MMR kannaði nýlega hvort Íslendingar hefðu prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go. Kváðust 20,7% Íslendinga hafa spilað leikinn og þar af spila 6,4% reglulega. Meðal yngstu svarenda (18-29 ára) var þó nærri helmingur (48,2%) sem hafði prófað leikinn og þar af voru tæplega 16% sem sögðust spila leikinn reglulega.

 

mynd4 

Spurt var: Hefur þú prófað snjallsímaleikinn Pokémon Go?
Svarmöguleikar voru: Nei, ég hef ekki prófað Pokémon Go; Já, ég hef prófað Pokémon Go en spila leikinn ekki reglulega; Já, ég hef prófað Pokémon Go og spila leikinn reglulega; Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 99,9% afstöðu til spurningarinnar
 

 

Munur eftir lýðfræðihópum

Alls kváðust 48,2% Íslendinga á aldrinum 18-29 ára hafa prófað Pokémon Go og 20,2% einstaklinga á aldrinum 30-49 ára. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu reyndist líklegra til að hafa spilað Pokémon Go heldur en fólk sem búsett var á landsbyggðinni. Námsmenn eru sá hópur sem líklegastur er til að hafa spilað leikinn en alls sögðust 51,5% námsmanna hafa prófað Pokémon Go og spila 15,9% námsmanna leikinn reglulega. Athygli vekur að af þeim sem ekki styðja ríkisstjórnina sögðust 25,5% hafa spilað Pokémon Go samanborið við 10% þeirra sem styðja ríkisstjórnina. 

 

mynd3

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 949 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 22. til 29. ágúst 2016

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.