Þegar litið er til síðustu fimm ára virðast langflestir Íslendingar almennt séð vera ánægðir með nágranna sína, sumarfríið sitt og vinnuna sína. MMR kannaði ánægju fólks með nágranna, sumarfrí og vinnuna. Af þeim sem tóku afstöðu í ár sögðust 89,8% ánægð með nágranna sína, 87,7% sögðust ánægð með sumarfríið sitt og 90,5% sögðust ánægð með vinnuna sína.

Þegar litið er til afstöðu Íslendinga á árinu 2010 og 2015 þá virðist sem svarendur séu örlítið óánægðari nú í ár heldur en fyrir fimm árum með nágranna, sumarfríið og vinnuna. Þar sem árið 2010 voru 92,2% svarenda ánægðir með nágranna sína miðað við 89,8% svarenda árið 2015, 91,9% voru ánægðir með sumarfríið sitt árið 2010 miðað við 87,7% árið 2015 og 91,2% voru ánægðir með vinnuna sína árið 2010 miðað við 90,5% árið 2015.

 1508 anaegjalifid

Spurt var: 'hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með eftirfarandi?' (atriði A til C birtust í tilviljunarkenndri röð).
A: Sumarfríið þitt, B: Nágrannana þína, C: Vinnuna þína.
Svarmöguleikar voru: mjög ánægð(ur), frekar ánægð(ur), frekar óánægð(ur), mjög óánægð(ur), á ekki við og veit ekki/vil ekki svara.
Niðurstöður sína fjölda þeirra sem tóku afstöðu.
Fjöldi þeirra sem tók afstöðu til einstakra spurninga var á bilinu 84,9% til 96,5%.
 
 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1023 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 31.ágúst til 3.september 2015

Eldri kannanir sama efnis:
2014 september:MMR könnun á ánægju íslendinga
2013 ágúst: MMR könnun á ánægju íslendinga
2012 september: MMR könnun á ánægju íslendinga
2011 september: MMR könnun á ánægju íslendinga

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.