NPS Orðspor

|

Fjórða árið í röð reyndist Fjarðarkaup efst fyrirtækja í Meðmælakönnun MMR sem það íslenska fyrirtæki sem Íslendingar vilja helst mæla með. Líkamsræktarstöðin Hreyfing fylgdi fast á hæla þess í öðru sætinu en nokkuð reyndist um ný nöfn á lista efstu íslensku fyrirtækjanna og skipuðu nýliðar Dropp, Dineout, Tokyo Sushi og Hopp sér öll sæti á lista þeirra tíu efstu í ár. Þetta er á meðal niðurstaðna Meðmælakönnunar MMR 2021, nýjustu mælingar MMR á meðmælavísitölu 137 þjónustu- og framleiðslufyrirtækja.

Meðmælavísitalan byggir á Net Promoter Score aðferðafræðinni en meðmælavísitalan byggir, líkt og nafnið bendir til, á mælingum á því hversu líklegir einstaklingar eru til að mæla með (eða hallmæla) fyrirtækjum sem þau hafa átt viðskipti við. Niðurstöður mælinganna gefa því góða tilfinningu fyrir stöðu fyrirtækja á íslenskum markaði enda hafa rannsóknir sýnt að meðmæli eru stór áhrifaþáttur í ákvörðunartöku neytenda um hvort stofna eigi til viðskiptasambands við fyrirtæki*.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fjöldi nýliða á meðal tíu efstu
Líkt og áður sagði situr Fjarðarkaup enn í efsta sæti á lista íslenskra fyrirtækja í Meðmælakönnun MMR en verslunin ástsæla hefur skipað sér sæti á meðal tíu efstu fyrirtækja í meðmælavísitölunni á hverju ári frá upphafi mælinga árið 2014 og setið í því efsta síðastliðin fjögur ár. Aðeins hefur þó dregið úr forskoti fyrirtækisins á keppinauta sína og mátti litlu muna til að líkamsræktarstöðin Hreyfing næði forystusætinu þetta árið.

Þriðja til fimmta sætið verma þrjú fyrirtæki sem öll eru á sínu þriðju árum í mælingum en bensínstöð Costco, Storytel og Arna hafa yfir þann tíma fest stöðu sína rækilega á meðal tíu efstu fyrirtækja landsins. Hið sama er að segja um Toyota, sem skipar 6. sæti listans þetta árið og hefur líkt og Fjarðarkaup mælst meðal þeirra tíu efstu frá því að mælingar MMR á meðmælavísitölunni hófust. Síðustu fjögur sæti topplistans skipa svo fyrirtæki sem öll þreyta frumraun sína í Meðmælakönnun MMR en óhætt er að segja að árangur Dropp, Dineout, Tokyo Sushi og Hopp sé sérlega glæsilegur.

2021 NPS 1

Áhrifa Covid faraldurs gætir meðal hástökkvara
Okkur hjá MMR þykir alltaf ánægjulegt að rýna í lista hástökkvara í Meðmælakönnuninni en hann sýnir þau fyrirtæki sem hafa hækkað meðmælavísitölu sína hvað mest á milli ára. Þetta árið eru líkamsræktarstöðvarnar Reebok Fitness og World Class þar efstar á blaði og má ætla að velgengni stöðvanna fylgi ekki síst þeim auknu tilslökunum á samkomutakmörkum sem hafa átt sér stað í ár, eftir miklar hömlur á æfingar landsmanna í gegn um Covid faraldurinn. Aukin jákvæðni landsmanna gagnvart heilsu og lífstílstengdum vörum og þjónustu einskorðast ekki einungis við líkamsræktarstöðvarnar, þar sem að lyfjaverslanir Lyf og heilsu og Lyfju taka báðar heilbrigð stökk upp á við frá mælingu síðasta árs, ásamt heilsu- og lífstílsverslun Eirbergs.

2021 NPS 2

Ef litið er til atvinnugreina í heild má sjá að áskriftarþjónusta var sú atvinnugrein sem mældist að meðaltali efst hjá landsmönnum í meðmælavísitölu, fjórða árið í röð en líkt og fyrr sagði leiddi Storytel atvinnugreinina og mældist í fjórða sæti á lista allra íslenskra fyrirtækja þetta árið. Líkamsræktarstöðvarnar tóku einnig flugið úr 13. sæti könnunar síðasta árs í annað sætið að þessu sinni, ekki síst fyrir tilstilli velgengni Hreyfingar og hástökkvarana Reebok Fitness og World Class. Atvinnugreinar matvöruverslana og annarrar verslunar viku hvor um sig um eitt sæti frá mælingu síðasta árs og sitja nú í þriðja og fjórða sæti en atvinnugrein bifreiðaumboða vermir fimmta sætið.

