fbpx

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum.

 

Vinstri græn mælast með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka, eða 24,7%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lækkað um tæp 2 prósentustig frá síðustu könnun MMR sem lauk 4. september 2017 og mældist nú 23,5%. Fylgi Samfylkingarinnar (10,4%) hækkaði á milli mælinga og fylgi Pírata (10,0%) lækkaði milli mælinga. Athygli vekur að fyrirhugaður stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með stuðning 7,3% kjósenda og mælist þar með stærri en Viðreisn, Björt framtíð og Framsóknarflokkurinn - sem mælist með 3% lægra fylgi nú en var í upphafi mánaðarins.

|

Meirihluta Íslendinga, eða 56%, þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en þeir sem þykir málið lítilvægt (23,5%). Um fimmtungur svarenda sagðist vera á báðum áttum í afstöðu sinni til mikilvægis þess að að Ísland fengi nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

|

Heldur færri Íslendingar voru ánægðir með sumarveðrið í ár á Íslandi heldur en síðasta sumar, eða 70%. Eins sögðust 86% Íslendinga ánægðir með sumarfríið sitt í könnun MMR sem er ekki mikil breyting frá árinu áður.
Síðasta sumar mældist ánægjan með sumarveðrið 94% og þá sögðust 89% Íslendinga vera ánægðir með sumarrfríið sitt.

|

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tæp 5% fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk þann 21. júlí síðastliðinn en flokkurinn mælist þó enn með mest fylgi allra íslenskra flokka, eða 24,5%. Flokkur Vinstri grænna fylgdi þar á eftir með 20,5% fylgi og Píratar mældust með 13,5% fylgi.

|

Samhliða fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur MMR á undanförnum árum mælt viðhorf Íslendinga til þeirra gesta sem hingað sækja. Sé litið til síðustu þriggja ára kom í ljós að nokkuð hefur dregið úr jákvæðni. Þannig mátti sjá samkvæmt könnuninni sem lauk 21. júlí síðastliðinn, að 64,1% Íslendinga voru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum samanborið við 67,7% árið 2016 og 80,0% árið 2015.

|

Nú er verslunarmannahelgin framundan og ekki ólíklegt að einhver finni fyrir þynnku á næstu dögum. Sérhver sá sem hefur einhvern tímann þjáðst af timburmönnum eftir stíft sumbl þekkir hve illa dagurinn á eftir endist og þá skiptir miklu máli að þekkja réttu ráðin til að losna undan þynnkunni. MMR kannaði því hvaða ráð Íslendingar eru líklegastir til að nota til að draga úr og sefa eymdina.

|

Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 18. til 21. júlí 2017 er Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi íslenskra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 29,3% og er það tæplega eins prósentustiga aukning frá síðustu könnun sem lauk 21. júní 2017. Fylgi Vinstri grænna (20,4%) lækkaði milli mælinga en fylgi Pírata (13,3%) stóð í stað. Athygli vekur að fylgi Flokks fólksins jókst um 3,3 prósentustig milli mælinga og hefur aldrei mælst með jafn mikið fylgi, eða 6,1%.

|

Könnun MMR á því hvernig Íslendingar vilja hafa ristað brauðið sitt leiðir í ljós að yfirgnæfandi meirihluti vill fá brauðið sitt meðalristað. Svarendum voru sýndar myndir af sex mismunandi ristuðum brauðsneiðum þar sem númer gáfu til kynna samsvarandi stillingu á brauðrist og í kjölfarið boðið að velja það sem kæmist næst óskum þeirra um hið fullkomna ristabrauð.

|

Í nýlegri könnun MMR voru 47,9% svarenda sem kváðust andvígir eða mjög andvígir því að Íslandi gangi í Evrópusambandið. Á móti voru 29,0% svarenda sem sögðust hlynntir eða mjög hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

|

MMR kannaði nýlega hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Hlutfall þeirra sem ætluðu að ferðast eingöngu innalands í sumarfríinu mældist örlítið hærra en árið 2016 eða 37% samaborið við 36% árið 2016. Sömu sögu var að segja um hlutfall þeirra sem ætluðu að ferðast eingöngu utanlands í sumarfríinu en það var 15% samaborið við 14% árið 2016. Þeir Íslendingar sem ætluðu bæði að ferðast innlands sem og utan í sumarfríinu hækkaði upp í 39% samanborið við 35% árið 2016.

|

Nýleg könnun MMR skoðaði ánægju landsmanna með störf forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Ánægja landsmanna með störf Guðna mælist nú 81,1% og hefur minnkað aðeins frá því hún náði hámarki og mældist 85% í apríl og 83,9% í maí.

