fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Rúmlega helmingur landsmanna segir að flugeldum verði skotið upp á sínum heimilum um þessi áramót. Litlar breytingar reyndust á sprengjuáformum landans en 55% svarenda kváðust ætla að skjóta upp flugeldum í ár og 57% sögðu flugeldum hafa verið skotið upp á sínum heimilum um síðustu áramót.

|

Þeim fækkar sem hyggjast borða hangikjöt á jóladag en vinsældir grænmetisfæðis og nautakjöts hafa ekki verið jafn háar síðan mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2010. Alls kváðust 68% landsmanna ætla að borða hangikjöt sem aðalrétt á jóladag en hlutfall þeirra hefur lækkað um 5 prósentustig frá upphafi mælinga. 8% kváðust ætla að gæða sér á hamborgarahrygg, 4% á lambakjöti öðru en hangikjöti, 4% á grænmetisfæði, 4% kalkún, 3% á nautakjöti og 9% svarenda kváðust munu borða annað en ofantalið.

|

Ekkert lát er á vinsældum gervitrjáa á meðal landsmanna en þeim fækkar sem setja upp lifandi jólatré. Nær fimmti hver landsmaður hyggst ekki ætla að setja upp jólatré í ár en fjöldi jólatrjáalausra hefur nær tvöfaldast frá því að mælingar MMR á jólahaldi landsmanna hófust árið 2010.

|

Lítið lát er á vinsældum skötunnar en rúmur þriðjungur landsmanna heldur á vit hennar í dag. Hefur hlutfall þeirra sem halda í skötuhefðina haldist um þetta bil frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011. Alls voru 37% sem sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessudag þetta árið, 2 prósentustigum fleiri en í fyrra.

|

Enn sem áður á hamborgarhryggurinn hug og hjörtu landsmanna á aðfangadag en þeim sem hyggjast borða grænmetisfæði fjölgar jafnt og þétt. Vinsældir hamborgarhryggsins hafa þó hægt og rólega dregist saman frá því að mælingar MMR á matarvenjum landans hófust fyrir áratug síðan.

Rétt tæplega helmingur svarenda kvaðst ætla að gæða sér á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld (46%) en lambakjöt (9%), rjúpur (9%) og kalkúnn (8%) fylgdu sem áður eftir í næstu þremur sætunum. Neysla nautakjöts hefur aukist yfir síðasta áratuginn og hyggjast nú 6% landsmanna gæða sér á nauti á aðfangadag, fjórum prósentustigum meira en árið 2010. Þá voru 4% sem sögðust ætla að að gæða sér á grænmetisfæði á aðfangadag og 17% sögðu annað en ofantalið verða á sínum matardisk á aðfangadag.

 

|

Í fyrsta skipti frá því mælingar MMR á jólakortasendingum landans hófust kemur það í ljós að fleiri sögðust ætla að senda rafræn jólakort en hugðust senda jólakort með bréfpósti. Um leið bentu niðurstöðurnar til þess að í fyrsta skipti muni minna en fjórðungur senda jólakort með bréfapósti og að undir helmingi landsmanna muni senda einhver jólakort yfir höfuð.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 20,0%, tæplega tveimur prósentustigum hærra en við mælingu MMR í nóvember. Mældist Samfylkingin með 14,4% fylgi, rúmu prósentustigi hærra en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 14,3% fylgi, tveimur og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Sósíalistaflokks Íslands um rúm 2 prósentustig og mældist nú 5,2% en fylgi Flokks fólksins minnkaði um rúmlega tvö prósentustig og mældist nú 4,0%.

|

Fimmta árið í röð reyndist Kertasníkir hlutskarpastur jólasveinanna þegar kemur að vinsældum en 29% landsmanna, 18 ára og eldri, tilnefndu Kertasníki sem sinn uppáhalds jólavein. Stúfur reyndist næstvinsælastur sem fyrr en saxaði aftur á móti verulega á forskot Kertasníkis og stökk úr 25% stuðningi í 28%. Þegar sagan er skoðuð þá sjáum við að stuðningur við Stúf hefur rokið svona upp áður og má sjá vísbendingar um að vinsældir hans fylgi svolítið þeirri poppmenningu sem er uppi hverju sinni.

