fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

imf- Enn færri treysta bankakerfinu
- Lögreglan nýtur afgerandi trausts

80,9% aðspurðra segjast bera mikið traust til Lögreglunnar, 69,7% segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, 64,2% segjast bera mikið traust til Ríkisútvarpsins og Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 54,0% svarenda.

|

- Fréttastofa RÚV nýtur áberandi trausts meðal almennings

Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts meðal svarenda, en 57,9% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins.

|

- Fylgi ríkisstjórnarflokkanna dalar
- Minna en helmingur segist styðja ríkisstjórnina

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 8% frá síðustu kosningum og mælist nú stærsti stjórnmálaflokkurinn á þingi, en 31,6% segjast myndu kjósa flokkinn væri gengið til kosninga í dag.

|

- Traust til Jóhönnu dalar á heildina litið
- Steingrímur og Jóhanna njóta áfram afgerandi trausts meðal stuðningsmanna eigin flokka.
- Um og yfir helmingur segist bera lítið traust til forsetans, formanns Framsóknarflokksins,
  formanns Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformanns Borgarahreyfingarinnar

steingrimur_sigfussonFlestir, eða 37,7%, sögðust bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem segist bera mikið traust til Steingríms hefur vart mælst meiri en nú (sjá meðfylgjandi mynd um þróun milli mælinga). Næst flestir, eða 36,0% sögðust bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

 

|

- Fréttastofa RÚV nýtur mests trausts meðal almennings

- Aðrir fjölmiðlar njóta mikils trausts meðal þriðjungs svarenda eða færri

Um 70% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru nærri tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (36,4%). Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts meðal svarenda, en 51,7% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins sem eru 17,4 prósentustigum fleiri en segjast bera mikið traust til Fréttablaðsins (34,3%).

|

- Vinstri grænir leiði rannsókn á tildrögum bankahrunsins.
- Flestir vilja að Sjálfstæðisflokkurinn leiði efnahags- og skattamál

MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða þrettán málaflokka sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást á við á næstu mánuðum.

|

- Fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur í stað milli mánaða

- Borgarahreyfing með 4,1% fylgi

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 29,8%. Þetta er lítil breyting frá síðustu könnun í mars 2009 þegar fylgi flokksins mældist 30,5%. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk mælist nú 28,8% og fylgi Vinstri grænna 25,9%. Fylgi framsóknarflokksins mælist nú 9% og hið nýja framboð Borgarahreyfingarinnar mælist með 4,1% fylgi. Aðrir flokkar mælast undir 2% fylgi. Tekið skal fram að meirihluti gagnaöflunar vegna könnunarinnar átti sér stað dagana 6-7 apríl (áður en fregnir bárust af styrkjamálum stjórnmálaflokkanna).

|

Í könnun MMR var spurt hvort fólk vildi heldur vilja sem formann Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eða Jón Baldvin Hannibalsson. Samtals voru 35,1% sem sögðust heldur vilja Ingibjörgu Sólrúnu en 19% sögðust heldur vilja Jón Baldvin. 45,9% sögðust vilja hvorugt þeirra.

|

- Fylgi Framsóknarflokks heldur áfram að dala

- Fylgi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks breytist lítið

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 30,5%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun í febrúar 2009 þegar fylgi flokksins mældist 24,1%. Fylgi Framsóknarflokksins dalar nokkuð og fer úr 14,9% í febrúar í 10% nú. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna breytist lítið, fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 29,3% og fylgi Vinstri grænna 22,7%.

Fjöldi þeirra sem sagðist myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast heldur áfram að minnka og stendur nú í 5,3%

|

Í könnun MMR þar sem spurt var um afstöðu fólks til fiskveiðiheimilda sögðust 61% svarenda vera hlynntir því að stjórnvöld afturkalli með einum eða öðrum hætti gildandi fiskveiðiheimildir og úthluti þeim að nýju með breyttum reglum. Aftur á móti voru 20,7% andvígir slíkum hugmyndum og 18,3% sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg hugmyndinni.

|

- Kreppan hefur haft mest áhrif á atvinnu karla og þeirra sem yngri eru

 Í könnun MMR þar sem spurt var um áhrif kreppunnar á atvinnu fólks kom í ljós að 5,8% segjast hafa misst atvinnuna vegna kreppunnar. Þetta er í takt við tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi þar sem fram kemur að atvinnuleysi mælist 6,6% í janúar síðastliðnum samanborið við 1,3% í september 2008.

