fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Rétt tæplega helmingur landsmanna hyggst senda jólakort í ár en þeim fjölgar sem segjast ætla að senda rafræn kort. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem framkvæmd var dagana 5.-11. desember 2018. Kváðust um 26% landsmanna hyggjast senda jólakort til vina, ættingja og/eða vandamanna eingöngu með bréfpósti í ár, 19% kváðust einungis ætla að senda rafræn jólakort, 5% kváðust ætla að senda kort bæði rafrænt og með bréfpósti en heil 49% kváðust ekki ætla að senda nein jólakort í ár.

Þeim fækkaði því á milli ára sem kváðust ætla að senda jólakort fyrir hátíðarnar líkt og fyrri ár en um 51% sögðust ætla að senda kort þessi jólin, samanborið við 55% í fyrra og 67% árið 2015. Þeim sem kváðst ætla að senda jólakort eingöngu með bréfpósti fækkaði um 7 prósentustig á milli mælinga en þeim sem sögðust ætla að senda rafræn kort fjölgaði hins vegar um sem nemur 6 prósentustigum. Þá fækkaði þeim sem kváðust ætla að senda kort bæði rafrænt og bréfleiðis um 3 prósentustig frá mælingum síðasta árs.

|

MMR stóð nýlega fyrir vinsældakosningu íslensku jólasveinanna, fjórða árið í röð. Kertasníkir reyndist hlutskarpastur líkt og fyrri ár og heldur titlinum "Uppáhalds jólasveinn Íslendinga" með 29% tilnefninga. Stúfur situr sem fastast í öðru sætinu með 25% tilnefninga en vinsældaukning hans frá því í fyrra gekk að mestu til baka í ár. Hurðaskellir var svo í þriðja sæti með 13% tilnefninga en hann hefur hreiðrað um sig í því sæti síðan mælingar hófust.

|

Rúmlega þriðjungur Íslendinga er andvígur því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu en nær helmingur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15.-21. nóvember 2018. Alls sögðust 18% mjög andvígir úrsögn Breta úr ESB, 18% frekar andvígir, 9% frekar fylgjandi og 9% mjög fylgjandi. Þá kváðust 46% hvorki fylgjandi né andvíg.

|

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,1% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 5.-11. desember. Fylgi Sjálfstæðisflokksins jókst um eitt prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 21. nóvember. Samfylkingin mældist með 16,9% fylgi, sem er svipað fylgi og flokkurinn mældist með í síðustu könnun. Píratar bættu rúmlega þremur prósentustigum við fylgi sitt frá síðustu könnun og mældust með 14,4% fylgi. Þá bættu Vinstri græn rúmlega tveimur og hálfu prósentustigi við fylgi sitt og Framsóknarflokkurinn bætti við sig fimm prósentustigum frá síðustu mælingu. Fylgi Miðflokksins féll hins vegar um rúmlega sjö prósentustig frá síðustu mælingum.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 40,3% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 39,9% í síðustu mælingu.

|

Ólögleg notkun á farsímum undir stýri minnkar á milli ára en notkun á handfrjálsum búnaði eykst. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR á farsímanotkun landsmanna undir stýri sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember 2018. Alls sögðust 49% svarenda hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu 12 mánuðum, 34% fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar, 30% til að nota leiðsögukort (svo sem Google Maps), 16% til að skrifa eða lesa tölvupósta, sms eða annars konar skilaboð, 6% til að fara á internetið, 6% til að taka mynd og 1% til að spila tölvuleik. Þá kváðust 22% svarenda ekki hafa notað farsíma undir stýri á síðustu 12 mánuðum.

|

Hundaeign vex lítillega á milli ára en um fjórði hver Íslendingur býr á heimili með hundi. Almennt hefur dýrahald landans þó lítið breyst frá árinu 2015 en hundar og kettir eru enn sem áður vinsælustu gæludýr landsmanna. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 18.-22. október 2018. Alls sögðu 24% svarenda einn eða fleiri hunda vera á heimili sínu, 16% kváðu ketti til staðar og 7% sögðust halda annars konar gæludýr. Þá kváðu 60% engin gæludýr vera að finna á heimilum sínum.

|

Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 18.-22. október 2018. Alls sögðu 34% aðspurðra það vera mjög mikilvægt að landsmenn fái nýja stjórnarskrá, 18% kváðu það frekar mikilvægt, 19% hvorki mikilvægt né lítilvægt, 11% frekar lítilvægt og 18% mjög lítilvægt.

|

Fyrir marga er það ómissandi þáttur aðventunnar að vitja leiðis vina og ættingja sem fallnir eru frá. En hvernig viljum við sem lifum að gengið sé frá jarðneskum leifum okkar þegar þar að kemur? MMR kannaði málið og í ljós kom að flest kjósum við bálför eftir andlát. Alls sögðust 59% kjósa sér líkbrennslu eftir að hafa farið yfir móðuna miklu en 38% kváðust vilja greftrun. Þá kváðust 3% kjósa annars konar útför.

