Kosningauppgjör

|

Reykjavik logo 70pxMMR gerði nokkrar kannanir á fylgi stjórnmálaflokka í aðdraganda nýliðianna borgarstjórnarkosninga og var hin síðasta birt þann 30. maí 2014. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður könnunarinnar reyndust mjög í takt við úrslit kosninganna.

 Þannig munaði ekki nema 0,7% á spá MMR og raunfylgi Samfylkingar (stærsta borgarstjórnarflokksins) og ekki munaði nema 1,9% á spá MMR og samanlögðu raunfylgi borgarstjórnarflokkanna (Samfylkingar og Bjartrar framtíðar). Þá stóðst spá MMR um fjölda borgarfulltrúa á hvern flokk fyrir utan að Framsóknarflokkur fékk einum fulltrúa meira en spáð hafði verið á kostnað Bjartrar framtíðar.


1405 X-Reykjavik uppgjor01

 

1405 X-Reykjavik uppgjor02

Spá MMR um samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna reyndist 1,9% frá raunfylgi (og innan 95% vikmarka).
Að meðaltali reyndist niðurstaða kosningaspár MMR 2,3 prósentustigum frá kosningafylgi flokkanna sem buðu fram. 

Helstu frávik í samanburði könnunarinnar og kosningaúrslitanna voru þau að Sjálfstæðisflokkur fékk 4,3% meira fylgi en spáð var, Framsóknarflokkur fékk 4,0% meira fylgi en spáð var og Píratar fengu 3,3% minna fylgi en spáð var. Raunfylgi annarra flokka sem sem náðu kjöri reyndist innan vikmarka kosningaspár MMR. Leiða má líkur að því að frávik könnunar frá niðustöðum kosninga megi rekja að hluta til minni kosningaþáttöku en í fyrri kosningum og þá sérstaklega að yngri kjósendur hafi mætt í minna mæli en áður.

Þá var fylgni milli fylgisspár MMR og raunfylgis flokkanna r=0,97 (sem þýðir að skýra mætti 94% af endanlegri dreifingu atkvæða milli flokka út frá dreifingu atkvæða skv. könnun MMR).

Tölulegur samanburður á niðurstöðum kosninganna og síðustu könnunar MMR (PDF):
pdf1405_MMR_Borgarstjornarkosningar_2014_uppgjor.pdf

Samanburð niðurstaðna kannana MMR við aðrar kosningar má sjá hér:

2013 apríl : MMR Könnun: Alþingiskosningar féllu nærri kosningaspá MMR
2011 apríl: MMR Könnun: Kannanir MMR nærri úrslitum Icesave kosninganna
2010 júní: MMR Könnun: Kosningaúrslit í Reykjavík endurspegla könnun MMR nákvæmlega

Upplýsingar um framkvæmd fylgiskönnunar MMR sem birt var 30. maí 2014:

Úrtak: Reykvíkingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 918
Dagsetning framkvæmdar: 29. til 30. maí 2014
Sjá nánar hér

Þróun milli mælinga:

Ekki var spurt um traust til Landsdóms í fyrri mælingum.