|

- Fylgi Vinstri grænna dregst saman.
- Fylgi Framsóknarflokks dalar heldur.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,1%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun þegar fylgi flokksins mældist einungis 16,7%. Síðasta könnun var framkvæmd dagana 20-21 janúar þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og tveim dögum áður en tilkynnt var um slit ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Síðasta könnun sýnir því glöggt hve erfið staða Samfylkingarinnar í ríkisstjórnarsamstarfinu var orðin.

|

- Formaður Vinstri grænna sá sem flestir segjast bera mikið traust til.
- Fæstir segjast bera lítið traust til nýs formanns Framsóknarflokksins.

Flestir, eða 33,7%, segjast bera mikið traust til Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, en 23,2% segjast segist bera mikið traust til Sigmundar sem er réttum tveim prósentustigum færri en segjast bera lítið traust til hans. Vel yfir helmingur segist bera lítið traust til formanna Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Frjálslynda flokksins.

 

|

Einungis 14,4% svarenda telja að efna eigi til alþingiskosninga í lok kjörtímabilsins. Aftur á móti telja 30,8% svarenda að kjósa eigi innan þriggja mánaða og 30,3% að kosningar eigi að fara fram eftir 3-6 mánuði, Hins vegar telja 15,2% að kjósa eigi eftir 6-12 mánuði og 9,3% segja að réttast væri að efna til næstu alþingiskosninga árið 2010.

 

|

-Verulega dregur úr fylgi Samfylkingar.
-Vinstri grænir mælast enn stærsti flokkurinn.
-Samanlagt segjast 41% styðja ríkisstjórnarflokkanna.

Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist nú rétt yfir 17%. Þetta er veruleg breyting frá síðustu könnun þegar rétt um 5% sögðust kjósa Framsóknarflokkinn væri gengið til kosninga í nú.

 

|

Um 82% aðspurðra segjast bera mikið traust til Fréttastofu RÚV. Þetta er nokkur aukning frá könnun sama efnis í byrjun desember (5. des. 2008), þegar tæp 77% sögðust bera mikið traust til fréttastofunnar. Fréttastofa RÚV er þar með sá fjölmiðill sem nýtur áberandi mests trausts meðal svarenda í könnuninni. Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests traust meðal svarenda, en 64% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins sem er einu prósentustigi hærra en þegar síðast var mælt. Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mests trausts, en 64% segjast bera mikið traust til Mbl.is, sem er sami fjöldi og í síðustu könnun.

|

johanna_sigurdardottir
-Innan við helmingur segist bera mikið traust til forsetans.
-78% segjast bera lítið traust til seðlabankastjóra og fjármálaráðherra.
-Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar meðal þeirra sem njóta mests trausts.

Flestir, eða 64%,  segjast bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, þar á eftir kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem 44% segjast bera mikið traust til og þá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sem 40% segjast bera mikið traust til.

Jóhanna er jafnframt sá einstaklingur sem fæstir segjast bera lítið traust til en 14% aðspurðra sögðust bera lítið traust til hennar. 28% sögðust bera lítið traust til Ólafs Ragnars og 33% sögðust bera lítið traust til Þorgerðar Katrínar.

 

|

Gamalgróin vörumerki njóta meira trausts en löggjafar- og framkvæmdavaldið.
Mikill meirihluti ber lítið traust til Fjármálaeftirlitsins, bankakerfisins og Seðlabankans.

Um og yfir 76% aðspurðra segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, Fréttastofu Sjónvarps (RÚV) og Lögreglunnar. 
Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 64% svarenda.

|

Trú á að mótmæla- og borgarafundir endurspegli viðhorf þjóðarinnar áberandi meðal kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna.

Alls telja 55,4% svarenda að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar. Mikill munur mælist á afstöðu fólks til fundanna eftir stuðningi við stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina.

Af þeim sem segjast styðja ríkisstjórnina eru 18% sem telja að fundirnir endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Meðal þeirra sem eru andvígir ríkisstjórninni er þetta sama hlutfall aftur á móti  tæp 80%.

Horft til þess hvaða flokka fólk segist myndu kjósa ef gengið væri til kosninga í dag þá eru rétt um 10% þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem telja að fundirnir endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar. Á hinn bóginn eru tæp 57% Samfylkingarfólks og rúm 82% Vinstri grænna sem telja að mótmæla- og borgarafundir undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

 

|
Síða 26 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.