Dægurmál

|

AramotMMR kannaði á dögunum hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2014. Ólíkt skaupinu í fyrra (2013) naut skaupið í ár (2014) lítilla vinsælda. Vinsældir skaupsins 2014 voru  svipaðar og vinsældir Skaupsins 2012. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 34,9% að þeim hafi þótt Áramótaskaupið í ár (2014) vera gott, borið saman við 81,3% í fyrra (2013), 33,2% árið 2012 og 64,8% árið 2011.

1501 skaup 01aSpurt var: „Hvernig fannst þér Áramótaskaupið 2014?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög slakt“, „Frekar slakt“, „Bæði og“, „Frekar gott“, „Mjög gott“, „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“ og „Veit ekki/vil ekki svara“.
Samtals tóku 96,4% afstöðu (aðrir svöruðu „Veit ekki/vil ekki svara“ eða „Ég horfði ekki á Áramótaskaupið“).

 

Munur á viðhorfi til Skaupsins eftir kyni og stjórnmálaskoðunum.

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á viðhorfi fólks til Skaupsins eftir kyni og stjórnmálaskoðunum. Fleiri konum en körlum þótti Skaupið vera gott. Af þeim konum sem tóku þátt sögðu 42,0% Skaupið hafa verið gott, borið saman við 28,6% karla.

Þeir sem studdu Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn voru síður ánægðir með Skaupið í ár en stuðningsfólk annarra flokka. Af þeim sem studdu Framsóknarflokkinn og tóku afstöðu sögðu 10,4% Skaupið hafa verið gott og 16,7% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðu Skaupið hafa verið gott. Til samanburðar sögðu 66,4% þeirra sem studdu Vinstri-græn að Skaupið hafi verið gott, 56,0% pírata þótti skaupið gott, 52,2% samfylkingarfólks þótti Skaupið gott og 42,6% stuðningsfólks Bjartrar framtíðar þótti skaupið gott.

 

 

1501 skaup 02 

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 993 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9.-14. janúar 2015

Eldri kannanir sama efnis:
2014 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2014
2013 janúar: MMR könnun: Viðhorf til Áramótaskaupsins 2013
2012 janúar: MMR könnun: Viðhorf fólks til Áramótaskaupsins 2012