2021 NPS 3


Hvað er NPS?
Net Promoter Score (NPS) er mælikvarði á tryggð viðskiptavina við fyrirtæki og byggir á því að flokka viðskiptavini í þrjá flokka: 
Hvetjendur (Promoters), Hlutlausa (Neutral) og Letjendur (Detractors).

Viðskiptavinum er skipt í þessa þrjá hópa eftir því hvernig þeir svara spurningunni:
Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú mælir með [fyrirtæki] við vini eða ættingja?

Spurningunni er svarað á kvarðanum 0 (mjög ólíklegt) til 10 (mjög líklegt) og er viðskiptavinum skipt í flokka eins og sýnt er hér að neðan.

NPS

 

Hefur þú áhuga á að vita meira?
Niðurstöður rannsóknarinnar liggja nú fyrir og eru fáanlegar á skýrsluformi fyrir eftirfarandi atvinnugreinar:

 • Áskriftarþjónusta
 • Bankar
 • Bifreiðaskoðun
 • Bifreiðaumboð
 • Byggingavöruverslanir
 • Fjarskiptafyrirtæki
 • Fjármögnunarfyrirtæki
 • Flugfélög
 • Framleiðslufyrirtæki
 • Lánastofnanir
 • Líkamsræktarstöðvar
 • Lyfjaverslanir
 • Matvöruverslanir
 • Olíufélög
 • Rafveitur
 • Samgönguþjónusta
 • Sendingarþjónusta
 • Sorphirða og endurvinnsla
 • Tryggingafélög
 • Vefþjónusta
 • Veitingastaðir
 • Verslunarmiðstöðvar
 • Önnur verslun
 • Öryggisfyrirtæki

Hver skýrsla hefur meðal annars að geyma tölulegar upplýsingar um frammistöðu stakra fyrirtækja (greint eftir bakgrunnshópum), samanburð við markaðinn í heild og samanburð við fyrirtæki innan sömu atvinnugreinar.
Upplýsingar um verð og afgreiðslu eru veittar á skrifstofu MMR (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðrar rannsóknir tengdar meðmælavísitölu (NPS):
MMR 2020: Hringdu hástökkvari ársins í meðmælavísitölu MMR
MMR 2019: Arna mjólkurvinnsla slær í gegn og Fjarðarkaup á toppnum
MMR 2019: Fjölgar um 50 fyrirtæki í meðmælavísitölu MMR (NPS)
MMR 2018: Fjarðarkaup efst í meðmælavísitölu MMR
MMR 2018: Meðmælavísitala íslenskra fyrirtækja lækkar á milli ára
MMR 2016: Meðmælavísitala (NPS) íslenskra fyrirtækja lág en hækkar á milli ára
MMR 2015: Meðmælakönnun MMR 2015
MMR 2014: Meðmælakönnun MMR 2014
MMR 2010: Traust neytenda til upplýsinga um vörur og þjónustu

*Dixon, M., Freeman, K., & Toman, N. (2010). Stop Trying to Delight Your Customers. Harvard Business Review, 88(7/8), 116-122.
**Reichheld, Fred (2006). The Ultimate Question: Driving Good Profits and True GrowthBoston, Harvard Business School Press.

Net Promoter, NPS og Net Promoter Score eru skrásett vörumerki Satmetrix Systems, Inc., Bain and Company, inc., og Fred Reichheld.

Hér má finna upplýsingar um þjónustukannanir MMR

Upplýsingar um framkvæmd
Meðmælavísitalan var reiknuð fyrir einstaklinga sem voru í reglulegum viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Spurt var: „Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú mælir með þjónustu [fyrirtækis/stofnunar/sveitarfélags] við vini eða kunningja?“. Viðskiptavinir svöruðu á kvarðanum 0 (mjög ólíklegt) til 10 (mjög líklegt) og voru flokkaðir í hvetjendur (þeir sem svöruðu 9 og 10), hlutlausa (þeir sem svöruðu 7 og 8) og letjendur (þeir sem svöruðu 0 til 6). Meðmælavísitalan var reiknuð með því að draga hlutfall letjenda frá hlutfalli hvetjenda. Meðmælavísitala gat því verið á bilinu -100% til 100%.

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Safnað var á bilinu 457 til 18.229 NPS svörum í hverri atvinnugrein (fjöldi svara breytilegur milli atvinnugreina).
Gagnaöflun vegna verkefnisins fór fram í júlí 2021.