MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Ferataska_LouisVuittonMMR kannaði hvort fólk hefði hugsað um að flytja úr landi á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 39,9% hafa hugsað um að flytja til útlanda á síðastliðnum mánuðum, 26,5% höfðu hugsað um það vegna efnahagsástandsins og 13,3% vegna annarra ástæðna. Meirihlutinn hafði þó ekki hugsað um að flytja af landi brott eða 60,1%.

|

MMR_traustMMR kannaði traust til nokkurra helstu stofnana samfélagsins. Könnunin er nú gerð í sjötta skipti frá bankahruni. Yfir heildina litið eykst traust til allra þeirra stofnana sem mældar voru nema til stjórnarandstöðunnar, traust til hennar minnkar milli mælinga. Af þeim sem tóku afstöðu til spurninganna sögðust 13,6% bera traust til stjórnarandstöðunnar borið saman við 17,8% í október 2010. Á hinn bóginn fjölgaði í hópi þeirra sem sögðust treysta ríkisstjórninni eða 14,1% samanborið við 10,9% í október 2010.

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði traust fólks til nokkurra helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla á Íslandi (annarra en Lögreglunnar). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir eða 78,3% bera frekar eða mjög mikið traust til Landhelgisgæslunnar og helst það óbreytt frá fyrri mælingum. Fæstir sögðust treysta Landsdómi eða 16,4%.

|

GudmundurSteingrimssonMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort kæmi til greina að kjósa nýtt framboð Guðmundar Steingrímssonar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 33,5% að það kæmi til greina að kjósa nýtt f ramboð Guðmundar Steingrímssonar. Meirihlutinn eða 66,5% sagðist þó ekki myndu kjósa nýtt framboð.

|

domstollMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort taka ætti svonefnt Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur upp af dómstólum. Af þeim sem tóku afstöðu var mikill meirihluti eða 82,0% frekar eða mjög sammála því að Guðmundar- og Geirfinnsmálið yrði tekið upp aftur. Þar af voru 54,7% mjög sammála því og 27,3% frekar sammála því. Aftur á móti voru 18,0% frekar eða mjög ósammála því að málið væri tekið aftur upp af dómstólum og þar af voru 9,7% mjög ósammála og 8,3% frekar ósammála.

|

lsh_nyrspital_logoMMR kannaði afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 51,9% að þau væru staðsetningunni andvíg og 48,1% sögðu að þau væru henni hlynnt. Athygli vekur að fjöldi þeirra sem kvaðst mjög andvígur staðsetningu sjúkrahússins við Hringbraut var ríflega tvöfaldur fjöldi þeirra sem sagðist mjög hlynntur henni. Þannig voru 32,8% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust mjög andvíg staðsetningunni borið saman við 15,6% sem sögðust mjög hlynnt henni.

|

atkv_sedill_torn

MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvert hlutverk þjóðaratkvæðagreiðslu ætti að vera við afgreiðslu á frumvarpi Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að töluverður meirihluti eða 75,3% þeirra sem tók afstöðu vildu að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarpið. Af þeim sögðu 47,7% að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar ætti að ráða úrslitum um afgreiðslu frumvarpsins og 27,6% að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að vera leiðbeinandi fyrir Alþingi.

|

besti_logoMMR kannaði vilja fólks til að kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu Alþingiskosningum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 21,4% landsmanna að það kæmi til greina að þeir myndu kjósa Besta flokkinn ef hann byði fram í næstu Alþingiskosningum.

|

xdMMR kannaði hvort almenningur vildi heldur Bjarna Benediktsson eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem formann Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 58,6% heldur vilja Hönnu Birnu en 13,4% sögðust heldur vilja Bjarna og 27,9% vildu hvorugt þeirra.

|

stjornlagarad_fundurMMR kannaði hver afstaða almennings er til aðkomu Alþingis við afgreiðslu nýs frumvarps Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að rúmlega helmingur þeirra sem tók afstöðu vildi að Alþingi fjallaði ítarlega um frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár eða 57,4%.
|

stjornlagaradMMR kannaði hvort fólk hefði kynnt sér frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár. Í könnuninni kom fram að rúmlega helmingur þeirra sem tók afstöðu hafði ekkert kynnt sér frumvarp Stjórnlagaráðs til stjórnarskrár eða 53,1%.

