Enn fækkar þeim sem hyggjast borða hangikjöt á jóladag en vinsældir annars lambakjöts, grænmetisfæðis og nautakjöts halda áfram að aukast. Þetta kemur fram í jólakönnun MMR sem framkvæmd var dagana 10.-16. desember 2020.
Alls kváðust 65% landsmanna ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag en hlutfall þeirra hefur lækkað um 8 prósentustig frá upphafi mælinga. 8% kváðust ætla að gæða sér á hamborgarahrygg, 5% á lambakjöti öðru en hangikjöti, 5% á grænmetisfæði, 4% á nautakjöti, 3% á kalkún og 11% svarenda kváðust munu borða annað en ofantalið.