fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Samtals 83,1% svarenda í könnun MMR segjast hafa notað farsíma undir stýri á síðastliðnum 12 mánuðum. Lang flestir, eða 71,0%, sögðust hafa notað farsíma eitthvað fyrir símtöl án handfrjáls búnaðar og  24,0% sögðust hafa notað farsíma eitthvað fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði. Þá voru 58,4% sem sögðust hafa notað farsíma undir stýri eingöngu án handfrjáls búnaðar og 11,4% sögðust hafa notað farsíma undir stýri en eingöngu með handfrjálsum búnaði .
|

MMR kannaði hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt lögum um bann við nektardansi sem taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 54,1% vera fylgjandi lögunum og 45,9% sögðust andvíg lögunum.

|

MMR kannaði hvort fólk væri fylgjandi eða andvígt því að íslensk stjórnvöld bæðu Íraka opinberlega afsökunar á því að hafa verið á „lista hinna viljugu þjóða“ og stutt þannig hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Af þeim sem tóku afstöðu svöruðu 69,7% játandi og 30,3% neitandi.

|

1003_02

Af þeim sem tóku afstöðu voru 76,3% sem sögðust frekar eða mjög fylgjandi styrkjum til íslensks landbúnaðar.Skipt eftir einstökum svörum voru 5,1% mjög andvíg, 18,6% sögðust frekar andvíg, 48,5% sögðust frekar fylgjandi og 27,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiddi styrki til íslensks landbúnaðar.

|

1003_00

MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að ríkið greiði listamannalaun. Af þeim sem tóku afstöðu voru 61,4% sem sögðust frekar eða mjög andvíg greiðslu á listamannalaunum.

Skipt eftir einstökum svörum voru 32,7% sem sögðust mjög andvíg. 28,7 sögðust frekar andvíg. 28,8% sögðust frekar fylgjandi og 9,8% sögðust mjög fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun.

|

Icelandic_flagMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það teldi að Íslendingum bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands (Icesave) í Bretlandi og Hollandi?

|

MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það vildi að ákvarðanataka vegna nýrra Icesave samninga yrði eingöngu í höndum Alþingis eða hvort það  vildi að slíkir samningar væru bornir aftur undir þjóðaratkvæði?.

|

flag_denmark Afstaða Dana ólík afstöðu Norðmanna og Svía.
MMR kannaði afstöðu almennings í Danmörku til kröfu Breta og Hollendinga á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave skuldbindinganna.

|

- en 71% karla undir þrítugu fylgjandi.spila
MMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi.

Af þeim sem tóku afstöðu voru 63,7% sem sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndinni. Skipt eftir einstökum svörum voru 39,5% sem sögðust mjög andvíg, 24,2% sögðust frekar andvíg, 20,6% sögðust frekar fylgjandi og 15,7% sögðust mjög fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á Íslandi.

 

|

flag_norwayHarðari afstaða til Íslands í Noregi en í Svíþjóð.
Af þeim voru 33% sem töldu rétt að Íslendingum yrði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.

|

FMS_logoFerðamálastofa hefur birt niðurstöður könnunar MMR fyrir um ferðalög Íslendinga á árinu 2009 og ferðaáform fyrir árið 2010.

Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að "Ferðaárið 2009 var með líflegasta móti hjá landsmönnum samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga innanlands.Í könnuninni, sem framkvæmd var í janúar síðstliðnum af MMR, kemur fram að níu Íslendingar af hverjum tíu hafi ferðast innanlands á árinu 2009 og er um að ræða nokkuð hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt.

|

- 42% segjast myndu staðfesta Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu

icesave

Ríflegur helmingur svarenda (55,7%) segjast styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýju Icesave lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta eru töluvert færri en sögðust því fylgjandi að forsetinn synjaði lögunum og vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum (skv. könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið). En þá voru 69,2% sem  töldu að forsetinn ætti að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

|

SkjaldamerkiIslands-þó einungis þriðjungur sem segist treysta dómskerfinu í heild

Tæpur helmingur svarenda (46,6%) segjast bera mikið traust til Hæstaréttar, 42,3% segjast bera mikið traust til dómsmálaráðuneytisins og 40,3% segjast bera mikið traust til héraðsdómstólanna. Á móti segist tæpur fjórðungur svarenda bera lítið traust til þessara stofnana. Þegar spurt var um dómskerfið í heild voru 36,5% sem kváðust bera mikið traust til þess sem er nánast sami fjöldi og segist bera lítið traust til dómskerfisins, eða 34%.

|

eva_jolyTveir þriðju hlutar svarenda (66,9%) segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Þetta eru 7,7 sinnum fleiri en segjast bera lítið traust til frú Joly (8,7%). Meirihluti svarenda (52,8%) kveðst einnig bera mikið traust til sérstaks saksóknara sem eru 3,5 sinnum fleiri en segjast bera lítið traust til hans (15,2%)

|

landhelg

Stór hluti svarenda, eða 77,6%, segjast bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þessi fjöldi skipar Landhelgisgæslunni á bekk með Lögreglunni á lista yfir þær stofnanir sem njóta mests trausts meðal Íslendinga (sbr. könnun MMR frá í september 2009 þá naut Lögreglan trausts meðal 80,9% svarenda).

|

imf- Enn færri treysta bankakerfinu
- Lögreglan nýtur afgerandi trausts

80,9% aðspurðra segjast bera mikið traust til Lögreglunnar, 69,7% segjast bera mikið traust til Háskóla Íslands, 64,2% segjast bera mikið traust til Ríkisútvarpsins og Háskólinn í Reykjavík nýtur trausts 54,0% svarenda.

|

- Fréttastofa RÚV nýtur áberandi trausts meðal almennings

Um 75% aðspurðra segjast bera mikið traust til fréttastofu RÚV. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en segjast bera mikið traust til fréttastofu Stöðvar 2 (37,2%). Morgunblaðið er enn sem fyrr það dagblað sem nýtur mests trausts meðal svarenda, en 57,9% þeirra segjast nú bera mikið traust til blaðsins.

|

- Fylgi ríkisstjórnarflokkanna dalar
- Minna en helmingur segist styðja ríkisstjórnina

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 8% frá síðustu kosningum og mælist nú stærsti stjórnmálaflokkurinn á þingi, en 31,6% segjast myndu kjósa flokkinn væri gengið til kosninga í dag.

|
Síða 23 af 25
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.