Óánægja landsmanna með störf Guðna Th. sem forseta Íslands hefur aftur á móti aukist frá síðustu mælingu. Þar kom í ljós að 5,1% sögðust óánægðir með störf forsetans samanborið við 2,8% í síðustu mælingu.

|

Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 6. til 14. júní 2017 mældist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi íslenskra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 24,9% en það er 0,7 prósentustiga breyting frá síðustu könnun sem lauk 16. maí 2017. Fylgi Vinstri grænna (20,6%) og Pírata (13,7%) lækkaði einnig eilítið frá síðustu mælingum.

|

Í nýrri könnun MMR kemur í ljós að 43% Íslendinga 18 ára og eldri hafa farið í Costco og að önnur 49% hafi ekki farið en ætli að heimsækja verslunina við tækifæri. Tæp 8% svarenda sögðust ekki ætla fara í verslunina. Í könnuninni kom í ljós að yngri svarendur og þeir sem bjuggu á tekjuhærri heimilum voru töluvert líklegri en aðrir til að hafa heimsótt Costco en aðrir.

|

Yfir helmingur Íslendinga hefur áskrift af Netflix á heimili sínu. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem framkvæmd var dagana 11.-16. maí 2017. Þetta er aukning um 25,6 prósentustig frá því að könnunin var síðast framkvæmd í janúar 2016 en þá sögðu 33,2% að þau eða einhver á heimilinu væri með áskrift að Netflix. Sögðu nú 2,7% að áskrift að Netflix yrði keypt á næstu 6 mánuðum, samanborið við 7,5% í síðustu könnun.

|

Íslendingum finnst almennt séð að lífið sé sanngjarnt. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem var framkvæmd 11.-16. maí 2017. Rúm 72% þátttakenda í könnuninni kváðu lífið vera sanngjarnt en tæp 28% kváðu það vera ósanngjarnt. Samtals tóku 79,2% þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.  

|

Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 11-16. maí 2017 mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi íslenskra flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 25,6% en það er 0,4 prósentustiga fylgishækkun frá síðustu könnun sem lauk 26.apríl 2017. Vinstri grænir mældust með næst mest fylgi eða 21,4% en það er 2 prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu þar sem fylgið mældist 23,4%. Fylgi Pírata mældist 14,1% og er það hækkun um 1,3 prósentustig frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina hélst í stað milli mælinga og mældist nú 31,4%.

|

Íslendingar eru heldur neikvæðir gagnvart hugmyndinni um innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á Íslandi. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem var framkvæmd 11.-26. apríl 2017. Rúm 39% þátttakenda í könnuninni kváðust mjög andvíg innheimtu veggjalda. Aðeins tæp 7% kváðust mjög fylgjandi innheimtu veggjalda. Á heildina sögðust tæp 56% andvíg veggjöldum en rúm 25% fylgjandi.  

|

Íslendingar eru gífurlega ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem fram fór dagana 11.-26. apríl 2017. Niðurstöður kannanarinnar sýndu að 85% landsmanna eru ánægðir með störf Guðna. Þetta er enn eitt ánægjumetið sem fellur í tíð Guðna.

|

Stór hluti Íslendinga kveðst hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun. Þetta sýnir nýleg könnun MMR sem fór fram dagana 11.-26. apríl 2017. Rúm 60% landsmanna kváðust frekar eða mjög fylgjandi lögum um jafnlaunavottun en 20,8% kváðust frekar eða mjög andvíg. Þá kváðust 19,2% hvorki vera fylgjandi né andvíg.  

|

Samkvæmt könnun MMR sem fram fór dagana 11-26. apríl 2017 mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi íslenskra flokka. Litlar breytingar urðu milli mælinga á fylgi stærstu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist nú 25,2% en það er 0,2 prósentustiga lækkun frá síðustu könnun sem lauk 13. mars 2017. Vinstri grænir mældust með næst mest fylgi eða 23,4% og er það eilítið lægra fylgi en í síðustu könnun þegar fylgið mældist 23,5%. Fylgi Pírata mældist nú 12,8% og er það lækkun um tæplega eitt prósentustig frá síðustu mælingu.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Alls kváðust 31,4% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 34,5% í síðustu könnun.

|
Síða 10 af 27
Almennt um birtar niðurstöður kannana MMR
MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum sem unnar hafa verið meðal almennings um málefni líðandi stundar. Kannanirnar eru jafnan unnar sem hluti af spurningavagni MMR og efnistök valin af starfsfólki MMR út frá þeim fréttum sem eru áberandi í umfjöllun þegar viðkomandi könnunin hefst. MMR birtir ekki fréttatilkynningar úr könnunum sem eru unnar fyrir aðra eða fjármagnaðar af öðrum. Kannanir MMR eru unnar samkvæmt siðareglum ESOMAR.
 
Notkun á efni heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er skýrt getið í heimildum um uppruna gagnanna.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.
MMR er skrásett vörumerki Markaðs og miðlarannsókna ehf.