Dægurmál

|

Töluverðrar ánægju gætti með Áramótaskaupið 2018 meðal landsmanna en 62% þátttakenda í könnun MMR sögðu Áramótaskaupið hafa verið gott. Töldu 33% svarenda Skaupið 2018 hafa verið mjög gott, 29% sögðu það frekar gott, 17% hvorki gott né slakt, 10% frekar slakt og 10% mjög slakt.

1901 SkaupiðSpurt var: „Hvernig fannst þér Áramótaskaupið 2018?“
Svarmöguleikar voru: „Mjög slakt“, „Frekar slakt“, „Bæði og“, „Frekar gott“, „Mjög gott“, „Ég horfði ekki á áramótaskaupið“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 95,9% afstöðu til spurningarinnar.
 

Í sögulegu samhengi virðist sem skipta megi skaupum í þrjá flokka út frá ánægju. Í fyrsta lagi höfum við slök skaup sem einkennast af því að einingis þriðjungur telur þau góð en hátt í helmingur segir þau slök. Í þennan flokk falla þá skaupin 2012 og 2014. Í öðru lagi eru svo góð skaup, líkt og skaupið í ár (2018) og skaupin 2011, 2015 og 2016. Góð skaup einkennast þá af því að um og yfir 60% telja þau góð og um 20% telja þau slök. Í þriðja lagi koma af og til fram frábær skaup, eins og skaupin 2013 og 2017. Frábær skaup einkennast af því að hátt í 80% telja þau góð og ekki nema 10% segja þau slök.

1901 Skaupið tími

Skaupið sérlega vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar

Skaupið féll ágætlega í kramið hjá kvenkynssvarendum en 65% kvenna kváðu Skaupið hafa verið gott, samanborið við 58% karla. Þá fór ánægjan minnkandi með auknum aldri en 71% yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðu Skaupið hafa verið frekar eða mjög gott, samanborið við 49% þeirra elstu (68 ára og eldri).

1901 Skaupið x1

Stuðningsfólk Samfylkingarinnar virðist hafa verið sérlega ánægt með Skaupið en 80% þeirra kváðu Skaupið hafa verið gott og einungis 8% kváðu það hafa verið slakt. Þá gætti einnig nokkurrar ánægju á meðal stuðningsfólks Pírata (73%) og Vinstri grænna (71%). Minnst ánægja með Skaupið var hjá stuðningsfólki Miðflokksins (33%) og Flokks fólksins (45%) en af stuðningsfólki Miðflokksins sögðu 37% skaupið hafa verið mjög slakt og 19% frekar slakt.

1901 Skaupið x2

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 2061 einstaklingur
Dagsetning framkvæmdar: 4. til 14. janúar 2019

Eldri kannanir sama efnis:
2018 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2017
2015 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2014
2014 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2013
2013 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2012
2012 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2011