MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

rullettaMMR kannaði hversu fylgjandi eða andvígt fólk væri gagnvart því að leyfa rekstur spilavíta á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu voru 69,3% sem sögðust frekar eða mjög andvíg hugmyndinni. Skipt eftir einstökum svörum voru 47,5% sem sögðust mjög andvíg, 21,8% sögðust frekar andvíg, 19,8% sögðust frekar fylgjandi og 10,9% sögðust mjög fylgjandi því að rekstur spilavíta væri leyfður á Íslandi. Samkvæmt könnuninni fer því heldur fækkandi í hópi þeirra sem eru fylgjandi rekstri spilavíta á Íslandi en í könnun MMR frá í febrúar 2010 kom fram að 36,3% sögðust frekar eða mjög fylgjandi rekstri þeirra samanborið við 30,7% nú.

|

Icelandair_tailMMR kannaði hvort Íslendingar ætla að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Um helmingur landsmanna ætlar að ferðast innanlands í sumarfríinu en af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 51,9% ætla eingöngu að ferðast innanlands í sumarfríinu,  28,5% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu, 9,9% ætla eingöngu að ferðast utanlands og 9,7% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu.

|

SkjaldamerkiIslandsMMR kannaði hvort fólk væri almennt fylgjandi eða andvígt því að höfðað hafi verið sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde. Mikill meirihluti þeirra sem tók afstöðu kváðust andvígir ákærunni gegn Geir eða  65,7%. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 48,3% vera mjög andvígir, 17,3% frekar andvígir, 14,6% frekar fylgjandi og 19,7% sögðust mjög fylgjandi að höfðað hafi verið sakamál gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna refsiverðrar háttsemi hans í embættisfærslu sinni á árinu 2008.

|

MMR kannaði traust almennings til  Landlæknisembættisins. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust  32,3% bera mikið traust til embættisins, 25,0% sögðust bera frekar mikið traust og 7,3% sögðust bera mjög mikið traust til til embættisins. Þá sögðust  41,1% af þeim sem tóku afstöðu hvorki bera mikið né lítið traust til embættisins, 17,2% sögðust bera frekar lítið traust og 9,5% sögðust bera mjög lítið traust til Landlæknisembættisins.

|

SildÍ könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda kom í ljós að enn er mikill stuðningur við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. Samskonar könnun var framkvæmd  af MMR í febrúar á þessu ári og voru niðurstöður beggja kannana mjög áþekkar nema nú voru töluvert fleiri sem tóku afstöðu til spurninganna (sjá meðfylgjandi töflu).

|

asiMMR kannaði hvort landsmenn væru sáttir eða ósáttir við nýgerða kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63% vera sáttir og 37% ósáttir við nýgerða kjarasamninga, þar af voru 9,0% mjög sáttir og 13,4% mjög ósáttir.

Afstaða til kjarasamninganna var misjöfn eftir aldri og kyni. Af þeim sem tóku afstöðu voru 65,8% kvenna sem sögðust sáttar við kjarasamningana en 60,7% karla. Af þeim sem eru í aldurshópnum 18-29 ára og tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 64,4% vera sáttir við kjarasamningana borið saman við 59,5% í aldurshópnum 30-49 ára og 66,7% í aldurshópnum 50-67 ára.
|

Stjórnendakönnun MMR 2011 endurspeglar afstöðu stjórnenda íslenskra fyrirtækja til efnahagslífsins í heild, rekstrarumhverfis fyrirtækja almennt sem og þeirra eigin rekstur í nútíð og framtíð.

|

MMR kannaði hvort Íslendingar ætla að ferðast innanlands eða utan í páskafríinu. Svo virðist sem rúmur helmingur landsmanna ætli að halda sig heima yfir páskana en af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 57,7% ekki ætla að ferðast neitt. 33,5% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands eingöngu og 5,8% sögðust ætla að ferðast utanlands eingöngu . Þá voru 3,1% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í páskafríinu.

|

Enginn annar fjölmiðill sem spurt var um í könnun MMR um traust almennings til fjölmiðla nýtur viðlíka trausts og fréttastofa RÚV. Alls sögðust 71,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar bera mikið traust til fréttastofunnar og 7,0% sögðust bera lítið traust til hennar. Þrátt fyrir að dragi úr trausti til Morgunblaðsins heldur blaðið engu að síður stöðu sinni sem það dagblað sem flestir segjast bera mikið traust til. Núna sögðust 42,9% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar bera mikið traust til Morgunblaðsins samanborið við 46,4% í síðustu könnun MMR í apríl í fyrra.

|

Niðurstöður kannana MMR í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave þann 9. apríl síðastliðinn reyndust mjög nærri úrslitum kosninganna. Þannig voru niðurstöður beggja kannana MMR sem birtust í vikunni fyrir kosningarnar innan vikmarka frá niðurstöðum kosninganna. Kannanir MMR voru jafnframt þær fyrstu sem sýndu fram á meirihlutastuðning við "nei" atkvæði.

