Dægurmál

|

Heldur færri Íslendingar voru ánægðir með sumarveðrið í ár á Íslandi heldur en síðasta sumar, eða 70%. Eins sögðust 86% Íslendinga ánægðir með sumarfríið sitt í könnun MMR sem er ekki mikil breyting frá árinu áður.
Síðasta sumar mældist ánægjan með sumarveðrið 94% og þá sögðust 89% Íslendinga vera ánægðir með sumarrfríið sitt.

Þegar ánægjan með sumarveðrið var skoðuð eftir landshlutum kom í ljós að íbúar á Norðvestur- og Vesturlandi voru ánægðastir með veðrið í sumar, eða 83,5%. Þar á eftir voru íbúar á Norðaustur- og Austurlandi, þar sem 82,6% íbúa voru ánægðir með sumarveðrið. 70,1% íbúa Reykjavíkur voru svo ánægðir með veðrið á Íslandi í sumar. Þeir sem voru síst ánægðir voru íbúar í nágrenni Reykjavíkur (64,4%) og Suðurlands (59,1%).1708 vedurkort

Landakort fengið af vef Landmælinga Íslands.

Þróun á afstöðu Íslendinga frá árinu 2010 til 2016 sýndi að ánægja með sumarveðrið var yfirburða mikil árin 2010 og 2016, þegar 95% (árið 2010) og 94% (árið 2016) sögðust vera ánægðir með veðrið það sumarið. Lægst var þó ánægjan árið 2013 en þá voru einungis 44% Íslendinga ánægðir með veðrið.

Þrátt fyrir mikla sveiflu í ánægju á sumarveðri á milli ára þá hefur ánægja fólks með sumarfríið sitt haldist nokkuð stöðug. Frá því að mælingar hófust árið 2010 hefur ánægja Íslendinga með sumarfríið sitt flöktað á bilinu 86% til 91%.

 1708 vedur01
Spurt var: Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með eftirfarandi? (atriði A til B birtust í tilvjunarkenndri röð).
A: Sumarfríið þitt, B: Veðrið á Íslandi í sumar.
Svarmöguleikar voru: mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), frekar óánægð(ur), mjög óánægð(ur), á ekki við og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem tóku afstöðu.
Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til einstakra spurninga var á bilinu 97,5% (veður) til 83,8% (sumarfrí).
 
 
Munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum
Þegar munur á afstöðu eftir lýðfræðihópum var skoðaður mátti sjá að konur voru ívið neikvæðari en karlar gagnart hinu íslenska sumarveðri. Þannig voru 67% kvenna ánægðar með veðrið í sumar á Íslandi, á móti 73% karla.
Eins mátti sjá að fólk sem búsett var á landsbyggðinni (75%) var ánægðara með sumarveðrið á Íslandi heldur en þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu (67%). Hvað varðar aldur þá kom í ljós að því eldri sem svarendur voru því líklegri voru þeir til að vera ánægðir með sumarveðrið sem og sumarfríið sitt. Þannig voru 65% svarenda í aldurshópum 18-29 ánægðir með sumarveðrið á Íslandi, í samanburði við 83% þeirra sem voru í aldurshópnum 68 ára og eldri.
 
1708 vedur02
 
 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 955 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 15. ágúst til 18. ágúst 2017

Eldri kannanir sama efnis:
2016 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2015 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2014 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2014 ágúst: MMR könnun á ánægju með veðrið
2013 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2012 september: MMR könnun á ánægju íslendinga
2011 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga