Forseti Íslands

|

MMR hefur með reglulegu millibili kannað ánægju Íslendinga með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands. Í síðustu könnun sem framkvæmd var dagana 15. til 22. júlí kom í ljós að almennt ríkir ánægja með störf forseta, en 62,4% þátttakenda kváðust vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar og í síðustu könnun þar á undan (sem lauk 4. júlí), sögðust 64,7% vera ánægð með störf forsetans.  

Þegar þróun á ánægju með störf forsetans er skoðuð yfir tíma má sjá að ekki hafa jafn margir kvaðst ánægðir með störf forsetans síðan í byrjun árs 2013, skömmu eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Icesave málinu. Það má því segja að Ólafur Ragnar Grímsson endi á toppnum.

1607 forsetinn 01Spurt var: „Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands?“ Svarmöguleikar voru: Mjög ánægð(ur), ánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur), óánægð(ur), mjög óánægð(ur) og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 97,0% afstöðu til spurningarinnar.

Ánægja með störf Ólafs Ragnars sem forseta Íslands reyndist mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þau sem að studdu ríkisstjórnarflokkana (Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn) mældust mun ánægðari með störf forseta en þeir þau sem studdu aðra stjórmálaflokka. Þannig sögðust 87,9% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn og 81,4% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands. Þeir sem að studdu Samfylkinguna, Vinstri-græn og Viðreisn voru aftur á móti ólíklegri til að segjast ánægð með störf forsetands. Þannig sögðust 38,4% þeirra sem studdu Samfylkinguna, 43,7% þeirra sem studdu Viðreisn og 48,3% þeirra sem studdu Vinstri-græn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands.

1607 forsetinn 02

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 907 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 22. júlí 2016