MMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Flestir eru hlynntir því að Þjóðkirkjan reisi trúarbyggingar á Íslandi og þar á eftir Ásatrúarfélagið. Sé litið til eldri mælinga má sjá að afstaða Íslendinga hefur helst breyst gagnvart því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust flestir, eða 61,7%, vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi. Þetta er breyting frá árinu 2013 þegar 67,2% sögðust fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar í landinu. Önnur trúfélög nutu minni stuðnings. Þannig sögðust 50,5% vera fylgjandi því að Ásatrúarfélagið fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi, 39,4% voru fylgjandi því að Búddistafélagið fengi að byggja trúarbygginar, 33,4% voru fylgjandi því að Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar og 32,0% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi.

Fæstir voru andvígir því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi (9,4%) og flestir sögðust vera andvígir því að Félag múslima fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi (37,6%). Hvað önnur trúfélög varðar voru 11,9% andvíg þvi að Ásatrúarfélagið fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi, 21,0% Búddistafélagið og 27% Rússneska réttrúnaðarkirkjan.

 

1510 mynd 01Spurt var: „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að eftirfarandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi?
-með trúarbyggingum er átt við byggingar svo sem moskur, hof, kirkjur og musteri.“
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar fylgjandi, Mjög fylgjandi og Veit ekki/vil ekki svara
Samtals tóku 96,3% afstöðu til spurningarinnar (þ.e. tóku afstöðu til amk. eins trúfélags)

 

Afstaða til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi ólík eftir aldri og stjórnmálaskoðunum.
Hlutfall þeirra sem voru fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar var hærra á meðal þeirra sem eldri eru en á meðal þeirra sem yngri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðust 82,3% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi, borið saman við 45,4% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára).
Aftur á móti var hlutfall þeirra sem voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi hærra á meðal þeirra sem yngri eru en á meðal þeirra sem eldri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum sögðust 33,8% vera fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi, borið saman við 25,2% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Þegar afstaða til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi var skoðuð eftir stuðningi við stjórnmálaflokka komu í ljós skiptar skoðanir. Niðurstöður bentu til þess að þeir sem studdu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn gerðu frekar greinarmun á Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum en þeir sem studdu aðra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn sögðust 64,9% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi en 9,4% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fengi að byggja trúarbygginar á Íslandi. Meðal Sjálfstæðismanna sögðust 70,2% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að reisa trúarbyggingar á Íslandi og 22,3% voru fylgjandi því Félag múslima á Íslandi fengi að byggja trúarbyggingar.
Til samanburðar sögðust 51,8% þeirra sem studdu Pírata vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fengi að byggja trúarbyggingar á Íslandi og 39,2% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fengi að byggja trúarbyggingar. 

 

1510 mynd 03

 

1510 mynd 04

Í sömu könnun (á eftir þessari spurningu) var jafnframt spurt um afstöðu fólks til þess að trúfélög fái almennt úthlutað ókeypis lóðum undir trúarbyggingar. Sjá niðurstöður hér.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 986 einstaklingar,18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 24.september 2015

Eldri kannanir sama efnis:
2014 september: MMR könnun: viðhorf til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
2013 september: MMR könnun: viðhorf til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.