Stjórnmál Alþingiskosningar

|

Yfir undanfarna daga hefur umræða spunnist í hinum ýmsu miðlum landsins þess efnis að könnunarfyrirtæki undanskilji einstaklinga í eldri aldurshópum frá könnunum sínum nú í aðdraganda kosninga.

Þá hefur þeirri kenningu verið haldið fram að ákveðnir flokkar eigi inni fylgi umfram það sem fram kemur í könnunum vegna þess að eldri borgarar séu ekki meðtaldir.

Af þessu tilefni viljum við hjá MMR koma eftirfarandi á framfæri:

  • Það eru engin efri mörk á aldri svarenda í fylgismælingum MMR.
  • Niðurstöður kannana MMR endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar.
  • Upplýsingar um aldur svarenda koma skilmerkilega fram í hvert sinn sem við sendum frá okkur niðurstöður (og þær sjást t.d. með því að skoða fréttir um fylgi flokka á forsíðu mmr.is).

Hér að neðan má sjá stuðning við flokka eftir aldri skv. síðustu fylgismælingum MMR. Þar má í fyrsta lagi sjá hver fjöldi svarenda er á hverju aldursbili. Í annan stað sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn.

MMR