blue skyMMR kannaði á dögunum afstöðu Íslendinga til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.
Sem fyrr var meirihluti hlynntur því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 64,4% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi og 9,5% voru því andvíg. Hinsvegar voru skiptar skoðanir á því hvort að önnur trúfélög ættu að fá að byggja trúarbyggingar á Íslandi. Þannig sögðust 49,2% vera fylgjandi því að Ásatrúarfélagið fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi, 36,5% voru fylgjandi því að Búddistafélagið fái að byggja trúarbygginar, 31,0% voru fylgjandi því að Rússneska Rétttrúnaðarkirkjan fái að byggja trúarbyggingar og 29,7% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.

Mun færri sögðust andvígir því að Þjóðkikjan fái að byggja trúarbyggingar en að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 9,5% vera andvíg því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi, borið saman við að 42,4% sögðust andvíg því að Félag múslima fái að byggja trúarbygginar á Íslandi.

1409 olik trufelog 01eSpurt var: „Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að eftirfarandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi?
-með trúarbyggingum er átt við byggingar svo sem moskur, hof, kirkjur og musteri.“
Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), Frekar andvíg(ur), Hvorki né, Frekar fylgjandi, Mjög fylgjandi og Veit ekki/vil ekki svara
Samtals tóku 92,4% afstöðu til spurningarinnar (þ.e. tóku afstöðu til amk. eins trúfélags)

 

Afstaða til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi ólík eftir aldri og stjórnmálaskoðunum.
Hlutfall þeirra sem voru fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar var hærra á meðal þeirra sem eldri eru en á meðal þeirra sem yngri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu elsta aldurshópnum (68 ára og eldri) sögðust 76,4% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi, borið saman við 51,2% þeirra sem tilheyrðu yngsta aldurshópnum (18-29 ára).
Aftur á móti var hlutfall þeirra sem voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi hærra á meðal þeirra sem yngri eru en á meðal þeirra sem eldri eru. Af þeim sem tóku afstöðu og tilheyrðu yngsta aldurshópnum sögðust 36,0% vera fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi, borið saman við 22,2% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri).

Þegar afstaða til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi var skoðuð eftir stuðningi við stjórnmálaflokka komu ljós skiptar skoðanir á milli fylgjenda mismunandi stjórnmálaflokka. Þannig benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem styða Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn geri frekar greinarmun á Þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum en þeir sem styðja aðra flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn sögðust 79,2% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi en 15,3% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbygginar á Íslandi. Meðal Sjálfstæðismanna sögðust 67,0% vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að reisa trúarbyggingar á Íslandi og 12,5% voru fylgjandi því Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar.
Til samanburðar sögðust 70,8% þeirra sem studdu Samfylkinguna vera fylgjandi því að Þjóðkirkjan fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi og 52,6% voru fylgjandi því að Félag múslima á Íslandi fái að byggja trúarbyggingar.

 

1409 olik trufelog 02d

 

1409 olik trufelog 03d

Í sömu könnun (á eftir þessari spurningu) var jafnframt spurt um afstöðu fólks til þess að trúfélög fái almennt úthlutað ókeypis lóðum undir trúarbyggingar. Sjá niðurstöður hér.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 1436 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 20. til 25. september 2014

Eldri kannanir sama efnis:
2013 september: MMR könnun: viðhorf til þess að mismunandi trúfélög fái að byggja trúarbyggingar á Íslandi.