Nýleg könnun MMR sýnir að fjórir af hverjum fimm Íslendingum hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði, en rannsóknir hafa bent til þess að mikil tengsl séu á milli notkunar farsíma undir stýri og umferðaróhappa.
Sem dæmi má nefna að samkvæmt úttekt The American Safety Council frá árinu 2013 komu símtöl eða skilaboðaskrif í farsíma við sögu í að lágmarki 26% árekstra í Bandaríkjunum.

Samkvæmt könnun MMR hafa 79% Íslendinga notað síma undir stýri síðastliðna 12 mánuði.
Könnunin sýndi þó að fjöldi þeirra sem tala í símann án handfrjáls búnaðar hefur minnkað stöðugt síðan árið 2010 og farið úr 71% árið 2010 í 64% árið 2014 og mældist nú árið 2016 56%.
Aftur á móti hefur fjöldi þeirra sem tala í símann undir stýri með handsfrjálsum búnaði hefur stóraukist úr 24% árið 2014 í 39% árið 2016.
23% svarenda sögðust hafa notað farsíma undir stýri til þess að skrifa eða lesa tölvupóst, sms eða önnur skilaboð á síðastliðnum 12 mánuðum.
Þar að auki sögðust 12% svarenda sögðust hafa notað farsíma undir stýri til þess að taka mynd, 12% til þess að fara á internetið (t.d. til að skoða fréttasíður eða samfélagsmiðla) og 2% til þess að spila tölvuleik.

simakeyra 1a 

Spurt var: Hefur þú notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði? Til viðbótar við svarmöguleikana sem sjást á myndinni var svarmöguleikinn Veit ekki/vil ekki svara. Samtals tóku 98,7% afstöðu til spurningarinnar.

 

Svör eftir lýðfræðihópum:

Eldri aldurshópar voru mun ólíklegri til að nota síma undir stýri. Þannig sögðust 57% þeirra sem voru 68 ára eða eldri ekki hafa notað farsíma undir stýri síðastliðna 12 mánuði, samanborið við 25% þeirra sem voru 50-67 ára og 12% þeirra sem voru 30-49 ára. Tekjulægri hópar voru einnig ólíklegri til að nota farsíma undir stýri. 

Athygli vekur að fólk sem búsett var á höfuðborgarsvæðinu var mun líklegra til að tala í farsíma undir stýri með handfrjálsum búnaði, eða 46%, samanborið við 28% þeirra sem höfðu búsetu á landsbyggðinni. 29% þeirra sem voru 18-29 ára höfðu notað farsíma undir stýri til að taka mynd. Til samanburðar höfðu 12% þeirra sem voru á aldrinum 30-49 ára notað síma undir stýri til að taka mynd en innan við 1% þeirra sem voru 50 ára eða eldri.  

simakeyra 2a

 

Fyrri kannanir sama efnis:

MMR könnun 2014: Notkun farsíma undir stýri
MMR könnun 2010: Notkun farsíma undir stýri

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 904 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 7. til 14. nóvember 2016

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.