Forseti Íslands

|

Ánægja með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefur aldrei mælst hærri. Þetta sýnir nýleg könnun MMR en alls kváðust 81,4% þátttakenda vera ánægð með störf forsetans. Ánægja landsmanna nær nýjum hæðum þar sem ánægja með störf forseta hefur aldrei mælst jafn há frá því MMR hóf slíkar mælingar (í mars 2011). Einungis 3,8% kváðust vera óánægð með störf Guðna Th. sem forseta Íslands.

 

1701 forsetinn

Spurt var: ,,Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta Íslands?''
Svarmöguleikar voru: Mjög ánægð(ur), ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægður, óánægð(ur), mjög óánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 98,9% afstöðu til spurningarinnar.

Ánægja með störf Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta reyndist mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, en stuðningsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks reyndust almennt séð ekki jafn ánægðir með störf forsetans og stuðningsmenn annarra flokka. Af Framsóknarmönnum sögðust 66% vera ánægðir með störf forseta Íslands en 70% Sjálfstæðismanna. Ánægðastir voru stuðningsmenn Vinstri grænna en 95% þeirra kváðust vera ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar.

 

1701 forsetinn x

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 954 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 3. til 10. janúar 2017