|

Tæp 71% landsmanna skoða næringarupplýsingar á pakkningum matvæla og flestir velta þá fyrir sér sykurinnihaldi. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem fram fór dagana 3. til 10. ágúst 2018. Kváðust 61% svarenda skoða upplýsingar um sykurinnihald, 34% kolvetni, 32% orku eða hitaeiningar, 27% fitu, 23% prótein, 17% salt og 17% mettaða fitu. Þá kváðust 10% svarenda skoða aðrar næringarupplýsingar en 29% sögðust ekki skoða neinar næringarupplýsingar á pakkningum matvæla.

|

Nærri þrír af hverjum fjórum (74%) telja aðstæður á vinnumarkaði vera með þeim hætti að réttlætanlegt sé fyrir ákveðnar stafsstéttir að beita verkfalli til að ýta á um bætt starfskjör og meirihluti (59%) er tilbúinn að taka þátt í verkfalli til að bæta starfskjör sín og/eða annarra. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 15.-21. nóvember 2018.

|

Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember 2018. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.

|

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 19,8% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði um eitt prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 22. október. Samfylkingin mældist með 16,6% fylgi, Miðflokkurinn með 12,1% fylgi og Vinstri græn með 11,5% fylgi, sem er svipað fylgi og flokkarnir þrír mældust með í síðustu könnun. Píratar töpuðu tæplega tveimur prósentustigum af fylgi sínu frá síðustu könnun og mældust með 11,3% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi en 37,9% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 43,2% í síðustu mælingu.

|

Ekki nema 31% landsmanna sögðust ánægðir með veðrið á Íslandi í sumar. Um umtalsverðan samdrátt á veðuránægju er að ræða á milli ára en 80% landsmanna sögðust ánægðir með veðrið sumarið áður. Á hinn bógin voru 88% sem kváðust ánægð með sumarfríið sitt sem er svipaður fjöldi og í fyrra (þegar 86% sögðust ánægð með sumarfríið sitt).

|

Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4% síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14% svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18% árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13%, samanborið við 10% árið áður. Þá kváðust nú 72% búa í eigin húsnæði en það er tæplega 2% aukning frá síðustu mælingu.

|

Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum sögðust hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem fram fór dagana 3. til 10. ágúst 2018. Samtals kváðust 21% svarenda vera andvíg banni á einnota plastpokum, það er 9% mjög andvíg og 12% frekar andvíg. Þá kváðust tæp 21% frekar hlynnt banni og tæp 41% mjög hlynnt eða 61% samtals. Loks kváðust 17% hvorki vera andvíg né fylgjandi banni á einnota plastpokum í verslunum.

|

Viðskiptavinir Fjarðarkaupa reyndust líklegri til að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi. Þetta eru niðurstöður nýlegrar könnunar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Þá hefur heldur dregið úr því að viðskiptavinir Costco mæli með fyrirtækinu.

|

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 20,8% landsmanna og er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 3.-9. október. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði um hálft prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 12. september. Samfylkingin mældist með 16,7% fylgi sem er rúmum þremur prósentustigum minna en í síðustu mælingu. Píratar mældust með 12,7% fylgi sem er hálfu prósentustigi minna en í síðustu mælingu. Þá bætti Miðflokkurinn rúmu prósentustigi við fylgi sitt frá síðustu mælingum.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer vaxandi en 47,5% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 41,1% í síðustu mælingu.

|

Þrátt fyrir að innleiðing á sjálfsafgreiðslukössunum geti mögulega haft í för með sér ýmsa kosti fyrir neytendur, svo sem auknum afgreiðsluhraða og lækkuðu vöruverði sökum minnkaðs launakostnaðar verslana (sem geta fækkað starfsfólki á hefðbundnum afgreiðslukössum), hafa verið skiptar skoðanir á ágæti hinna nýtilkomnu tækja.

|

Meirihluti landsmanna eða 63% bursta tennurnar tvisvar á dag. Þetta sýndu niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 25. júlí til 1. ágúst. Kváðust 25% bursta tennurnar daglega, 6% burstuðu þrisvar á dag og 1% fjórum sinnum eða oftar. Þá kváðust 3% bursta tennurnar sjaldnar en daglega og 1% burstaði aldrei tennurnar.

|

Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 3. ágúst til 10. ágúst. Þá kváðust 18% helst sækja fréttir í sjónvarp og 9% í útvarp. Athygli vekur að einungis 4% kváðust helst sækja fréttir í dagblöð en 9% sækja helst fréttir af samfélagsmiðlum.

|

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 21,3% landsmanna og er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7.-12. september. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkaði um tæplega eitt prósentustig frá síðustu mælingu sem lauk 10. ágúst. Samfylkingin mældist með 19,8% fylgi sem er aukning um rúm þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Píratar mældust nú með 13,2% fylgi sem er nær óbreytt frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 41,7% í síðustu mælingu.

|
Síða 5 af 25
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.