|

rigningMMR kannaði ánægju fólks með lífið og tilveruna. Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 91,0% ánægð með nágranna sína, 90,2% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og  89,9% sögðust ánægð með vinnuna sína. Breytingarnar, frá fyrri könnun MMR  í ágúst 2010, eru því ekki miklar. Þá sögðust 92,9% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægðir með nágrannana sína, 91,9% voru ánægð með sumarfríið sitt og 91,2% voru ánægð með vinnuna sína.

|

kirkjanMMR kannaði afstöðu meðlima þjóðkirkjunnar til þess hvort þeir hefðu hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu hafði rúmlega þriðjungur eða 34,4% hugleitt að segja sig úr henni á síðastliðnum mánuðum en 65,6% sögðust ekki hafa hugsað um það.

|

Felag_Leikskolakennara_SmallMMR kannaði afstöðu landsmanna til boðaðra verkfallsaðgerða leikskólakennara. Í könnuninni kom fram að 93,1% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög fylgjandi því að hækka ætti laun leikskólakennara svo ekki komi til verkfalls þann 22. ágúst næstkomandi.

Greint eftir einstaka svarmöguleikum þá voru 67,4% sem sögðust mjög fylgjandi hækkun launa leikskólakennara svo afstýra mætti verkfalli, 25,7% sögðust frekar fylgjandi, 4,0% sögðust frekar andvíg og 2,9% kváðust mjög andvíg.

|

MMR kannaði afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Könnunin var endurtekning könnunar MMR frá í júlí 2010. Í könnuninni kom fram að 67,1% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Þetta er lítil breyting frá því fyrir ári síðan þegar 70,8% sögðust sömu skoðunar.

|

shengen_map_smallMMR kannaði afstöðu landsmanna til aukins landamæraeftirlits með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins. Af þeim sem tóku afstöðu voru um helmingur, eða 49,0%, sem sögðust mjög fylgjandi auknu landamæraeftirliti og 34,5% sögðust frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti. Að samanlögðu voru þannig 83,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sem sögðust annað hvort mjög eða frekar fylgjandi auknu landamæraeftirliti með ferðamönnum á leið til Íslands frá aðildarríkjum Schengen samstarfsins en 16,5% sögðust því andvíg.

|

rullettaMMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 69,3% sem sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndinni. Skipt eftir einstökum svörum voru 47,5% sem sögðust mjög andvíg, 21,8% sögðust frekar andvíg, 19,8% sögðust frekar fylgjandi og 10,9% sögðust mjög fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á Íslandi. Samkvæmt könnuninni fer því heldur fækkandi í hópi þeirra sem eru fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi en í könnun MMR frá í febrúar 2010 kom fram að 36,3% sögðust frekar eða mjög fylgjandi rekstri þeirra samanborið við 30,7% nú.

|

Icelandair_tailMMR kannaði hvort Íslendingar ætla að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Um helmingur landsmanna ætlar að ferðast innanlands í sumarfríinu en af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 51,9% ætla eingöngu að ferðast innanlands í sumarfríinu,  28,5% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu, 9,9% ætla eingöngu að ferðast utanlands og 9,7% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu.

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði hvort fólk væri almennt fylgjandi eða andvígt því að höfðað hafi verið sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde. Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu kváðust andvígir ákærunni gegn Geir eða  65,7%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 48,3% vera mjög andvígir, 17,3% frekar andvígir, 14,6% frekar fylgjandi og 19,7% sögðust mjög fylgjandi að höfðað hafi verið sakamál gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna refsiverðrar háttsemi hans í embættisfærslu sinni á árinu 2008.

|

MMR kannaði traust almennings til  Landlæknisembættisins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust  32,3% bera mikið traust til embættisins, 25,0% sögðust bera frekar mikið traust og 7,3% sögðust bera mjög mikið traust til til embættisins. Þá sögðust  41,1% af þeim sem tóku afstöðu hvorki bera mikið né lítið traust til embættisins, 17,2% sögðust bera frekar lítið traust og 9,5% sögðust bera mjög lítið traust til Landlæknisembættisins.

|
Síða 18 af 23

MMR rs krans
Stofnað 1. desember 2006

 

Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.