fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Íslendingar virðast vera frekar trúir á að til sé fólk með skyggni-eða miðilsgáfur. Í könnun MMR á dögunum var spurt hvort Íslendingar tryðu því að til væri fólk sem hefði skyggni- eða miðilsgáfur og hvort fólk hefði sótt miðilsfundi. Í ljós kom að rúmlega helmingur þeirra sem tóku afstöðu eða 53,7% sögðust trúa að til væri fólk með skyggni- eða miðilsgáfur og tæpur þriðjungur svarenda eða (31,9%) sögðust hafa farið á miðilsfund.

|

MMR hefur með reglulegu millibili kannað ánægju Íslendinga með störf forseta. Í könnun sem lauk 18. desember kom í ljós að milli mælinga hefur fækkað í hópi þeirra sem eru ánægð með störf forseta.

|

MMR kannaði hvað fólk ætlaði að borða í aðalrétt á jóladag. Líkt og fyrri ár lítur út fyrir að hangikjöt verði langvinsælasti aðalrétturinn á borðum landsmanna á jóladag.

|

MMR kannaði hvort fólk ætlaði að borða skötu á Þorláksmessu þetta árið. Svo virðist sem skötuunnendum fækki jafnt og þétt og skatan eigi hlutfallslega fáa aðdáendur meðal yngri kynskóðarinnar.

|

MMR kannaði hvort það yrði jólatré á heimilum fólks þessi jólin. Gervitré virðast viðhalda vinsældum sínum. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 54,9% ætla að vera með gervitré í ár sem er um 5 prósentustigum meira en var fyrir fimm árum síðan.

|

MMR kannaði nýlega hvernig og hvort Íslendingar sendi jólakort þetta árið. Í ljós kom að flestir eða tæplega helmingur (46,8%) þeirra sem tóku afstöðu sögðust ætla að senda jólakort með bréfpósti. Þeir sem senda bæði með bréfpósti og rafrænt voru 9,5% og aðeins fleiri eða 10,7% þeirra sem tóku afstöðu sögðust ætla að senda eingöngu rafræn jólakort. Það sögðust þriðjungur eða 33% sem ætla sér ekki að senda jólakort þetta árið og nýta tímann fyrir jól í mögulega eitthvað annað.

|

MMR kannaði vinsældir jólasveinanna þrettán á dögunum. Af þeim félögunum er Kertasníkir sá langvinsælasti, en hann var uppáhalds jólasveinn 35% þeirra sem eiga sér uppáhalds jólasvein. Næst vinsælastur er Stúfur sem er uppáhald 24% þeirra sem eiga sér uppáhalds jólasvein og þar á eftir fylgir Hurðaskellir, sem er í uppáhaldi hjá 11% þeirra sem eiga sér uppáhalds jólasvein.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 1. til 7. desember 2015. Píratar mælast nú með 35,5% fylgi og þar með stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi níunda mánuðinn í röð. Fylgi Framsóknarflokksins þokast heldur upp á við og mælist nú 12,9% (ath. í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranglega sagt að mælt fylgi Framsóknarflokksins væri marktæk aukning frá í október - sem hún er ekki).

|

MMR kannaði á dögunum traust til helstu stofnana landsins. Niðurstöður sýna að af þeim stofnunum sem mældar voru ber almenningur mest traust til lögreglunnar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Ríkisútvarpsins. Flestir sögðust bera frekar lítið eða mjög lítið traust til bankakerfisins, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar.

|

MMR kannaði á dögunum traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Niðurstöður sýndu að af þeim stofnunum sem skoðaðar voru ber almenningur mest traust til Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar. Traust til hæstaréttar, ríkissaksóknara og Landhelgisgæslunnar hefur aukist töluvert frá síðustu mælingu í nóvember 2014, en á sama tíma hefur traust til lögreglunnar dregist saman.

|

MMR kannaði nýlega í hvernig húsnæði fólk býr í á Íslandi og hvort þeir sem sögðust búa í leiguhúsnæði teldu sig hafa örugga leigu. Könnunin leiddi ljós að tæp 70% búa í eigin húsnæði og rúm 20% búa í leiguhúsnæði.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina á tímabilinu 26. október til 4. nóvember 2015. Píratar mælast nú með 35,3% fylgi sem er innan vikmarka frá síðustu tveimur könnunum (frá 16. október og 24. september 2015).

|

MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Flestir eru hlynntir því að Þjóðkirkjan reisi trúarbyggingar á Íslandi og þar á eftir Ásatrúarfélagið. Sé litið til eldri mælinga má sjá að afstaða Íslendinga hefur helst breyst gagnvart því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar.

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 8. til 16. október 2015. Píratar mælast nú með 34,2% fylgi sem er inann vikmarka frá síðustu tveimur könnunum (fá 3. og 24. september 2015).

|

MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga. Flestir sögðust andvígir því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum. Þeim sem sögðust vera mjög andvígir fækkar frá síðustu mælingu en þeir sem eru frekar andvígir fjölgar frá árinu 2014.

|

MMR kannaði á dögunum tíðni gráturs á meðal Íslendinga. Þegar skoðuð voru svör þeirra Íslendinga sem tóku afstöðu í þessari könnun leiddu þau gögn í ljós að íslenskar konur virðast gráta meira en íslenskir karlar. 

|

Þegar litið er til síðustu fimm ára virðast langflestir Íslendingar almennt séð vera ánægðir með nágranna sína, sumarfríið sitt og vinnuna sína. MMR kannaði ánægju fólks með nágranna, sumarfrí og vinnuna. Af þeim sem tóku afstöðu í ár sögðust 89,8% ánægð með nágranna sína, 87,7% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 90,5% sögðust ánægð með vinnuna sína.

|

Vedur solMMR kannaði á tímabilinu 31.ágúst til 3.september ánægju Íslendinga með veðrið í sumar. Veðrið í sumar virtist leika vel við þá sem nutu sumarsins á Suður-og Suðvesturhluta landsins.

|

kosningar-logoMMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 31. ágúst til 3. september 2015. Píratar mælast nú með 33,0% fylgi sem er tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun (sem lauk 30.7.2015).

|

1508 flottamenn 99MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til þess fjölda flóttamanna frá Sýrlandi sem Ísland ætti að taka á móti á næstu 12 mánuðum. Í heild voru 88,5% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðust vilja taka á móti einhverjum fjölda flóttamanna. Töluverður mismunur reyndist hins vegar á fjölda þeirra flóttamanna sem svarendur töldu að landið ætti að taka á móti.

|
Síða 14 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.