ESB

|

ESB LOGOMMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þó að nokkur hreyfing hafi verið á stuðningi almennings við inngöngu Íslands í ESB á árinu (mældist hæst í júlí, 37,4%) er hlutfall hlynntra nú sambærilegt og fyrir ári síðan (janúar 2014). Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 33,3% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 32,3% í janúar 2014 (15. janúar 2014). Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 48,5% vera andvíg því að Ísland gangi í Evrópusambandið, borið saman við 50,0% í janúar 2014.

1501 01 ESB 01Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)?
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki andvíg(ur) né hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), veit ekki og vil ekki svara.
Samtals tóku 88,6% afstöðu til spurningarinnar.

 

Afstaða til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breytileg eftir aldri, tekjum og stjórnmálaskoðunum

Af þeim sem tóku afstöðu og voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB voru hlutfallslega flestir á aldrinum 50-67 ára. 38,6%% einstaklinga á aldrinum 50-67 ára sögðust hlynnt því að Ísland gangi í ESB, 34,8% einstaklinga á aldrinum 30-49 ára voru hlynnt inngöngu og 29,1% einstaklinga á aldrinum 18-29 ára voru hlynnt inngöngu Íslands í ESB. Einstaklingar yfir 67 ára aldri voru síst hlynntir því að Island gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu og voru 68 ára eða eldri sögðust 26,6% vera hlynnt inngöngu Íslands í ESB.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins voru frekar hlynntir inngöngu Íslands í ESB en þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu sögðust 38,0% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 25,7% þeirra sem búsettir voru á landsbyggðinni.

Hlutfall þeirra sem voru hlynnt inngöngu Íslands í ESB hækkaði með auknum tekjum. Af þeim sem tóku afstöðu og voru með heimilistekjur undir 250 þúsund krónur á mánuði voru 30,5% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, 27,0% þeirra sem höfðu tekjur á bilinu 250-399 þúsund, 40,1% þeirra sem höfðu tekjur á bilinu 400-599 þúsund, 40,7% þeirra sem höfðu tekjur á bilinu 600-799 þúsund, 38,0% þeirra sem höfðu tekjur á bilinu 800-999 þúsund og af þeim sem voru í efsta tekjuflokknum (Milljón á mánuði eða hærra) sögðust 45,2% hlynnt því að Ísland gangi í ESB.

Mikill munur var á afstöðu fólks eftir því hvort það kvaðst styðja ríkisstjórnina eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ríkisstjórnina voru 10,3% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 51,6% þeirra sem ekki styðja ríkisstjórnina.

Nokkur munur var á afstöðu til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið eftir stuðningi við stjórmálaflokka. Mikill meirihluti þeirra sem studdu Samfylkinguna og Bjarta framtíð voru hlynnt inngöngu Íslands í ESB. Meirihluti þeirra sem studdu Framsóknar- og Sjálfsstæðisflokkinn voru andvíg inngöngu Íslands í ESB. Afstaða stuðningsfólks annarra flokka var ekki jafn einsleit.
Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja Samfylkinguna voru 77,0% hlynnt því að Ísland gangi í ESB, 63,6% þeirra sem sögðust styðja Bjarta Framtíð, 51,7% þeirra sem sögðust styðja Pírata, 39,9% þeirra sem sögðust styðja Vinstri-græn, 12,1% þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 6,5% þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn.


1501 01 ESB 02 

 
Smelltu hér til að sjá þróun mælinga á myndrænan hátt

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1003 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 26.-29. janúar 2015

Notkun heimil svo lengi sem heimilda (vörumerkis MMR) er getið.
Allur réttur áskilinn: 2006 © Markaðs- og miðlarannsóknir ehf.

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.