Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%. Vinstri græn fylgja strax á eftir með 19,1% fylgi. Gagnaöflun stóð yfir dagana 17. til 18. október 2017.
Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna heldur áfram að minnka en Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 21,1% fylgi og Vinstri græn með 21,8% fylgi í síðustu mælingu MMR þann 11. október 2017.