MMR kannaði nýlega hvaða gæludýr væru algengust á heimilum á Íslandi og reyndust hundar og kettir vera í sérflokki. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 20% að hundur væri á heimilinu og 18% sögðu að köttur væri á heimilinu. Önnur algeng gæludýr á heimilum á íslandi voru fiskar (4%), fuglar (4%) og nagdýr (2%). Í heild reyndust þó gæludýr vera á minnihluta heimila á Íslandi - en 61% aðspurðra sögðu að ekki væri gæludýr á þeirra heimili.

 

1505 gaeludyr 01b

Spurt var: Er gæludýr (eitt eða fleiri) á þínu heimili? - merktu við allt sem við á
Svarmöguleikar voru: 'Já - Hundur', 'Já - Köttur', 'Já - Fiskur', 'Já - Fugl', 'Já - Nagdýr (t.d. hamstur, naggrís eða kanína',
'Nei - Það eru ekki gæluýr á mínu heimili' og 'Veit ekki/vil ekki svara'

Samtals tóku 100% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur á afstöðu milli hópa

Hundar voru algengari á heimilum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sögðust 23% þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni að það væri hundur á heimilinu, borið saman við 18% þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu.

Þeir sem studdu ríkisstjórnina voru líklegri til að búa á heimili með hundi (28%) en þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina (17%). Aftur á móti voru þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina líklegri til að búa á heimili með ketti (19%) en þeir sem studdu ríkisstjórnina (13%).

Þeir sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn voru hefðbundnari í vali á gæludýrum en stuðningsfólk annarra flokka. Enginn þeirra sem studdi Framsóknarflokkinn sagðist búa á heimili þar sem væru önnur gæludýr en hundar og kettir.

 

1505 gaeludyr 02c

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1001 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 16. til 21. apríl 2015

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.