Jólahefðir

|

Líkt og undanfarin ár verða gervijólatré töluvert algengari á heimilum landsmanna um jólin heldur en lifandi tré. Litlar breytingar virðast hafa orðið á jólatrjáahefðum frá því í fyrra. Í ár sögðust 54,8% svarenda ætla að hafa gervitré og 32,3% lifandi tré en 13% munu ekki setja upp neitt jólatré á heimili sinu í ár.

 

 1712 JólatréSpurt var: „Verður jólatré á þínu heimili í ár?“.
Svarmöguleikar voru: Já - lifandi tré, já – gervitré, nei og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 96,7% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur eftir aldri, tekjum og stuðningi við stjórnmálaflokka.
Þegar skoðaður var munur á milli aldurshópa reyndust Íslendingar á aldrinum 30-49 ára líklegri en aðrir aldurshópar til að setja upp jólatré. Af þeim sem tóku afstöðu og voru á aldrinum 30-49 ára sögðust 32% ætla að vera með lifandi jólatré og 59% með gervitré. Svarendur í aldurshópunum 18-29 ára og 68 ára og eldri reyndust líklegri en aðrir til að ætla ekki að setja upp jólatré eða 16%.

Íslendingar búsettir á landsbyggðinni (61%) reyndust líklegri en þeir búsettir á höfuðborgarsvæðinu (51%) til að setja upp gervitré. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu (15%) reynist þó líklegri en þeir á landsbyggðinni (10%) til að setja ekki upp jólatré.

Af stuðningsfólki stjórnmálaflokka reyndust fylgjendur Flokks fólksins (79%) og Miðflokksins (75%) líklegastir til að setja upp gervitré en fylgjendur Viðreisnar voru líklegastir til að setja upp lifandi tré (53%). Stuðningsfólk Pírata (16%) og Vinstri grænna (16%) reyndust líklegri til að setja ekki upp jólatré samanborið við stuðningsfólk annarra flokka en fylgjendur Miðflokksins (100%) og Flokks fólksins (98%) reyndust líklegust til að vera með jólatré. 

 

1712 Jólatré x2

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 923 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 12.-15. desember 2017

Eldri kannanir sama efnis:
2016 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2015 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2014 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2012 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2011 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks
2010 desember: MMR könnun: verður jólatré á heimilum fólks