ESB

|
 

Í könnun MMR um mikilvægi ímyndar var spurt:

Með hagsæld Íslands til framtíðar í huga. Hvernig eiga íslensk stjórnvöld að forgangsraða eftirfarandi verkefnum að þínu mati?
Viðmælendur svöruðu með því að tölusetja eftirfarandi atriði í mikilvægisröð (atriðin sjálf vöru sýnd í tilviljankenndri röð):

 • Uppbygging ímyndar Íslands í útlöndum
 • Lækkun stýrivaxta
 • Lækkun verðbólgu
 • Uppbygging stóriðju
 • Umsókn um aðild að Evrópusambandinu
 • Frjáls innflutningur á kjötvörum

Í úrvinnslu gagnanna var endanleg röðun atriðanna ákvörðuð með sama hætti og þekkt er í prófkjörum stjórnmálaflokka, þ.e. talin var fjöldi atkvæða í hvert sæti að viðbættum atkvæðum í þau sæti sem eru ofar á lista (sjá nánar í meðfylgjandi töflum).

Niðurstöður röðunarinnar voru eftirfarandi (þeir sem tóku afstöðu):

1. sæti         Lækkun verðbólgu (47% atkvæða í 1. sæti)
2. sæti         Lækkun stýrivaxta (73% atkvæða í 1-2. sæti)
3. sæti         Uppbygging ímyndar Íslands í útlöndum (58% atkvæða í 1-3 sæti)
4. sæti        Uppbygging stóriðju (59% atkvæða í 1-4 sæti)
5. sæti         Umsókn um aðild að Evrópusambandinu (87% atkvæða í 1-5 sæti)
6. sæti        Frjáls innflutningur á kjötvörum (51% atkvæða í 6. sæti)

Athygli vekur að svarendur setja að jafnaði hærri forgang á ímyndaruppbyggingu en uppbyggingu stóriðju og umsókn að Evrópusambandinu (ímyndaruppbygging fékk 58% í 1-3 sæti á sama tíma og stóriðja fékk 27% en ESB umsókn 34% í 1-3 sæti).

0810_01

Meirihluti svarenda telur ímynd Íslands neikvæða í Bretlandi og Danmörku

Spurt var:
Hver telur þú að ímynd Íslands sé meðal íbúa eftirfarandi landa: Er hún neikvæð, hlutlaus eða jákvæð?
Löndin sem spurt var um voru eftirfarandi (í tilviljanakenndri röð):

 • Bretland
 • Danmörk
 • Japan
 • Noregur
 • Svíþjóð
 • Þýskaland

Samtals telja 3% þeirra sem tóku afstöðu að Bretar hafi jákvæða ímynd af Íslandi. Sama hlutfall fyrir Danmörku er 22% og 53% fyrir Noreg.

 

Alls telja 95% svarenda ímynd Íslands í útlöndum hafa versnað

Spurt var:
Telur þú að ímynd Íslands meðal íbúa annarra þjóða hafi almennt versnað, staðið í stað eða batnað á undanförnum tveim mánuðum?

0810_02

 

Samtals telja 95% svarenda að ímynd Íslands hafi versnað undanfarna tvo mánuði.

Aðgerðir í ímyndarmálum Íslands

Spurt var:
Telur þú að íslensk yfirvöld og/eða hagsmunasamtök þurfi að grípa til sérstakra aðgerða (umfram það sem verið hefur) til að bæta ímynd landsins erlendis? Ef já hvenær?

 

0810_03

Samtals eru 95% svarenda sem telja að íslensk yfirvöld og/eða hagsmunasamtök þurfi að grípa til sérstakra aðgerða til að bæta ímynd landsins erlendis.

Meirihluti telur atvinnuöryggi og viðskiptum stafa ógn af ímynd landsins.

Spurt var:
Hvaða áhrif telur þú að núverandi ímynd Íslands meðal helstu nágrannaþjóða okkar hafi á eftirfarandi?
Atriðin sem spurt var um voru eftirfarandi (í tilviljanakenndri röð):

 • Atvinnuöryggi á Íslandi
 • Áhuga útlendinga á að ferðast til Íslands
 • Eftirspurn eftir íslenskum vörum erlendis
 • Fjárfestingar útlendinga í íslenskri atvinnustarfsemi
 • Möguleika Íslendinga til menntunar erlendis

 

0810_04

Athygli vekur að 69% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar töldu að ímynd Íslands geti skaðað atvinnuöryggi á Íslandi. Athygli vekur einnig að ekki nema 40% telja að ímynd íslands hafi jákvæð áhrif á ferðamennsku og  22% telja að ímynd íslands hafi skaðleg áhrif á áhuga útlendinga á að heimsækja landið. Sá þáttur sem flestir telja að verði fyrir skaðlegum áhrifum af núverandi ímynd landsins er „Fjárfestingar útlendinga í íslenskri atvinnustarfsemi“, en 74% svarenda telja að ímynd landsins hafi skaðleg áhrif á þann málaflokk.

 

Ef eingöngu eru skoðaður fjöldi þeirra sem taldi að ímynd hefði „mjög skaðleg áhrif“ má sjá að rétt um helmingur þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar telur að fjárfestingar útlendinga verði fyrir mjög skaðlegum áhrifum af ímynd landsins en rúmur fjórðungur telur að atvinnuöryggi í verði fyrir mjög skaðlegum áhrifum af ímynd landsins.

 

0810_05

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar á aldrinum 18-67 ára valdir úr þjóðskrá
Könnunaraðferð: Síma- og netkönnun
Svarfjöldi: 642 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 17.-21. Október 2008

Öll notkun heimil svo lengi sem heimilda er getið.

MMR starfar samkvæmt siðareglum ESOMAR, alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja.

Niðurstöðurnar í heild:
0810_tilkynning_imynd_islands.pdf 100.79 Kb