Forseti Íslands

|

Dagana 12. til 20. maí kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem höfðu tilkynnt forsetaframboð. Niðurstöður leiddu í ljós að Guðni Th. Jóhannesson heldur töluverðri forystu með 65,6% fylgi. Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1% sem er nokkur aukning frá síðustu mælingu (en tekið skal fram að 3/4 hlutar gagnaöflunar vegna síðustu könnunar hafði verið lokið þegar Davíð tilkynnti um framboð sitt). Fylgi Andra Snæs Magnasonar mældist 11,0% og fylgi Höllu Tómasdóttur 2,2%. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með 3,0% fylgi.

1605 02 1 President

Spurt var: "Eftirfarandi einstaklingar hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvern þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?".
Svarmöguleikar voru þeir sem sjást á myndinni auk svarmöguleikanna "skila auðu", "Myndi ekki kjósa", "Veit ekki/ óákveðin(n)" og "Vil ekki svara".
Þau sem ekki tóku afstöðu voru síðan spurð: "En hver yrði líklegast fyrir valinu?", þar sem svarmöguleikar voru hinir sömu og í fyrri spurningu. 
Samtals voru 84,8% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (8,1%), myndu skila auðu (2,4%), myndu ekki kjósa (1,2%) eða 
vildu ekki gefa upp afstöðu sína (3,5%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil
ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

Munur á afstöðu milli hópa

Þegar fylgi þriggja efstu frambjóðendanna var skoðað eftir samfélagshópum og stjórnmálaskoðunum kom í ljós að Guðni Th. Jóhannesson hafði hlutfallslega meira fylgi meðal kvenna og þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnarflokkana. Aftur á móti hafði Davíð Oddson hlutfallslega meira fylgi meðal karlmanna, þeirra sem eldri voru og þeirra sem studdu Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Andri Snær Magnason hafði hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem yngri voru. 
 

1605 02 2 President

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 985 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12. til 20. maí 2016

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.