Alþingiskosningar

|

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 15. til 20. maí 2015. Fylgi Pírata mældist nú 32,7%, borið saman við 32,0% í síðustu könnun (sem lauk 21. apríl s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,1%, borið saman við 21,9% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 13,1, borið saman við 10,7% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,4%, borið saman við 10,8% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 8,6%, borið saman við 10,8% í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 6,3%, borið saman við 8,3% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. 


1505 fylgi 01

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjáflstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 80,4% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (5,6%), myndu skila auðu (6,2%), myndu ekki kjósa (2,4%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,4%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

 

Þróun yfir tíma

1505 fylgi 02

 

Stuðningur við ríkisstjórnina

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 31,4% en mældist 30,7% í síðustu mælingu (sem lauk þann 20. apríl s.l.) og 35,3% í apríl s.l. (lauk 8. apríl).

 

1505 support 01 

Spurt var: Styður þú ríkisstjórnina? (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks)
Svarmöguleikar voru: „Já“, „Nei“ og „Veit ekki/Vil ekki svara“
Samtals tóku 83,6% afstöðu til spurningarinnar. 

 

 Smelltu hér til að sjá þróun mælinga á myndrænan hátt

Fylgi flokka eftir hópum

Karlar voru líklegri en konur til að styðja Pírata en konur voru hinsvegar líklegri en karlar til að styðja Vinstri-græn og Bjarta framtíð. Þannig sögðust 37,4% karla styðja Pírata, borið saman við 26,3% kvenna. 16,5% kvenna sögðust styðja Vinstri-græn, borið saman við 5,9% karla og 10,5% kvenna sögðust styðja Bjarta framtíð, borið saman við 3,2% karla.

Yngra fólk var líklegra til að styja Pírata en eldra fólk, hinsvegar var eldra fólk líklegra til að styðja Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna en yngra fólk.

Píratar laða til sín fylgi frá öllum flokkum frá síðustu kosningum. Þannig sögðust 52,5% þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum nú styðja Pírata, 32,4% þeirra sem kusu Framsóknarflokkin styðja nú Pírata, 23,3% þeirra sem kusu Vinstri-græn styðja nú Pírata, 18,7% þeirra sem kusu Samfylkinguna styðja nú Pírata og 14,9% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn styðja Pírata í dag.

1505 fylgi 04d

Myndin sýnir hlutfallslega skiptingu á fylgi flokka eftir ólíkum hópum.
Samtals voru 80,4% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (5,6%), myndu skila auðu (6,2%), myndu ekki kjósa (2,4%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (5,4%).
Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu til flokka getur verið ólíkt á milli hópa.

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 932 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 15. til 20. maí 2015

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.