Forseti Íslands

|

Dagana 22. til 26. apríl kannaði MMR fylgi þeirra einstaklinga sem höfðu tilkynnt forsetaframboð. Niðurstöður leiddu í ljós að sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði nokkuð forskot með 52,6% fylgi, en Andri Snær Magnason (29,4% fylgi) var sá sem næst komst Ólafi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8% fylgi, en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2%.

1604 President 03

Spurt var: "Eftirfarandi einstaklingar hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands. Hvern þeirra myndir þú kjósa ef kosið yrði til forseta í dag?".
Svarmöguleikar voru þeir sem sjást á myndinni auk svarmöguleikanna "skila auðu", "Myndi ekki kjósa", "Veit ekki/ óákveðin(n)" og "Vil ekki svara".
Þau sem ekki tóku afstöðu voru síðan spurð: "En hver yrði líklegast fyrir valinu?", þar sem svarmöguleikar voru hinir sömu og í fyrri spurningu.
Þau sem ekki tóku afstöðu í annað sinn voru að lokum spurð: "Hvort er líklegra er að þú kysir sitjandi forseta eða einhvern hinna frambjóðendanna?".
Svarmöguleikar voru: "Sitjandi forseta", "Einhvern hinna frambjóðendanna", "Veit ekki/ óákveðin(n) og "Vil ekki svara".
Samtals tóku 79% afstöðu til spurningarinnar.

Munur á afstöðu milli hópa

Þegar fylgi þriggja efstu frambjóðendanna er skoðað eftir samfélagshópum kemur í ljós að Ólafur Ragnar Grímsson hefur hlutfallslega meira fylgi á landsbyggðinni, á meðan Andri Snær Magnason hefur hlutfallslega hærra fylgi á höfuðborgarsvæðinu. Fylgi Höllu Tómasdóttur mældist einnig meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Eins hefur Ólafur Ragnar Grímsson hlutfallslega meira fylgi meðal þeirra sem hafa minni menntun og lægri tekjur, en Andri Snær Magnason hefur hlutfallslega meira fylgi meðal þeirra sem eru tekjuhærri og með aukna menntun, en fólk í sérfræðistörum er líklegast til að vera fylgjendur Andra Snæs Magnasonar. Halla Tómasdóttir hefur einnig töluvert meira fylgi meðal kvenna auk þess sem stjórnendur og æðstu embættismenn eru hlutfallslega líklegri til að vera fylgjendur Höllu í samanburði við fólk í annars konar störfum.
 

1604 President 06

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 953 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 22. til 26. apríl 2016

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.