Jólahefðir Matarvenjur

|

Rétt rúmur þriðjungur landsmanan heldur á vit skötunnar á Þorláksmessu. Þetta leiðir ný könnun MMR á jólahefðum landsmanna í ljós en hún var framkvæmd dagana 5. til 11. desember 2018. Alls voru 35,3% sem sögðust ætla að borða skötu á morgun, Þorláksmessudag, sem er nær óbreytt frá því í fyrra. Eitthvað er því farið að hægja á skötusamdrætti en hlutfall þeirra sem segjast ætla að borða skötu á Þorláksmessu hefur lækkað um 6,8 prósentustig frá því að tíðni skötuáts náði hámarki í mælingum MMR árið 2013.

1812 SkataSpurt var: Ætlar þú að borða skötu á Þorláksmessu?
Svarmöguleikar voru: Já, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 92,2% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

Fækkar í hópi kvenna sem borða skötu.

Skatan er líkt og áður vinsælli hjá körlum heldur en konum en 44% karla sögðust ætla að gæða sér á skötu á Þorláksmessu þetta árið, samanborið við 26% kvenna. Hlutfall þeirra kvenna sem sögðust ætla að borða skötu um hátíðarnar hefur lækkað á undanförnum árum en 28% kvenna kváðust ætla að borða skötu í mælingum ársins 2017 og 32% árið 2016.

Skatan heldur einnig áfram að höfða meira til eldri matgæðinga heldur en þeirra yngri en 51% svarenda 68 ára og eldri sögðust ætla að fara í skötu í ár, samanborið við einungis 20% þeirra 18-29 ára. Þá naut skatan einnig meiri vinsælda á landsbyggðinni þar sem að 42% svarenda kváðust ætla að borða þorláksmessumáltíðina, samanborið við 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Stuðningsfólk Miðflokks (54%), Framsóknarflokks (50%) og Sjálfstæðisflokks (44%) reyndist líklegast allra stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna til að segjast hyggja á að skella sér í skötu á Þorláksmessu. Skatan nýtur hins vegar minnstra vinsælda á meðal stuðningsfólks Pírata en einungis 22% þeirra hyggja á skötuát þetta árið.

 

1812 Skata x

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 975 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 5. til 11. desember 2018

Eldri kannanir sama efnis:
2017 desember: MMR könnun: Skötunni að fatast flugið
2016 desember: MMR könnun: Unga kynslóðin skeptísk á skötuna
2015 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2014 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2013 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2012 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu
2011 desember: MMR könnun: Ætlar fólk að borða skötu á Þorláksmessu