fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

SkjaldamerkiIslands

Í könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að ánægja með störf forsetans hefur aukist töluvert í kjölfar niðurstaða í Icesave málinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,6% ánægð með störf forsetans nú, borið saman við 49,0% í síðustu mælingu (framkvæmd á tímabilinu 15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu stögðust 19,6% vera óánægð með störf forsetans nú, borið saman við 25,4% í janúar.

|

althingiMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á meðal almennings á tímabilinu 31. janúar til 6 febrúar. Framsóknarflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi í kjölfar niðurstaða EFTA dómstólsins í Icesave málinu. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 19,5% að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrðið til kosninga í dag, borið saman við 14,8% á tímabilinu 15-20 janúar 2013. Björt framtíð hefur bætt verulega við sig fylgi á árinu 2013. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 17,8% að þau myndu kjósa Bjarta framtíð nú, borið saman við 11,5 í desember 2012.

|

althingiMMR kannaði viðhorf Íslendinga til þess að ríkið seldi eignarhlut sinn í Landsbankanum, Landsvirkjun og Ríkisútvarpinu. Meirihluti var andvíg(ur) því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í fyrirtækjunum þremur. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,6% fylgjandi því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í Landsbankanum nú, borið saman við 45,6% í janúar 2012. 22,8% sögðust fylgjandi því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í Ríkisútvarpinu nú, borið saman við 24,9% í janúar 2012. Aðeins voru 14,7% fylgjandi því að ríkið myndi selja eignarhlut sinn í Landsvirkjun nú, borið saman við 19,6% í fyrra.

|

 flugeldarMMR kannaði hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2012. Nokkuð minni ánægja ríkti með Skaupið 2012 borið saman við 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til Skaupsins 2012 sögðu 32,7% að þeim hefði þótt það gott, borið saman við 64,8% í fyrra. Þar að auki sögðu 47,4% að skaupið 2012 hefði verið slakt, borið saman við 17,2% í fyrra.

|

 skataMMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 40,5% ætla að borða skötu en meirihlutinn, 59,5% sagðist ekki ætla að borða skötu á Þorláksmessu. Niðurstöðurnar benda því til þess yfir 84.000 Íslendingar á aldrinum 18-67 ára (sem eru alls ríflega 207 þúsund) ætli að borða skötu á Þorláksmessu. Álykta má að skammtarnir verði þó nokkuð fleiri þar sem að fólk í öðrum aldurshópum borðar að sjálfsögðu einnig skötu.

|

hangikjot TBDMMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár var hangikjöt langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag og breytingar milli ára óverulegar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 70,3% ætla að borða hangikjöt á jóladag, 8,5% sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, 3,6% sögðust ætla að borða kalkún og 17,6% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

|

jolamatur2

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á aðfangadag á þessari jólahátíð. Nú sem endranær var hamborgarhryggur langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á aðfangadag og breytingar milli ára óverulegar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 52,1% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag, 11,3% sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 7,4% sögðust ætla að borða rjúpu, 7,2% kalkún, 5,0% svínakjöt annað en hamborgarhrygg og 17,0% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

|

GrenigreinMMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Af þeim sem tóku afstöðu sagðist mikill meirihluti eða 90,8% ætla að hafa jólatré í ár. Fólk virðist vanasamt þegar kemur að jólatrjám en óverulegar breytingar eru á hlutfalli þeirra sem segjast ætla að vera með jólatré á milli ára. Í ár sögðust 39,1% þeirra sem tóku afstöðu ætla vera með lifandi jólatré og 51,7% sögðust ætla vera með gervitré.

|

fjolmidlar

MMR kannaði traust almennings til helstu sjónvarps-, prent- og netfréttamiðla. Af þeim fréttamiðlum sem kannaðir voru báru svarendur mest traust til fréttastofu RÚV. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 75,3% bera mikið traust til Fréttastofu RÚV og 8,2% sögðust bera lítið traust til hennar.

