Stjórnmál Stjórnarskrá

|

Um sex af hverjum tíu landsmönnum töldu mikilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili og fjölgaði þeim um átta prósentustig milli ára sem töldu málið mjög mikilvægt. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 10. - 23. september 2020. Alls sögðu 17% telja það mjög lítilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá, 8% frekar lítilvægt, 17% bæði og, 19% frekar mikilvægt og 40% mjög mikilvægt.

Af þeim sem tóku afstöðu kváðust 59% telja nýja stjórnarskrá mikilvæga og 25% lítilvæga. Hlutfall þeirra sem töldu mikilvægt að Íslendingar fengju nýja stjórnarskrá hafði ekki mælst hærra síðan mælingar MMR á afstöðu til málefnisins hófust í september 2017.

1910 Stjórnarskrá 1Spurt var: „Hversu mikilvægt eða lítilvægt þykir þér að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili?“
Svarmöguleikar voru: „Mjög lítilvægt“, „Frekar lítilvægt“, „Bæði og“, „Frekar mikilvægt“, „Mjög mikilvægt“, „Veit ekki“ og „Vil ekki svara“.
Samtals tóku 88,5% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrár jókst með aldri

Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla.

Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%.
Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára.

Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni.

1910 Stjórnarskrá 1 x1

Eldri kannanir sama efnis:

MMR könnun 2019: Telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá
MMR könnun 2018: Meirihluti telur enn mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
MMR könnun 2017: Meirihluti vill nýja stjórnarskrá

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 2.043 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 10. til 23. september 2020