Alþingiskosningar

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka.*
Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2.
Spurt var: Styður þú ríkisstjórnina?

Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR (kannanir birtar fyrir 20. apríl 2013 byggja á aldurshópnum 18-67 ára).
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Dagsetningar í gröfum sýna þann dag sem gagnaöflun lauk hverju sinni.
Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

*Af hverju eru notaðar þrjár spurningar til að áætla fylgi stjórnmálaflokka?
Þessi aðferð, að spyrja þriggja spurninga, er nokkuð vel þekkt úr kosningarannsóknum. Sérstaklega þar sem einn flokkur/aðili hefur notið tryggðar kjósenda umfram aðra flokka yfir einhvern tíma (sem í tilfelli Alþingiskosninga á Íslandi hefur jafnan verið Sjálfstæðisflokkurinn).
Tilgangur þess að nota þrjár spurningar frekar en t.d. eina er þá fyrst og fremst að:
1) Að lækka hlutfall óráðinna
2) Að koma í veg fyrir að niðurstöður hygli flokkum/aðilum sem hafa stöðugra fylgi á kostnað þeirra sem hafa lausara fylgi.

Þetta virkar þá þannig:
1) Lagðar eru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka.
2) Allir eru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“.
3) Þeir sem svara „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 eru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“.
4) Ef aftur er svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá eru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“.
5) Þar sem flestir kjósendur Sjálfstæðisflokksins gefa jafnan upp afstöðu sína í spurningu 1 og 2 þá verður þriðja spurningin til þess að skilja á milli þeirra sem vita alls alls ekki hvað þeir ætla að kjósa og þeirra sem hyggjast velja á milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið er fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2.

Þannig að í stuttu máli þá gegnir þriðja spurningin því hlutverki að minnka líkur á því að fylgi flokka sem hafa stöðugt fylgi sé ofmetið á kostnað flokka sem njóta minni flokkshollustu.