöldi kannana er breytilegur en búast við allt að tveim könnunum í mánuði (en oftast færri). Lengd kannana er einnig breytileg en flestar kannanir eru á bilinu 4-10 mínútur.

Um hvað fjalla kannanirnar og fyrir hvern eru þær unnar?
MMR vinnur fyrir mjög ólíka aðila, bæði fyrirtæki og stofnanir. Efnistök geta því verið æði ólík, allt frá samfélags- til markaðsmála.

Slóðin sem ég fékk senda virkar ekki. Hvað á ég að gera?
Ef það virkar ekki að smella á slóðina þá hefur hún líklega skipst í tvær línur. Prófaðu að afrita og líma hana í vafrann þinn (copy/paste). Athugaðu að taka ekki með nein tákn sem gætu hafa orðið til milli lína í tölvupóstforritinu þínu (algengt er að tölvupóstforrit setji táknið ">" í upphafi hverrar nýrrar línu).

Verum í góðu sambandi

Til að tölvupóstur frá okkur lendi ekki í ruslinu hjá þér er snjallt að vista okkur sem tengilið í símanum eða póstforritinu þínu.
Mundu að opna og vista nafnspjaldið eftir að það hleðst niður eða velja Create New Contact+Done (iPhone).

Ef þú ert ekki að fá neinn póst frá okkur þá þurfum við að uppfæra póstfangið þitt.

Ef þú vilt ekki fá tölvupóst frá okkur þá er bara eitt að gera!