Efnahagsmál Stjórnendur

|

1402 stjornendur logoMMR kannaði á tímabilinu 9. til 14. október 2014 viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til horfa í íslensku hagkerfi sem og mikilvægra þátta í rekstarumhverfi þeirra eigin fyrirtækja til næstu 12 mánaða.

Niðurstöðurnar sýna að stjórnendur eru bjartsýnir á horfur íslensks hagkerfis. Þannig sögðust 73,3% stjórnenda telja að íslenska hagkerfið muni vaxa á næstu tólf mánuðum. Í júlí 2014 sögðust 81,1% stjórnenda telja að hagkerfið myndi vaxa og í desember 2013 sögðust 58,9% telja að hagkerfið myndi vaxa á næstu 12 mánuðum.

Meirihluti stjórnenda bjartsýnn á aukna veltu og arðsemi síns fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu nú töldu 68,4% að velta myndi aukast á næstu 12 mánuðum og 55,6% töldu að arðsemi myndi aukast. Í desember 2013 sögðust 60,7% stjórnenda telja að velta myndi aukast og 43,7% sögðust telja að arðsemi síns fyrirtækis myndi aukast á næstu 12 mánuðum.

Meiri bjartsýni ríkir meðal stjórnenda á aukna samkeppnishæfni og aukna eftirspurn eftir vöru/þjónustu síns fyrirtækis á næstu 12 mánuðum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 51,4% stjórnenda telja að samkeppnishæfni síns fyrirtækis myndi aukast á næstu 12 mánuðum, borið saman við 45,0% í júlí 2014. 68,7% sögðust telja að eftirspurn eftir vörum/þjónustu fyrirtækisins myndi aukast á næstu 12 mánuðum, borið saman við 55,0% í desember 2013.

Tæpur þriðjungur stjórnenda taldi að starfsmönnum muni fjölga og 69% stjórnenda taldi að launakostnaður muni aukast.

1411 stjornendur a
a. Spurt var sex spurninga: Hvernig telur þú að þróun eftirtalinna atriða verði hjá fyrirtæki þínu næstu 12 mánuði í samanburði við síðustu 12 mánuði?: Velta, arðsemi, eftirspurn eftir vöru/þjónustu, samkeppnishæfni, markaðsstarf og fjöldi starfsmanna.
Svarmöguleikar voru: Minnki mikið, minnki eitthvað, óbreytt, aukist eitthvað, aukist mikið, veit ekki og vil ekki svara. Á myndinni má sjá hlutfall þeirra sem svaraði hverri spurningu með aukist eitthvað eða aukist mikið.
Afstaða til spurninganna á bilinu 96,3% til 97,8%.

b. Spurt var: „Hverjar telur þú horfur íslensks hagkerfis vera til næstu 12 mánaða?“
Svarmöguleikar voru: Hagkerfið mun dragast mikið saman, hagkerfið mun dragast lítillega saman, stærð hagkerfisins mun standa í stað, hagkerfið mun vaxa lítillega, hagkerfið mun vaxa mikið, veit ekki og vil ekki svara.
Á myndinni má sjá hlutfall þeirra sem svaraði hagkerfið mun vaxa lítillega og hagkerfið mun vaxa mikið.
Samtals tóku 94,7% afstöðu til spurningarinnar.
 

 

1411 stjornendur 2a

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Stjórnendur í fyrirtækjum á Íslandi (forstjórar, framkvæmda-, fjármála- og markaðsstjórar)
Könnunaraðferð: Netkönnun
Svarfjöldi: 602 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 9. til 14. október 2014

Eldri kannanir sama efnis:
Júlí 2014: MMR: stjórnendakönnun
Desember 2013: MMR stjórnendakönnun
Júlí 2013: MMR stjórnendakönnun
Apríl 2011:  MMR stjórnendakönnun