|

Landsmenn eru almennt ánægðir með nútímalífið en nær fimmtungur minnist lífsins á níunda og tíunda áratug síðustu aldar sem gömlu góðu daganna. Skiptar skoðanir eru á því hvort að lífið í dag sé betra en á fyrsta áratug 21. aldarinnar en lífið fyrir 1950 heillar fáa. Þetta kemur fram í lífsgæðakönnun MMR.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 18,1%, þremur prósentustigum minna en við mælingu MMR í seinni hluta október. Fylgi Miðflokks mældist 16,8% og jókst um rúmlega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Þá minnkaði fylgi Samfylkingar um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 13,2% en fylgi Pírata jókst um tæplega tvö prósentustig og mældist nú 10,8%.

|

Rúmlega helmingur landsmanna telur mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili og rúmur þriðjungur kveðst óánægður með núgildandi stjórnarskrá. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 21. - 25. október 2019. Alls kváðust 18% telja það mjög lítilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá, 8% frekar lítilvægt, 21% bæði og, 20% frekar mikilvægt og 32% mjög mikilvægt.

|

Góða veðrið reyndist landsmönnum kærkomið í sumar eftir slælegt síðasta ár en nærri 9 af hverjum tíu (87%) tjáðu ánægju með veðrið í sumar, samanborið við einungis 31% í fyrra. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 9. - 16. september 2019. Alls kváðust 64% mjög ánægð með veðrið í sumar, 23% kváðust frekar ánægð, 7% frekar óánægð og 7% mjög óánægð.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 21,1%, rúmlega prósentustigi meira en við mælingu MMR í fyrri hluta október. Fylgi Samfylkingar mældist 15,3% og jókst um rúmt prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Flokks fólksins um rúm tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 8,0%.

|

Helmingur landsmanna segist hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en um þriðjungur hefur miklar áhyggjur. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 9. - 16. september 2019. Alls kváðust 22% hafa mjög miklar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakkans, 12% kváðust hafa frekar miklar áhyggjur, 16% bæði/og, 17% frekar litlar áhyggjur og 33% mjög litlar eða engar áhyggjur.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,8%, einu og hálfu prósentustigi meira en við mælingu MMR í september. Fylgi Miðflokksins mældist 14,8% og jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu mælingu. Þá minnkaði fylgi Pírata um rúmlega þrjú og hálft prósentustig og fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tvö og hálft prósentustig.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 18,3% og tæpu prósentustigi minna en við mælingu MMR í ágúst. Er það lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Fylgi Samfylkingar mældist 14,8% og minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu. Þá jókst fylgi Vinstri grænna, Pírata og Framsóknarflokksins um rúmt prósentustig hvert. Allar breytingar á fylgi frá síðustu mælingu reyndust innan vikmarka og var því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi flokka milli mælinga í ágúst og september.

|

Annað árið í röð trónir Fjarðarkaup toppi lista MMR yfir íslensk fyrirtæki sem Íslendingar mæla helst með. Athygli vekur að mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík, sem var mæld í fyrsta skipti í ár, skýst beint í fimmta sæti listans. Það sem meira er og vekur sérstaka athygli, er að 40% Íslendinga segjast nú nota vörur frá Örnu að staðaldri. Þessar og fleiri eru helstu niðurstöður nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 135 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja.

|

Árleg könnun MMR á meðmælavísitölu fyrirtækja lauk nýverið. Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni og gefur stjórnendum haldgóðar upplýsingar um þá viðskiptavild sem þeir eiga hjá neytendum. Könnunin hefur hefur aldrei verið stærri og náði í ár til 135 fyrirtækja sem hafa starfsemi á landinu og fjölgar um 50 frá fyrra ári.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,1% og er það óbreytt frá mælingu MMR í júlí. Fylgi Samfylkingar mældist 16,8% og jókst um rúm fjögur prósentustig frá síðustu mælingum. Þá minnkaði fylgi Pírata um um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist nú 11,3%.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,0% og minnkaði um rúm þrjú prósentustig frá mælingu MMR í júní. Fylgi Pírata mældist 14,9% og hélst nær óbreytt frá síðustu mælingum. Þá jókst fylgi Miðflokksins um um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og mældist nú 14,4%.

|

Þeim fækkar sem hyggja á ferðalög erlendis í sumarfríinu sínu í ár samanborið við fyrri ár en þeim sem áætla ferðalög innanlands fjölgar lítillega. Þetta er kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 7. til 14. júní 2019. Alls kváðust 38% landsmanna eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu, 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands, 40% kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan og 10% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumar.

|
Síða 3 af 26
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.