MMR kannaði á dögunum viðhorf Íslendinga til lóðaúthlutunar til trúfélaga. Flestir sögðust andvígir því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum. Þeim sem sögðust vera mjög andvígir fækkar frá síðustu mælingu en þeir sem eru frekar andvígir fjölgar frá árinu 2014.

Þetta er þriðja árið í röð sem könnunin er gerð og hafa littlar breytingar orðið á þeim tíma. Þannig sögðust 50,2% þeirra sem tóku afstöðu nú vera mjög andvígir, borið saman við 51,8% í september 2014 og 45,5% árið 2013. Þeir sem eru frekar andvígir nú eru 22,7% og hefur þeim fjölgað samanborið við 21,9% árið 2014. 
Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 8,1% vera frekar- eða mjög fylgjandi sem er nákvæmlega sami fjöldi og árið 2014, borið saman við 10,0% í september 2013.

  1509 trufelog lodir 01Spurt var: „Almennt séð, hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögunum?“
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar fylgjandi, Mjög fylgjandi og Veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 95,6% afstöðu til spurningarinnar.

  

Munur var á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Vinstri-græna voru 16,9% vera fylgjandi því að trúfélög fengu úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar hjá sveitafélögum. Til samanburðar sögðust 5,1% Framsóknarfólks og 5,4% Sjálfstæðisfólks vera fylgjandi því að trúfélögum sé úthlutað ókeypis lóðum hjá sveitafélögum.

 1509 trufelog lodir 02

 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 986 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 24. september 2015

Eldri kannanir sama efnis:
September 2014: MMR könnun: Viðhorf Íslendinga til úthlutunar ókeypis lóða til trúfélaga
September 2013: MMR könnun: Viðhorf Íslendinga til úthlutunar ókeypis lóða til trúfélaga

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.