Alþingiskosningar

|

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með stuðning 22,9% kjósenda. Vinstri græn koma þar á eftir með 19,9% - munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. Gagnaöflun stóð yfir dagana 20. til 23. október 2017.

Bæði Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt við sig fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk 18. október 2017 en þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% og Vinstri græn með 19,1% fylgi. Fylgi Samfylkingar minnkar aftur á móti á milli mælinga og er nú í 13,5%, samanborið við 15,8% í síðustu mælingu. Jafnframt fækkar fylgjendum Pírata á milli mælinga og mældust nú 9,3% en mældust 11,9% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli mælinga. Kváðust 25,7% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 23,8% í síðustu könnun.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,3% og mældist 11,0% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknar mældist nú 8,6% og mældist 8,0% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 5,5% og mældist 6,7% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,7% og mældist 5,3% í síðustu könnun.
Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 1,8% og mældist 1,6% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,3% samanlagt.

1710 vote01 23okt

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 89,0% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (2,6%), myndu skila auðu (4,6%), myndu ekki kjósa (1,3%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (2,6%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

Þróun yfir tíma

1710 vote2 23okt

 Stuðningur við ríkisstjórnina

1710 vote03 23okt

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 979 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 20. til 23. október 2017