Dægurmál

|

Nær þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru með áskrift að Netflix á heimilum sínum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 14. maí - 16. maí 2019. Er það aukning um 5 prósentustig frá könnun síðasta árs en hlutfall þeirra sem segjast vera með áskrift að Netflix eða búa á heimili þar sem einhver heimilismanna er með áskrift að streymisveitunni hefur aukist árlega frá því að mælingar MMR hófust árið 2016.

Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni kváðust 72% vera með áskrift að Netflix á heimilum sínum, 26% sögðu áskrift að Netflix ekki vera til staðar á heimilum sínum og 1% sögðu áskrift ekki vera til staðar á heimilinu en að hún yrði keypt á næstu 6 mánuðum.

1905 NetflixSpurt var: „Ert þú eða einhver á þínu heimili með áskrift að Netflix?“
Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“, „Nei - en áskrift að Netflix verður keypt á næstu 6 mánuðum“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 99,4% afstöðu til spurningarinnar.
 

Munur eftir lýðfræðihópum

Svarendur í yngsta aldurshópi (18-29 ára) reyndust líklegust til að segjast hafa aðgang að Netflix en 92% þeirra sögðu áskrift að streymisveitunni vera til staðar á heimilum sínum, samanborið við 75% þeirra á aldrinum 30-49 ára og 73% þeirra 50-67 ára. Af svarendum í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust 17% hafa aðgang að Netflix á heimilum sínum en 4% kváðu líklegt að áskrift yrði keypt á næstu 6 mánuðum.

Svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu reyndust líklegri til að segja áskrift að Netflix vera til staðar á heimilum sínum (76%) heldur en þau af landsbyggðinni (65%). Lítill munur reyndist á aðgengi að Netflix eftir kyni.

1905 Netflix x1

 

Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Viðreisnar (84%) og Pírata (80%) reyndust líklegust til að segja áskrift að Netflix vera til staðar á heimilum sínum en stuðningsfólk Vinstri grænna (61%) og Framsóknar (64%) reyndust ólíklegust. Þá voru stuðningsfólk Flokks fólksins (11%) og Miðflokksins (6%) líklegust til að segja að áskrift að Netflix yrði keypt á næstu 6 mánuðum.

 

1905 Netflix x2

 

Eldri kannanir sama efnis:

MMR könnun 2018: Vinsældir Netflix halda áfram að aukast
MMR könnun 2017: Yfir helmingur heimila með Netflix
MMR könnun 2016: Þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift að Netflix

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 978 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 14. maí til 16. maí 2019