|

atkv sedill torn

MMR kannaði ánægju fólks með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga sem fram fór 20. október 2012. Af þeim sem tóku afstöðu voru 43,0% frekar eða mjög ánægð með niðurstöðurnar, 29,9% voru frekar eða mjög óánægð og 27,1% voru hvorki ánægð né óánægð.

|

SamsungSIII

Íslendingar virðast hafa tekið svokölluðum snjallsímum opnum örmum samkvæmt könnun MMR á íslenskum farsímamarkaði í október 2012. Af þeim sem tóku afstöðu ti spurningar þess eðlis sögðust 54,0% eiga snjallsíma sem er fjölgun frá nóvember 2010 þegar 43,0% sögðust eiga snjallsíma.

|

Vedur sol

MMR kannaði ánægju fólks með lífið og tilveruna. Íslendingar virðast enn sem fyrr almennt ánægðir með sumarfríið sitt, vinnuna sína og nágranna. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 91,7% ánægð með nágranna sína, 92,9% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 90,3% sögðust ánægð með vinnuna sína. Breytingarnar, frá fyrri könnunum MMR í ágúst 2010, eru því ekki miklar.
Veðrið í sumar hefur þó vakið meiri lukku en veðrið í fyrra því 96,3% þeirra sem tóku afstöðu núna sögðust vera ánægðir með það borið saman við 62,0% fyrir ári síðan.

|

lsh nyrspital logo

MMR kannaði afstöðu fólks til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 70,1% að þau væru staðsetningunni andvíg og 29,9,1% sögðu að þau væru henni hlynnt. Niðurstöðurnar benda til aukinnar andstöðu við staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut frá því í september 2011. Til samanburðar sögðu 51,9% af þeim sem tóku afstöðu í september 2011 að þau væru staðsetningunni andvíg og 48,1% sögðu að þau væru henni hlynnt.

|

althingi

Í könnun MMR var spurt um afstöðu almennings til þess hvenær næst ætti að ganga til alþingiskosninga. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 59,3% að kjósa ætti í lok núverandi kjörtímabils. Hlutfall þeirra sem töldu þingið eiga að sitja út kjörtímabilið hefur hækkað frá því í október 2010 þegar 30,7% voru á þeirri skoðun. Í janúar 2009 (nokkrum dögum áður en tilkynnt var um síðustu alþingiskosningar) voru eingöngu 14,4% á þeirri skoðun að þingið ætti að sitja út kjörtímabilið.

|

kirkjanMMR kannaði afstöðu meðlima þjóðkirkjunnar til þess hvort þeir hefðu hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni á síðastliðnum mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu hafði fimmtungur eða 20,0% hugleitt að segja sig úr henni á en 80,0% sögðust ekki hafa hugsað um það. Af þeim sem tóku afstöðu í júlí 2011 hafði rúmlega þriðjungur þeirra sem voru í þjóðkirkjunni hugleitt að segja sig úr henni á síðastliðnum mánuðum en 65,6% sögðust ekki hafað hugsað um það.

|

althingi

MMR kannaði afstöðu landsmanna til nokkurra þátta sem varða ríkisstjórnina, stjórnaraðstöðuna og Alþingi í heild. Könnunin var endurtekning á árlegri könnun MMR sem áður hefur verið framkvæmd í júlí 2010 og júlí 2011. Í könnuninni kom fram að 66,7% þeirra sem tóku afstöðu sögðust frekar eða mjög sammála því að að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Viðhorf almennings hefur því lítið breyst frá fyrri könnunum þar sem 67,1% sögðust sömu skoðunar árið 2011 og 70,8% árið 2010.

|

MMR traust

Traust til Evrópusambandisins minnkar frá því í október 2011 og hefur ekki mælst lægra frá því að mælingar hófust í desember 2008. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 13,1% bera mikið traust til Evrópusambandsins nú borið saman við 18,6% í október 2011. Traust til Evrópusambandsins hefur minnkað frá því í desember 2008 þegar 25,8% sögðust bera mikið traust til þess.

|
Síða 18 af 24
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.