Alþingiskosningar Kosningauppgjör

|

MMR birtir reglulega niðurstöður úr könnunum á fylgi flokkanna sem buðu fram fyrir nýliðnar Alþingiskosningar og lauk hinni síðustu fimmtudaginn 23. september 2021. Í heild munaði að meðaltali 1,6 prósentustigum á atkvæðahlutfalli flokkanna í könnuninni og kosningunum. Munurinn reyndist eitt prósentustig eða minna hjá 4 aðilum af 10 sem buðu fram (þ.e. Framsóknarflokki, Miðflokknum, Sósíalistum og öðrum). Mestur var munurinn á fylgi Viðreisnar þar sem skeikaði 3,7 prósentustigum. Í tilfelli annarra flokka, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna ,Samfylkingar, Flokks fólksins og Pírata, reyndist munurinn á bilinu 1,2-2,9 prósentustig.

Meðfylgjandi er uppgjör sem sýnir þær breytingar sem urðu milli síðust könnunar MMR fyrir kosningar og þar til úrslit kosninganna lágu fyrir. Nánari fylgisgreiningu í aðdraganda kosninganna má finna hér.

Fylgi

 Fylgni milli síðustu könnunar MMR fyrir kosningar og raunfylgis flokkanna reyndist r=0,95 (r2=0,91 sem þýðir að skýra mætti 91% af endanlegri dreifingu atkvæða milli flokka út frá dreifingu atkvæða skv. könnun MMR).

2109 Uppgjor 3

Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og síðustu könnunar MMR á PDF formi:
pdf2109_MMR_Althingiskosningar_2021_uppgjor.pdf

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR Svarfjöldi: 1229 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 22. til 23. september 2021
Sjá um könnunina hér