Efnahagsmál

|

MMR kannaði nýlega í hvernig húsnæði fólk býr í á Íslandi og hvort þeir sem sögðust búa í leiguhúsnæði teldu sig hafa örugga leigu. Könnunin leiddi ljós að tæp 70% búa í eigin húsnæði og rúm 20% búa í leiguhúsnæði.

Um litlar breytingar var að ræða frá sambærilegri könnun frá 2013. Þá voru þeir sem bjuggu í leiguhúsnæði spurðir hvort þeir teldu húsnæðið öruggt eða hvort líkur væru á að þeir misstu húsnæðið. Í ljós kom að 16% leigjenda telja einhverjar líkur á að þeir missi húsnæðið. Þó fækkaði nokkuð í hópi þeirra sem sagðist búa í mjög öruggu húsnæði - úr 49% árið 2013 í 41% nú. 

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar voru 69,0% sem sögðust búa í eigin húsnæði í dag samanborið við 72,0% í september 2013. Þeir sem búa í leiguhúsnæði í dag eru um 20,2% miðað við 17,7% árið 2013. Um 10,4% sögðust búa í foreldrahúsum miðað við 9,1% árið 2013.

1509 leiga 01 

Spurt var: Í hvernig húsnæði býrð þú? Svarmöguleikar voru: Eigin húsnæði, Leiguhúsnæði, foreldrahúsum og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 99,6% afstöðu til spurningarinnar árið 2015 og 99,5% tóku afstöðu til spurningarinnar árið 2013. 

 

Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði voru 41% sem töldu það mjög öruggt í dag samanborið við tæp 50% árið 2013. Um 43% töldu leiguhúsnæðið frekar öruggt samanborið við um 36% árið 2013. Ef skoðaður var samanlagður fjöldi þeirra sem töldu leiguhúsnæðið sitt vera mjög öruggt eða frekar öruggt voru það 84% sem töldu það öruggt samanborið við um 86% árið 2013. Það voru færri eða um 5% sem töldu mjög líklegt að þeir myndu missa leiguhúsnæðið sitt samanborið við um 7% árið 2013. Það voru um 11% sem töldu frekar líklegt að þeir myndu missa húsnæðið sitt samanborið við um 7% árið 2013. Þegar skoðaður var samanlagður fjöldi þeirra sem töldu mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu missa leiguhúsnæði sitt voru um 16% sem töldu það líklegt í dag samanborið við 14% árið 2013.  

1509 leiga 02

Spurt var: Myndir þú segja að húsnæðið sem þú býrð í væri öruggt leiguhúsnæði eða telur þú líklegt að þú gætir misst það? Svarmöguleikar voru: Tel húsnæðið mjög öruggt, Tel húsnæðið frekar öruggt, Tel frekar líklegt að ég gæti misst húsnæðið, Tel mjög líklegt að ég missi húsnæðið og Veit ekki/vil ekki svara. Fjöldi svarenda sem sögðust búa í leiguhúsnæði var 197 árið 2015 eða um 20% af heildarfjölda svarenda. Fjöldi svarenda var 162 sem sögðust búa í leiguhúsnæði árið 2013 eða um 17% af heildarfjölda svarenda.

 

Munur á stöðu fólks á húsnæðismarkaðnum eftir aldri og stjórnmálaskoðunum

Þeir sem voru í eldri aldurshópunum 50-67 ára og 68 ára og eldri voru líklegri til að búa í eigin húsnæði en þeir sem voru í yngri aldurshópunum. Þannig sögðust 94% þeirra sem voru 50-67 ára búa í eigin húsnæði og 91% þeirra sem voru 68 ára, borið saman við 77% þeirra sem voru 30-49 ára sögðust búa í eigin húsnæði og 28% þeirra sem voru 18-29 ára.

Það reyndist einnig nokkur munur í hvernig húsnæði fólk býr í eftir stjórnmálaskoðunum. Þeir sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn voru líklegri til að búa í eigin húsnæði en þeir sem sögðust styðja Bjarta Framtíð og Pírata. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn sögðust 83% búa í eigin húsnæði og 78% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust búa í eigin húsnæði. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Bjarta framtíð sögðust 53% búa í eigin húsnæði og 54% þeirra sem studdu Pírata.

1509 leiga 03

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust búa í leiguhúsnæði var mest áberandi að þeir sem voru í aldurshópnum 68 ára og eldri sögðust frekar telja að það væri mjög líklegt að þeir misstu leiguhúsnæðið sitt miðað við aðra aldurshópa. Þannig sögðust 29% þeirra sem voru 68 ára og eldri mjög líklegt að þeir misstu leiguhúsnæðið sitt samanborið við 4% þeirra sem voru í öðrum aldurshópum.

Það var einnig munur á hvort fólki þætti leiguhúsnæðið sitt vera öruggt eða líklegt að missa það eftir stjórnmálaskoðunum. Þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta Framtíð töldu það mjög líklegt að þeir myndu missa leiguhúsnæðið sitt miðað við aðra sem studdu hina flokkana. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust 10% telja það mjög líktlegt að þeir myndu missa leiguhúsnæðið sitt og 13% þeirra sem studdu Bjarta Framtíð.

1509 leiga 04

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 986 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 24. september 2015

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.