fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

johanna_sigurdardottir
-Innan við helmingur segist bera mikið traust til forsetans.
-78% segjast bera lítið traust til seðlabankastjóra og fjármálaráðherra.
-Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar meðal þeirra sem njóta mests trausts.

Flestir, eða 64%,  segjast bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, þar á eftir kemur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem 44% segjast bera mikið traust til og þá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sem 40% segjast bera mikið traust til.

Jóhanna er jafnframt sá einstaklingur sem fæstir segjast bera lítið traust til en 14% aðspurðra sögðust bera lítið traust til hennar. 28% sögðust bera lítið traust til Ólafs Ragnars og 33% sögðust bera lítið traust til Þorgerðar Katrínar.

 

|

Gamalgróin vörumerki njóta meira trausts en löggjafar- og framkvæmdavaldið.
Mikill meirihluti ber lítið traust til Fjármálaeftirlitsins, bankakerfisins og Seðlabankans.

Um og yfir 76% aðspurðra segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, Fréttastofu Sjónvarps (RÚV) og Lögreglunnar. 
Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 64% svarenda.

|

Trú á að mótmæla- og borgarafundir endurspegli viðhorf þjóðarinnar áberandi meðal kjósenda Samfylkingar og Vinstri grænna.

Alls telja 55,4% svarenda að boðskapur mótmæla- og borgarafunda undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar. Mikill munur mælist á afstöðu fólks til fundanna eftir stuðningi við stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina.

Af þeim sem segjast styðja ríkisstjórnina eru 18% sem telja að fundirnir endurspegli viðhorf þjóðarinnar. Meðal þeirra sem eru andvígir ríkisstjórninni er þetta sama hlutfall aftur á móti  tæp 80%.

Horft til þess hvaða flokka fólk segist myndu kjósa ef gengið væri til kosninga í dag þá eru rétt um 10% þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem telja að fundirnir endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar. Á hinn bóginn eru tæp 57% Samfylkingarfólks og rúm 82% Vinstri grænna sem telja að mótmæla- og borgarafundir undanfarinna vikna endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar.

 

|

ruv_logo Tæp 77% aðspurðra segjast bera mikið traust til Fréttastofu Sjónvarps (RÚV). Þetta er töluvert meiri fjöldi en kveðst treysta öðrum fjölmiðlum sem mældir voru. Þannig eru rétt undir helmingi sem segist bera mikið traust til Fréttastofu Stöðvar 2 (49%) og Fréttablaðsins (45%).

Morgunblaðið er það dagblað sem nýtur mest trausts meðal svarenda, en 63% þeirra segjast bera mikið traust til blaðsins..

Meðal netfréttamiðla nýtur Mbl.is mest trausts (64%). Þetta eru því sem næst tvöfalt fleiri en segjast treysta Visi.is (33%).

Fréttastofa Sjónvarps (RÚV) er sá fjölmiðill sem fæstir segjast bera lítið traust til eða 5,6%. Til samanburðar má nefna að 15% segjast bera lítið traust til Fréttastofu Stöðvar 2 og 70% segjast bera lítið traust til DV.

|

Tæp 8% aðspurðra segjast vilja kjósa aðra flokka en buðu fram í síðustu Alþingiskosningum. Þetta er hærra hlutfall en fylgi Frjálslynda flokksins var í síðustu kosningum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú tveim prósentustigum lægra en það mældist í október en fylgi Samfylkingar og Vinstri grænna helst næsta óbreytt. Fylgi Framsóknarflokksins fellur um nærri helming frá síðustu könnun og mælist nú 4,9%. Sé fylgi Framsóknarflokksins skoðað út frá búsetu kemur í ljós að flokkurinn mælist með 2,5% fylgi á höfuðborgarsvæðinu en 9,2% á landsbyggðinni. Fylgi Frjálslyndra mælist nærri óbreytt í 3% og fylgi Íslandshreyfingar 1,6%.

|
Síða 25 af 25
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.