Alþingiskosningar Kosningauppgjör

|

MMR birti reglulega niðurstöður úr könnunum á fylgi flokkanna sem buðu fram fyrir nýliðnar Alþingiskosningar og var hin síðasta birt þann 27. október 2017. Heild voru meðalfrávik frá raunfylgi flokkanna 1,2 prósentustig. Það er, að meðaltali munaði 1,2 prósentustigum á atkvæðahlutfalli flokkanna í könnuninni og kosningunum. Munurinn reyndist eitt prósentustig eða minna hjá 7 flokkum af 11 sem buðu fram (þ.e. Vinstri grænum, Samfylkingu, Miðflokki, Framsóknarflokki, Bjartri framtíð, Alþýðufylkingu og Dögun). Mestur var munurinn á fylgi Sjálfstæðisflokks þar sem skeikaði 4,0 prósentustigum, sem skýrist að einhverju marki af því að hve Sjálfstæðisflokkurinn nýtur hlutfallslega mests stuðnings meðal eldri kjósenda sem gegnumsneitt eru líklegri til að skila sér á kjörstað. Í tilfelli annarra flokka, þ.e. Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins reyndist munurinn á bilinu 1,4-2,5 prósentustig.

 1710 vote uppgjor 01

Fylgni milli síðustu könnunar MMR fyrir kosningar og raunfylgis flokkanna reyndist r=0,98 (sem uppreiknað þýðir að skýra mætti 96% af endanlegri dreifingu atkvæða milli flokka út frá dreifingu atkvæða skv. könnun MMR).

1710 vote uppgjor 02

Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og síðustu könnunar MMR á PDF formi:
pdf1710_MMR_Alþingiskosningar_2017_uppgjör.pdf

Upplýsingar um framkvæmd fylgiskönnunar MMR sem birt var 27. október 2017:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 980 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 26. til 27. október 2017
Sjá nánar hér

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.