Tilveran

|

Hlutfall Íslendinga sem segjast jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi jókst á milli ára en aukningin var mest meðal þeirra sem sögðust mjög jákvæð. Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23. til 28. júlí. Alls kváðust 35% svarenda mjög jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, 37% kváðust frekar jákvæð, 20% hvorki jákvæð né neikvæð, 6% frekar neikvæð og 2% mjög neikvæð.

2004 COVID vörur 1Spurt var: „Almennt séð, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi?“.
Svarmöguleikar voru: „Mjög neikvæð(ur)“, „Frekar neikvæð(ur)“, „Hvorki jákvæð(ur) né neikvæð(ur)“, „Frekar jákvæð(ur)“, „Mjög jákvæð(ur)“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 99,2% afstöðu til spurningarinnar.

Alls kváðust 73% svarenda vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en hlutfall jákvæðra hafði ekki mælst svo hátt frá mælingu ársins 2015, þegar 80% svarenda kváðust jákvæð. Þá mælidst hlutfall neikvæðra vera 8% og hefur ekki mælst lægra frá því að mælingar MMR hófust árið 2015.

2004 COVID vörur 2

Munur eftir lýðfræðihópum

Karlar reyndust líklegri til að segjast jákvæðir (78%) gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi heldur en konur (67%) en 43% karla kváðust mjög jákvæðir, samanborið við 27% kvenna. Konur (11%) reyndust hins vegar líklegri en karlar (5%) til að segjast neikvæðar gagnvart erlendum ferðamönnum. Jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum fór vaxandi með auknum aldri og reyndust svarendur í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) líklegust til að segjast jákvæð (79%) en yngstu svarendurnir ólíklegust (65%). Svarendur í yngsta aldurshópi reyndust líklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hvorki jákvæð né neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum (28%).

Þá reyndust svarendur af höfuðborgarsvæðinu (79%) öllu líklegri en þau af landsbyggðinni (62%) til að segjast jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum. Svarendur búsettir á landsbyggðinni (10%) reyndust hins vegar ögn líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (6%) til að segjast neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum.

2004 COVID vörur x1 1

Ef litið er til stjórnmálaskoðana svarenda má sjá að stuðningsfólk Samfylkingarinnar (82%), Viðreisnar (81%) og Sjálfstæðisflokksins (80%) reyndist líklegast til að segjast jákvætt gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en stuðningsfólk Framsóknarflokksins (62%), Vinstri-grænna (72%) og Miðflokksins (72%) ólíklegast. Þá reyndist stuðningsfólk Framsóknarflokksins (12%) og Pírata (10%) líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum en stuðningsfólk Samfylkingarinnar (4%) ólíklegast.

2004 COVID vörur x3 1

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 951 einstaklingur
Dagsetning framkvæmdar: 23. til 28. júlí 2020


Eldri kannanir sama efnis:
2018: Jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum eykst
2017: Jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum fer minnkandi
2016: Færri jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi
2015: 80% Íslendinga jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi