MMR kannaði nýlega viðhorf Íslendinga til erlendra ferðamanna á Íslandi. Almennt séð voru Íslendingar jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum og töldu þá hafa haft jákvæð áhrif á efnahag landsins, atvinnutækifæri, íslenskt samfélag, sitt bæjarfélag, miðborg Reykjavíkur og fjölbreytni í verslun og þjónustu. Aftur á móti voru fleiri sem töldu að erlendir ferðamenn hafi haft neikvæð áhrif á íslenska náttúru en jákvæð.

Af þeim sem tóku afstöðu taldi meirihluti erlenda ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á efnahag landsins(90,9%), atvinnutækifæri (82,8%), íslenskt samfélag (71,2%), sitt bæjarfélag ( 69,7%), miðborg Reykjavíkur (67,5%) og fjölbreytni í verslun (67,1%).

Af þeim sem tóku afstöðu töldu 51,8% að erlendir ferðmenn hafi haft neikvæð áhrif á Íslenska náttúru.

 

1507 ferdamenn 2 

Spurt var:Almennt séð, hversu jákvæð eða neikvæð áhrif telur þú að erlendir ferðamenn á Íslandi hafi haft á eftirfarandi atriði?
Efnahag Íslands, Atvinnutækifæri, Íslenskt samfélag, Þitt bæjarfélag, Miðborg Reykjavíkur, Fjölbreytni í verslun og þjónustu og Náttúru Íslands.
Svarmöguleikar voru: Mjög neikvæð áhrif, Frekar neikvæð áhrif, hvorki jákvæð né neikvæð áhrif, frekar jákvæð áhrif, mjög jákvæð áhrif og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 98,5% afstöðu einnar eða fleiri staðhæfingar. 

 

 Viðhorfi til erlendra ferðamann eftir hópum

Munur var á viðhorfi til erlendra ferðamanna eftir búsetu. Þannig töldu þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu frekar að erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á miðborg Reykjavíkur (71,2%) en þeir sem bjuggu á landsbyggðinni (61,4%). Hinsvegar voru hlutfallslega fleiri íbúar á landsbyggðinni sem töldu á erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á verslun og þjónustu (71,3%) en íbúar á höfuðborgarsvæðinu (64,5%).

Þeir sem tilheyrðu tekjulægsta hónum (heimilistekjur undir 250 þúsund krónum á mánuði) töldu síður að erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á atvinnutækifæri en þeir sem höfðu hærri heimilistekjur. Þannig sögðust 58,7% þeirra sem tilheyrðu tekjulægsta hópnum telja erlenda ferðamenn hafa haft jákvæð áhrif á atvinnutækifæri, borið saman við 92,4% þeirra sem tilheyrðu tekjuhópnum 600-799 þúsund krónur á mánuði.

Hlutfallslega fleiri þeirra sem studdu ríkisstjórnina töldu að erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á Íslenskt samfélag (77,4%) en þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina (68,9%).

Þeir sem studdu Framsóknarflokkinn töldu síður að erlendir ferðamenn hefðu haft jákvæð áhrif á efnahag landsins (80,7%) en stuðningsfólk annarra flokka.

 

1507 ferdamenn 3

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 956 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 22. til 30. júlí 2015

Eldri kannanir um sama efni:
2015 Júlí: Könnun MMR á afstöðu Íslendinga til erlendra ferðamanna

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.