|

SkjaldamerkiIslandsÍ könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að  17,0% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar voru mjög ánægðir með störf hans og 33,0% aðspurðra voru frekar ánægðir. Tæplega þriðjungur aðspurða sögðust hvorki ánægðir né óánægðir með störf forsetans. 11,7% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust frekar óánægðir og 8,1% voru mjög óánægðir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

|

Cyclist

Í könnun MMR þar sem spurt var um breytingu á bifreiðanotkun í kjölfar hækkana á eldsneyti sögðust 28,2% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar hafa minnkað bifreiðanotkun sína mikið og 41,7% minnkað hana lítillega. 25% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu bifreiðanotkun sína ekkert hafa breyst og einungis 0,6% svarenda sögðust hafa aukið bifreiðanotkun sína. 4,5% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust ekki nota bifreið.

|

logreglanMMR kannaði hvort landsmenn væru hlynntir eða andvígir því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir. Forvirkar rannsóknarheimildir heimila lögreglu að safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um lögbrot. Meirihluti þeirra sem tók afstöðu, eða 58,4%, voru hlynnt því að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir og voru karlar (61,6%) hlynntari því en konur (54,8%).

|

OlafurRagnarGrimssonÍ könnun MMR á trausti almennings til forystufólks í stjórnmálum voru flestir, eða 41,7% þeirra sem tóku afstöðu, sem sögðust bera mikið traust til Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Traust til Ólafs Ragnars eykst mikið frá síðustu könnun, sem gerð var í maí 2010, en þá sögðust 26,7% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til hans (sjá meðfylgjandi PDF skjal um þróun milli mælinga).

|

JonGnarrMMR kannaði álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Í könnuninni voru svarendur beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við stjórnmálaleiðtogana eða ekki. Ef skoðuð eru svör þeirra sem tóku afstöðu má sjá að nokkur munur er á hvaða eiginleikum leiðtogarnir þykja gæddir.

|

SildÍ könnun MMR á afstöðu almennings til ráðstöfunar fiskveiðiheimilda kom í ljós nokkur stuðningur við hugmyndir sem halla í þá átt að ríkið afturkalli fiskveiðiheimildir, fari sjálft með eignarhald eða innheimti leigu fyrir afnotarétt sem endurspegli markaðsverðmæti kvótans. Þannig voru 69,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að þeir sem fengju úthlutað kvóta ættu að greiða leigu til ríkisins sem endurspeglar markaðsverðmæti kvótans, 66,6% sögðust því hlynnt að kvótinn ætti að vera í eigu ríkisins og 64,9% sögðu að stjórnvöld ættu að afturkalla gildandi kvóta og úthluta að nýju með breyttum reglum.

|

icesaveMMR kannaði viðhorf Íslendinga til ákvörðunar forseta Íslands um að hafna nýjustu Icesave lögunum samþykkis. Af þeim sem tóku afstöðu voru 60,7% sem sögðust styðja ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki nýjustu Icesave lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá voru 57,7% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust myndu kjósa með lögunum kæmu þau til atkvæðagreiðslu í dag, það er að samþykkja lögin.

|

HaestiretturMMR kannaði traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Af þeim stofnunum sem spurt var um nýtur Landhelgisgæslan (80,8%), Sérstakur saksóknari (59,8%) og Ríkislögreglustjóri (55,1%) mest traust meðal almennings. Helstu breytingarnar frá fyrri könnun eru þær að talsvert fleiri bera lítið traust til Hæstaréttar eða 34,7%, miðað við 29,1% í október 2010.

|

googleSkv. fjölmiðlakönnun MMR frá í janúar eru Google og mbl.is þau vefsetur sem flestir Íslendingar nota í viku hverri – en 87,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðust nota Google vikulega eða oftar og 86,5% sögðust nota mbl.is vikulega eða oftar. Þá mældist fjöldi vikulegra notenda[1] visir.is 80,3%, Facebook 76,3%, ja.is 67,5%, pressan.is 57,7% og YouTube 57,5%.

|

HTC_snjallsimiÍslendingar hafa tekið svokölluðum snjallsímum með opnum örmum á síðustu misserum en samkvæmt könnun sem MMR gerði á íslenskum farsímamarkaði í nóvember 2010 sögðust 43,0% svarenda eiga snjallsíma.

Af öllum sem tóku afstöðu voru 63% sem sögðust nota mest farsíma frá Nokia. Ef svarendahópnum er skipt eftir því hvort símtæki svarenda eru snjallsímar eða ekki kemur hins vegar í ljós verulegur munur á fjölda notenda með Nokia síma.

|

icesaveMMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort ákvarðanataka nýs Icesave samnings ætti að vera eingöngu í höndum Alþingis eða hvort bera ætti samninginn aftur undir þjóðaratkvæði. Af þeim sem tóku afstöðu voru 50,3% sem vildu að nýji samningurinn yrði sendur í þjóðaratkvæði en 49,8% sögðust vilja að hann yrði eingöngu afgreiddur af Alþingi. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar og voru í könnun MMR frá mars 2010 en þá vildu 49,5% nýjan Icesave samning í þjóðaratkvæði en 50,5% sögðust vilja samninginn afgreiddan eingöngu af Alþingi.

|
Síða 17 af 21

MMR rs krans
Stofnað 1. desember 2006

 

Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.