Jólahefðir Matarvenjur

|

Lítið lát er á vinsældum skötunnar en rúmur þriðjungur landsmanna heldur á vit hennar í dag. Hefur hlutfall þeirra sem halda í skötuhefðina haldist um þetta bil frá því að mælingar MMR á jólahefðum landsmanna hófust árið 2011. Alls voru 37% sem sögðust ætla að borða skötu á Þorláksmessudag þetta árið, 2 prósentustigum fleiri en í fyrra.

1912 SkataSpurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 91,1% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

Munur eftir lýðfræðihópum

Skatan reyndist líkt og fyrri ár vinsælli hjá körlum heldur en konum en 44% karla sögðust ætla að gæða sér á hinu kæsta ljúfmeti á Þorláksmessu þetta árið, samanborið við 30% kvenna. Þá höfðaði skatan líkt og áður einnig meira til eldri kynslóða heldur en þeirra yngri en 58% svarenda 68 ára og eldri sögðust ætla að fara í skötu í ár, samanborið við einungis 21% þeirra 18-29 ára. Þá virðist sem að skötuhefðin haldi áfram að vera ríkari á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu en 46% svarenda af landsbyggðinni kváðust ætla að borða skötu á Þorláksmessu, samanborið við 32% þeirra af höfuðborgarsvæðinu.

 

1912 Skata x

Stuðningsfólk Framsóknarflokksins (58%) reyndist líklegast allra til að segjast hyggja á að skella sér í skötu á Þorláksmessu þetta árið. Eitthvað virðist hafa dregið úr hlutfalli skötuelskenda á meðal stuðningsfólks Miðflokksins en 41% þeirra kváðust ætla í skötu þetta árið, samanborið við 54% í könnun síðasta árs. Líkt og í mælingum síðasta árs naut skatan minnstra vinsælda á meðal stuðningsfólks Pírata en einungis 24% þeirra hyggja á skötuát þetta árið.

 

1912 Skata x2

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1.014 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 13. til 19. desember 2019

Eldri kannanir sama efnis:
2018 desember: Þriðjungur í skötu á Þorláksmessu
2017 desember: Skötunni fatast flugið
2016 desember: Unga kynslóðin skeptísk á skötuna
2015 desember: Vinsældir skötu dragast saman
2014 desember: 38% landsmanna ætla að borða skötu á Þorláksmessu
2013 desember: Yfir 100.000 Íslendingar ætla að borða skötu á Þorláksmessu
2012 desember: Rúmlega 84.000 Íslendingar ætla að borða skötu á Þorláksmessu
2011 desember: Vinsælt að borða skötu á Þorláksmessu