Niðurstöður könnunar MMR sýna að um 85% Íslendinga telja að fjársektir fyrir notkun farsíma undir stýri þurfa að vera hærri en 10 þúsund krónur til þess að fæla ökumenn frá því að nota snjall- eða farsíma við akstur, en í dag eru fjársektir við slíku athæfi 5.000 kr.


simakeyra 3a

Spurt var: Að þínu mati, hversu há þarf sekt að vera svo hún fæli ökumenn frá því að nota snjall- eða farsíma við akstur?
Spurningin var opin og svarendur skrifuðu inn þá upphæð sem þeir vildu. Samtals tóku 86,6% afstöðu til spurningarinnar.

 
Í sömu könnun kom einnig fram að fjórir af hverjum fimm Íslendingum hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði

 

Svör eftir lýðfræðihópum

Þegar svör eru skoðuð eftir lýðfræðihópum sést að karlmenn telja frekar en konur að hærri upphæð þurfi til að fæla ökumenn frá snjall- eða farsímanotkun við akstur. Telja 37% karla að fjársektir þurfi að vera 21 þúsund eða hærri samanborið við 31% kvenna. Þá telja 12% karla að fjársektir þurfi að vera minni en 10 þúsund til að skila árangri samanborið við 18% kvenna. Af fólki á aldrinum 18-29 ára telja 40% að fjársektir á bilinu 11-15 þúsund þurfi til að fæla ökumenn frá snjall- eða farsímanotkun við akstur. Í tekjulægsta hópnum töldu 22% að fjársekt minni en 10 þúsund krónur væri nóg til að fæla ökumenn frá snjall- eða farsímanotkun en einungis 9% í tekjuhæsta hópnum.  

fjarsektir2

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 904 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 7. til 14. nóvember 2016